SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 47
24. janúar 2010 47
LÁRÉTT
1. Eiturlyf fyrir flata á landsvæði. (10)
4. Vesen út af hári og pakka. (7)
7. Vera hindrun undir tilfinningalegu uppnámi.
(5,5)
8. Röð atburðanna í bardaga sýnir framkomuna.
(8)
9. Tek hýenu úr dýraheiminum til að gera myrkari.
(7)
10. Læt aflið breytast í dýr. (8)
13. Leggstu með seinasta til að sjá mikilvægt. (8)
15. Lélegar flíkur fyrir hunda. (6)
17. 501 plóma til sendiráðsmanns. (8)
19. Ör með ögn mun flækjast fyrir þreytu. (8)
21. Marghliðaður við sjávarsíður. (8)
22. Tuð hjá snaggaralegum. (4)
23. Er lendur maður útlendingur? (8)
27. Yfirborðsþekking hjá virtri vísindastofnun. (8)
28. Einhvern veginn gref yfir og afsaki. (8)
29. Tvídrangar eru bara fyrir vitlausar. (6)
31. Eiturlyf fyrir Tryggingastofnun finnast á rana.
(6)
32. Burður á leir í lélegum skáldskap. (10)
33. Kveikur heillar heyskapartól. (9)
LÓÐRÉTT
1. Gen sig spegla í falli gjaldmiðils. (9)
2. Gylli samt einhvern veginn íþróttatæki. (9)
3. Eyðir skýrum. (5)
4. Notaðir hvassa. (7)
5. Augnatillit Astrid nær að hálfu að tapa lit. (9)
6. Þreytt á vegi. (4)
9. Stjórnmálamann mer í fegurðarsmyrsli. (7)
11. Fyrir orm festa af reglufestu. (9)
12. Andri vann vindblæinn einhvern veginn. (9)
14. Ljósið í því sem er afstýranlegt. (5)
16. Grey fær angur út af því að hann er með
skrýtna sjón. (9)
18. Tölvurnar í bækingunum. (8)
19. Fljótur minnist á staðarheiti. (8)
20. Götin fimm geta valdið yfirliti. (6)
24. Sá sem þekkir mikið um banka veit líka um
mikið átak. (8)
25. Tuða hræ yfir svipuðum. (8)
26. Drottinn með vopn birtist bikborinni. (7)
30. Dræsur í skinnum. (5)
Hjörvar Steinn Grétarsson er
efstur að loknum fimm umferð-
um á Skákþingi Reykjavíkur.
Hann vann Braga Þorfinnsson í
fimmtu umferð í viðureign sem
hlýtur að teljast ein af úrslita-
skákum mótsins. Bragi, sem
hafði hvítt, var lengst af með
betri stöðu en þegar fram í sótti
tókst Hjörvari að snúa taflinu við
og vinna sigur í endatafli.
Skákþingið er fyrsta mótið í
þeirri miklu skákhrinu sem nú
gengur í garð og er vel skipað
nokkrum þrautreyndum meist-
urum auk yngri skákmanna sem
hafa staðið sig vel en þar má
nefna Daða Ómarsson og Patrek
Maron Magnússon. Þær stöllur
Tinna Kristín Finnbogadóttir og
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
hafa einnig hækkað duglega á
stigum. Bestu endurkomuna að
mati dómnefndar, sem er skipuð
þeim Kristjáni Erni Elíassyni,
Rúnari Berg og Róbert Lagerman,
hefur átt Bjarni Hjartarson sem
nú tekur þátt í opinberu móti í
fyrsta skipti í langan tíma.
Staða efstu manna eftir fimm
umferðir:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5
v. 2.-8. Bragi Þorfinnsson, Sverr-
ir Örn Björnsson, Lenka Ptacni-
kova, Björn Þorfinnsson, Ingvar
Þór Jóhannesson, Sigurbjörn
Björnsson og Júlíus Friðjónsson 4
v. 9.-12. Daði Ómarsson, Magnús
Pálmi Örnólfsson, Stefán Bergs-
son, Jorge Fonseca Rodriquez og
Halldór G. Einarsson. 3½ v.
Kraftmikill Nakamura
Á einu sterkasta móti ársins í
Wijk aan Zee beinast nú allra
augu að Magnúsi Carlsen sem
ætlar sér greinilega að blanda sér
í baráttuna um efsta sætið. En
það eru fleiri fiskar í sjónum.
Hinn bráðskemmtilegi bar-
áttujaxl Hikaru Nakamura er
sennilega öflugasti stórmeistari
Bandaríkjanna í dag. Hann er
þekktur og vinsæll fyrir að tefla
mikið á netinu, einkum þó ICC,
bæði hraðskákir og það sem kall-
að er bullet en þar hefur hvor
keppandi eina mínútu til að ljúka
skákinni. Fyrir nokkrum árum
varð uppi fótur og fit þegar hann
hóf taflið á sterku móti alveg eins
og byrjandi og lék 1. e4 e5 2. Dh5,
sem er alþekkt tilraun til heima-
skítsmáts. Svo óheflaður er hann
ekki lengur og skák sem hann
tefldi á heimsmeistaramóti
landsliða í Tyrklandi, þar sem
Rússar höfðu sigur eftir mikla
baráttu, á dögunum gegn einum
öflugasta stórmeistara heims
hefur áreiðanlega opnað augu
margra fyrir hversu skemmti-
legur skákmaður hann er. Fyrstu
20 leikirnir eru þekktir en síðan
byggist upp mikil spenna á
kóngsvængnum, 23. … Rxg2 er
fyrsta sprengjan. Síðan kemur
hver þrumuleikurinn á fætur öðr-
um, í tvígang fórnar Nakamura
drottningunni: 24. … Rxe1 og
28. … Dd3. Gelfand gat aldrei hirt
drottninguna vegna máts á g2:
HM landsliða 2010:
Boris Gelfand (Ísrael) – Hikaru
Nakamura (Bandaríkin)
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0
Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 Re8 10. b4 f5
11. c5 Rf6 12. f3 f4 13. Rc4 g5 14.
a4 Rg6 15. Ba3 Hf7 16. b5 dxc5 17.
Bxc5 h5 18. a5 g4 19. b6 g3 20.
Kh1 Bf8 21. d6 axb6 22. Bg1 Rh4
23. He1 Rxg2 24. dxc7 Rxe1 25.
Dxe1 g2+ 26. Kxg2 Hg7+ 27. Kh1
Bh3 28. Bf1
28. …Dd3 29. Rxe5 Bxf1 30.
Dxf1 Dxc3 31. Hc1 Dxe5 32. c8D
Hxc8 33. Hxc8 De6
– og Gelfand gafst upp.
Eftir fjórar umferðir í Wijk aan
Zee var Alexei Shirov efstur með
fullt hús en Nakamura, Magnús
Carlsen og Vasilí Ivantsjúk komu
næstir með þrjá vinninga.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Hjörvar Steinn með fullt hús á Skákþingi Reykjavíkur
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í um-
slagi merktu: Krossgáta Morgun-
blaðsins, Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að skila úr-
lausn krossgátu 24. janúar rennur
út föstudaginn 29. janúar. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu 31. janúar. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi
krossgátunnar 31. desember sl. er Ingunn Hjalta-
dóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Rán eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun