SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Page 50
50 24. janúar 2010
A
ð ganga inn á vinnustofu Guðjóns Ketilssonar
myndlistarmanns er eins og að skoða óvenju-
lega upp setta yfirlitssýningu. Á einum veggn-
um eru nokkur af þeim 100 óvenjulegu og
ónothæfu verkfærum sem hann sýndi árið 2004. Á snúr-
um hanga fínlegar teikningar, meðal annars af húsum
sem mynda kóngulóarvef og af mynstri sem minnir á
sprunginn leir. Frammi við dyr er endurgerð vitans í Nól-
sey í Færeyjum, sem Heinesen skrifar um. Þarna eru blý-
antsteikningar af hálfbyggðum húsum, eins og sáust á
sýningu Guðjóns í Ásmundarsal í vetur, á hillu sitja lítil
hús sem voru á sýningu í Norræna húsinu fyrir 14 árum
og svo standa á stalli tröllvaxin svört tréstígvél. Þau eru
helmingur listaverks þar sem hinn helmingurinn, annað
stígvélapar sem hæfir trölli, stendur einhvers staðar á
norðurströnd Ástralíu.
„Stundum er betra að hengja verkin upp en troða þeim
í kassa,“ segir Guðjón.
Guðjón Ketilsson hefur verið áberandi í sýningarflór-
unni síðustu árin. Hver sýningin eftir aðra vekur athygli.
Fólk dáist ekki einungis að glæsilegu handbragði tré-
skúlptúra og teikninga hans, heldur er hugmyndaheim-
urinn einnig heillandi, óræður og ögrandi.
Síðasta ár var í meira lagi annasamt hjá Guðjóni. Þrjár
einkasýningar og jafn margar samsýningar.
„Það var nokkuð brjálað þetta síðasta ár, því þetta voru
allt ný verk,“ segir hann. „En stundum hittist svona á. Í
rauninni er alls ekkert eðlilegt að vera með einkasýningu
á hverju ári.“
Síðasta sýningin, Hlutverk, sem var í Ásmundarsal,
hlaut ekki síst lof. Það var sú myndlistarsýning síðasta árs
sem myndlistargagnrýnendur Morgunblaðsins minntust
helst á í áramótauppgjöri sínu. Á þeirri sýningu voru
nokkrir skúlptúrar þar sem listamaðurinn vann með
gömul húsgögn, bækur og lín, en á veggjum voru tvær
raðir blýantsteikninga. Á annarri mátti sjá nýbyggð hús
en í hinni uppstillingar með húsgögnum og öðru dóti sem
iðulega má finna í geymslum fólks.
Þóra Þórisdóttir gagnrýnandi setti þessa sýningu Guð-
jóns efsta á lista sinn og sagði sýninguna fallega og tæra,
og að hugmyndin um lífsrými mannsins væri „dregin upp
á einstaklega næman hátt í formi óskrifaðra blaða og end-
urunninna antíkmuna, hálfbyggðra heimila og innbúa í
geymsluástandi.“
Í lofsamlegum dómi sínum um sýninguna skrifaði Jón
B.K. Ransu að á sýningunni hefði mátt merkja vangavelt-
ur um hlutföll og mannslíkamann, skynja mætti sam-
hengi líkamans við rými og grunnformin. Gagnrýnand-
inn sagði marga fleti á sýningunni drepa á samtímanum
en hann gerði handbragð Guðjóns að lokum að umfjöll-
unarefni: „Sýningin mundi einfaldlega ekki virka án svo
vandaðra vinnubragða og raun ber vitni, þar sem gildi
handverks og hugmyndalegs inntaks vegur jafnt hvað
með öðru. Þau hlutföll skipta sköpum.“
Hlutirnir eru eins og líkami fólks
„Ég byrjaði í rauninni á þessum teikningum árið 2007, en
það var í allt öðru samhengi,“ segir Guðjón og brosir þeg-
ar ég spyr að því hvort teikningarnar af hálfbyggðu hús-
unum hafi verið viðbrögð við framkvæmdagleðinni í hinu
meinta góðæri.
„Þegar dró nær sýningunni fór ég samt að velta því fyr-
ir mér í hvaða samhengi fólk myndi setja þessi verk. Þeim
mun víðari sem skírskotanir verkanna eru, því betra.
