SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 40

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 40
40 24. janúar 2010 Þ etta byrjaði eiginlega á því að ég tók þátt í sultukeppni í Mos- fellsbæ 2008 og vann hana. Svo tók ég aftur þátt í henni árið 2009 og vann aftur og það ár vann ég líka nýja sultukeppni í Norræna húsinu með sömu uppskrift. Þá var sultan mín allt í einu komin með tvenn verðlaun svo ég hugsaði með mér að ég yrði nú bara að gera eitthvað við þetta,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingis- maður, sem hefur hafið framleiðslu á fimm sultutegundum sem seldar eru í sælkerabúðum á borð við Melabúðina, Ostabúðina Skólavörðustíg, Frú Laugu, Búrið og Fylgifiska. Guðrún ákvað að ganga alla leið og fara í gegnum nauðsynlegt ferli til að sult- urnar yrðu „löglegar“ á markaði. „Þá sneri ég mér til Matís sem greindi og smakkaði sulturnar eftir kúnstarinnar reglum og í framhaldinu fór ég á mat- arsetur þeirra á Höfn í Hornafirði til að framleiða sulturnar. Ég sauð mjög mikið af sultu fyrir austan og síðan hef ég komist í aðstöðu til að gera mínar við- bætur eins og núna fyrir jólin.“ Reikningsvilla stýrði sykurmagninu Sulturnar fimm sem Guðrún hefur fast til sölu eru rabarbara/paprikumauk og finnskættuð tómatsulta sem eru verð- launauppskriftirnar tvær. Að auki fram- leiðir hún þrjár tegundir af chilisultu; gula, rauða og græna. „Ég gerði líka 50 krukkur af bláberjalauksultu fyrir jólin en hugmyndin er að vera með eitthvað nýtt í tengslum við ákveðin tímabil, t.d. fyrir jól og páska. Nú á ég t.d. mikið af íslenskum stikilsberjum sem eru frekar sjaldgæf og kannski geri ég eitthvað úr þeim fyrir páskana. Þá þarf ég bráðum að byrja að smakka og prófa mig áfram sem mér finnst ægilega skemmtilegt.“ Allt hráefnið sem Guðrún notar er líf- rænt að hennar sögn auk þess sem syk- urmagnið er ekki nema 30%. „Það var eiginlega bara fyrir reiknivitleysu í mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef alltaf reiknað sykurinn út frá meginefninu í sultunni og þannig miða ég t.d. sykurinn við rabarbarann í rabarbara/paprikumaukið. En þá á eftir að bætast við óheyrilegt magn af papriku. Þess vegna hef ég alltaf verið með lágt sykurmagn án þess að fatta það og það uppgötvaðist ekki fyrr en Matís fór að greina sulturnar. Þær eru þó dísætar og með fínt geymsluþol.“ Sultar í umönnunarskyni Guðrún segist alltaf hafa verið mikill matgæðingur. „Ég var alltaf með matar- síðu á þingsíðunni minni og núna skrifa ég um mat á Miðjuna. Mér finnst ein- faldlega gaman að vasast í mat og prófa nýja hluti en þessi gamli, klassíski grunnur er alltaf útgangspunkturinn hjá mér – að halda sig við íslenskan mat sem „Mér finnst einfaldlega gaman að vasast í mat og prófa nýja hluti,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona. Morgunblaðið/Golli Sulta meðan Icesave er í gangi Guðrún Ögmundsdóttir nýtur þess að vera fremur á kafi í sultu- pottum en pólitík um þessar mundir, enda segir hún sultugerðina einskonar sjálfshálp- arviðbragð við efna- hagshruninu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Margur landinn gleðst nú vegna þess að súr hvalur er aftur á boðstólum á þorra. Það sem kallað hefur verið þessu nafni er þó ekki hið hefðbundna hval- kjöt heldur rengi, sem er allt annars eðlis; fiturík- ur sinavefur undir neðri skolti dýrsins. Rengi af hrefnu hefur fengist undanfarin ár en Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að nú standi landsmönnum ennfremur til boða rengi af langreyð, sem veidd var síðastliðið sumar. Hún er um það bil 10 sinnum stærri en hrefna. Rengi er vöðvi, sem fyrirfinnst eingöngu á reyð- arhvölum; steypireyð, langreyð, sandreyð og hnúfubak auk hrefnunnar og þykir mun betra af stórhvölum en hrefnu. Alla jafna reyna hvalfang- arar að veiða dýrin sem stærst til þess að sem mest fáist af afurðum en rengi af dýrum í minni kant- inum er hins vegar hægt að nýta til súrsunar, því af þeim stóru er þessi vöðvi miklu grófari og drekkur síður í sig mysuna. Rengið er fyrst soðið og síðan lagt í mysu í nokkra mánuði, jafnvel allt að einu ári, eftir því hve fólk vill hafa það súrt. Sú verkunaraðferð þekkist hvergi nema á Ís- landi, að sögn Kristjáns, að súrsa rengið en það hefur verið gert frá landnámi. Hvalur hf. hefur verkað rengi eins og núna allt frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 1948. Rengi er borðað í öðrum löndum og nefnir Kristján að í Japan sé það t.d. verkað ásamt undanfláttu, sem tengist renginu. Japanir sneiða þessa framleiðslu eins og ost eða álegg og kalla hvalbeikon! Kristján segist hafa orðið var við mikinn áhuga Íslendinga á því að fá rengi af langreyð á þorra- borðið á nýjan leik. „Margir hafa stoppað mig úti á götu í vetur, fólk sem ég þekki ekki neitt, og spurt hvort ekki yrði örugglega til rengi á þorranum. Þegar ég svaraði því játandi fannst mér eins og hýrnaði yfir því.“ skapti@mbl.is Freisting frónbúans Súrsað rengi í boði á ný Áfengisverslun ríkisins hóf að framleiða Íslenskt Brennivín 1935, eftir að áfengisbanni var aflétt hér á landi, en 1992 var framleiðslan seld. Í dag er það dótturfélag Ölgerðarinnar sem framleiðir mjöðinn í Borgarnesi. Brennivín er um 40% að styrkleika. Drykkurinn er vin- sæll á þorranum og gjarnan nefndur í sömu andrá og hákarl. Þegar framleiðsla Brennivíns hófst þótti yfirvöldum nauðsynlegt að sporna við áfengisdrykkju af fremsta megni þrátt fyrir allt og meðal annars þess vegna var ákveðið að miðinn á Brennivínsflösk- unni yrði eins óaðlaðandi og mögulegt væri. Svarti miðinn, sem enn „prýðir“ flöskuna, varð þá fyrir valinu og er ástæða þess að mjöð- urinn er oft kallaður Svarti dauði. Brennivín er unnið eftir alíslenskri uppskrift sem verið hefur óbreytt frá upphafi; áberandi er keimur af kúmeni, en í drykkinn er notaður kornspíri og ýmis bragðefni, ásamt íslensku vatni, nema hvað. Íslensk alþýða hefur í gegnum tíðina gjarnan drukkið Brenni- vín blandað saman við kók en það er ekki einhlítt. Blandan 3 cl Brennivín og 6 cl sterkt kaffi er stundum kallað hreppstjórakaffi svo dæmi sé tekið. Á þorranum er líklega algengast að snafsinn sé drukkinn ískaldur og hnausþykkur. Menn stinga þá gjarnan flösku í frysti tímanlega fyrir bóndadaginn. skapti@mbl.is Drykkur vikunnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íslenskt Brennivín Matur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.