SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 41
24. janúar 2010 41 Einfalt er að nota sulturnar í ýmiskonar sósur og dressingar. Guðrún setur þær t.d. út í jógúrt eða sýrðan rjóma en slík sósa er lostæti með t.d. salati, fiski og kjöti. Best þykir henni þó sósan með ein- földu og fljótlegu kjúklingasalati, sem hentar vel í amstri hversdags- ins. Jógúrtsósa ½ dós grísk jógúrt eða 1 dós sýrður rjómi 1-2 matskeiðar Finnskættuð tómatsulta Þessu er einfaldlega hrært saman og sósan tekur þá í sig sérstakt mandarínubragð úr sultunni auk þess sem kryddið úr henni skilar sér vel til bragðlaukanna. Kjúklingasalat 1 tilbúinn kjúklingur úr stórmörkuðunum 1 poki klettasalat 1 poki spínat tómatar 1 pera eða epli 1 gul paprika rauðlaukur (ef vill) Í raun má nota það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni í þennan rétt. Kjúklingurinn er tættur niður í frekar litla bita, grænmet- ið er skorið niður og öllu blandað saman. Sett í fallega skál og sósan höfð með. Gott brauð er tilvalið með þessu og þá er kominn fljótlegur og ódýr réttur sem dugar fyrir býsna marga. Þessi uppskrift dugar fyr- ir 8-10 manns en hægt er að minnka hana séu matargestirnir færri, og þá t.d. nota afganga af kjúklingi frá deginum áður. Það tekur örskotsstund að hræra saman sósuna góðu. Morgunblaðið/Rax Jógúrtsósa og kjúklingasalatég set svo eitthvert „tvist“ á, eins ogpaprikuna í rabarbarasultuna eða lauk- inn í bláberin. Ég hef líka að markmiði að mínar sultur eru ekki bara sultur heldur má nota þær út í sýrðan rjóma, í kryddlög, sósur, á fisk til að grilla o.s.frv.“ Síðan Guðrún hætti á Alþingi hefur hún unnið sem verkefnastjóri í mennta- málaráðuneytinu svo pólítíkin er ekki mjög langt undan. „En sem betur fer er ég ekki í henni,“ segir hún með áherslu. „Ég held að sultugerðin hafi líka verið ákveðið viðbragð við kreppunni til að vinna sig út úr áfallinu – ekki ósvipað því og þegar grísku konurnar byrja að elda ef einhver deyr. Mann langar að gera eitthvað gott fyrir aðra – eitthvað einfalt og nærandi. Allir hafa gaman af því að smakka sultur og gefa þær í gjafir, svo eiginlega snýst þetta um einhvers konar umönnun og að gefa hlutdeild í einhverju sem maður hefur búið til.“ Hún á því von á því að sulta enn um sinn. „Já, á meðan Icesave er í gangi þá sulta ég. Og ég hætti því ekki fyrr en við komumst á réttan kjöl.“ „Gamli, klassíski grunnur er alltaf útgangspunkturinn hjá mér – að halda sig við íslenskan mat sem ég set svo eitthvert „tvist“ á.“ Morgunblaðið/Golli Fylltar bakaðar kartöflur eru ódýr, einfaldur og bragðgóður matur. Stórar kartöflur eru bleyttar, nuddaðar með sjáv- arsalti og vafðar í álpappír áður en þær eru settar inn í ofninn. Bökunartíminn fer eftir stærð, en líka eftir því hversu vel eldað fólk vill hafa hýðið. Þegar kart- öflurnar eru tilbúnar er kart- aflan skafin innan úr hýðinu og henni hrært við fyllinguna, en fyllingin svo aftur sett í hýðið. Vinsælar fyllingar eru til dæmis sýrður rjómi, ostur, túnfiskur, bakaðar baunir og steiktir beik- onbitar. Fylltar kartöflur                       !"     # 

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.