Ég var að hugsa um margt. Líkingin við líkamann er
auðvitað nærtæk. Á vinnslustiginu kallaði ég húsin meira
að segja táninga, en á því tímabili ævinnar fær fólk hlut-
verk í lífinu og er til í sinni tærustu mynd, sem hrein og
klár form. Í kringum táningana getur allt verið í óreiðu,
stillansar og ófrágengin svæði, en fyrir miðju er þetta
skýra form.“
– Hvað þá með hina teiknuðu seríuna, myndirnar af
uppstillingum hluta úr geymslum?
„Það er þetta dót sem fylgir manninum. Þegar fólk
flytur notar það iðulega tækifærið til að henda drasli og
flytur bara það sem er því kærast. Þetta eru oft mjög per-
sónulegir hlutir – og þetta er um leið líf mannsins. Hlut-
irnir eru eins og líkami fólks.
Í þessum teikningum er ég líka að vísa í listasöguna.
Húsin eru bæði módernísk og mínimal. Formið er látið
nægja, það er ekkert skraut, og hlutirnir í geymslunum
hafa vísun í kyrralífsmyndir. Ég var til dæmis að velta
ítalska málaranum Morandi fyrir mér, og þörf fólks til að
raða öllu. Að hlutir tali saman sín á milli.“
Guðjón hefur iðulega unnið út frá listasögunni í verk-
um sínum og útfært á persónulegan hátt.
„Ég vitna oft í listasöguna af því að menn hafa gegnum
söguna verið að leita svara við sömu spurningum og við
erum að spyrja í dag.“ Hann tekur sem dæmi kunna röð
verka sem hann sýndi fyrir tíu árum, þar sem hann gerði
lágmyndir út tré eftir klæðum í gömlum málverkum.
„Varðandi þessi verk var mjög eðlilegt að leita í lista-
söguna, því ég var að hugsa um galdurinn í þeirri hálfu
vídd sem lágmyndin er. Lágmynd er tvær og hálf vídd,
ekki tvívídd en heldur ekki þrívídd, heldur liggur þar á
milli. Gegnum söguna hafa menn verið að leika sér með
og rannsaka þessar sjónhverfingar.“
– Þú valdir þér klæði úr málverkum og útfærðir í tré.
Verk sem þessi hljóta að kalla á gríðarlega vinnu.
„Jú. Ég byrja að vinna verkin í teikningum. Þar liggur
mikil vinna að baki áður en ég byrja að vinna í tréð.“
– Þú leggur mikla áherslu á handverkið í verkunum. Er
það þér alveg eðlislægt?
„Já, ég held það sé raunin. Þetta er þessi máti við að
vinna. Þetta er bara vinnumáti …“
– Ertu með fullkomnunaráráttu?
Guðjón hristri höfuðið og hlær. „Nei. En mér finnst
gott að vinna hægt – á ferðalaginu gerast óvæntir hlutir.“
Guðjón byrjaði myndlistarferilinn ekki í vandvirkn-
islegum skúlptúrum heldur var hann í nýlistardeild í
MHÍ. „Þar var heilmikil gerjun, mikið rætt um að hug-
myndin ætti að koma á undan efninu, og við vorum ekki
hrifin af því að verja dýrmætum tíma í að læra handverk
sem við kæmum svo kannski ekki til með að nota.
Svo fór ég í skúlptúrnám í Kanada og það hafði einnig
talsverð áhrif á mig. Ég gekk í Myndhöggvarafélagið þeg-
ar ég kom heim og var að vinna í alls kyns jarð- og um-
hverfisskúlptúra, hitt og þetta, en svo fór ég að vinna í
tréð og síðan hefur þetta þróast einhvern veginn.
Mér finnst í raun að ég hafi aldrei tekið neina ákvörðun
um ferilinn.“ Hann hlær. „Ég berst bara með vindinum.“
Á síðustu árum hefur Guðjón haldið margar eft-
irminnilegar sýningar og hann viðurkennir að á þessum
tíma hafi hann fundið einhvern hrynjanda, einhvern
takt.
Myndlist
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég berst bara
með vindinum
„Ég hef verið í ferli sem mér líður vel í og það smitast vonandi yfir
í verkin,“ segir Guðjón Ketilsson myndlistarmaður. Hann hefur
verið ötull við sýningahald síðustu misserin og hafa verk hans
vakið umtalsverða athygli. Gagnrýnendur Morgunblaðsins töldu
eina sýningu hans, Hlutverk, þá athyglisverðustu á liðnu ári.
Guðjón Ketilsson í vinnustofu sinni. Honum til hægri handar eru nokkur „v
Sýningin Hlutverk í Ásmundarsal Listasafns ASÍ fyrr í vetur.
Lesbók