SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 36
36 2. maí 2010 Þ að er ekki algeng sjón að sjá alþingismenn renna sér á línuskautum á göngustígum borg- arinnar. Allra síst þá sem komnir eru á sjötugs- aldur. Pétur H. Blöndal hefur hins vegar aldrei bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. „Ég læt ekki samfélagið segja mér hvað ég á að gera og hvað ekki. Langi mig að renna mér á línuskautum renni ég mér á línuskautum,“ segir Pétur og glottir út í annað, þar sem fundum okkar ber saman á hinu háa Alþingi. Honum þykir samfélagið hafa allt of ríka tilhneigingu til að segja fólki hvað það eigi að gera og hvernig það eigi að hegða sér. „Ungir eiga að gera svona, aldnir hinsegin. Konur eiga að vera svona og karlar hinsegin. Þetta nær ekki nokkurri átt. Það er merkilega stutt í fordómana í þessum efnum eins og ég reyndi á eigin skinni fyrir nokkrum árum þegar ég skellti mér í afródans. Ýmsum þótti það hvorki hæfa aldri mínum, kyni né stöðu,“ segir Pétur. Einhvern tíma verður allt fyrst. Í eina tíð þótti fráleitt að karlmenn ynnu á leikskóla og að konur iðkuðu knatt- spyrnu. Enginn kippir sér upp við það í dag. Hvers vegna mega eldri þingmenn ekki stunda afródans? Nú eða renna sér á línuskautum? Liður í þessari réttindabaráttu er frumvarp, sem Pétur hefur flutt, um að afnema ellilífeyrismörkin. „Eldra fólk ber því oft við að það sé orðið löggilt gamalmenni og megi fyrir vikið ekki þetta og hitt. Það getur verið góð af- sökun fyrir því að vera latur og værukær.“ Vanur að gónt sé á hann Enda þótt fólk á hans aldri fari upp til hópa ekki ferða sinna á línuskautum er Pétur hvergi banginn að reima á sig skautana. Hann er svo sem ekkert óvanur því að fólk stari á hann í forundran. Þegar hann var við nám í Köln á sjöunda áratugnum byrjaði Pétur nefnilega að leggja stund á langhlaup, samborgurum sínum til mikillar undrunar. „Það sást hvergi hlaupandi maður á víðavangi á þessum árum og uppátæki mitt vakti óskipta athygli,“ rifjar hann upp brosandi. Pétur gerði þetta samkvæmt læknisráði, einhver órói hafði komið á hjartað og hann verið hvattur til að hreyfa sig meira. „Ég hafði unnið við hellulögn í akkorði hér heima en hætti alveg að hreyfa mig þegar ég fór utan til náms. Líkaminn brást með þessum hætti við því. Óróinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég byrjaði að hlaupa og ekkert hefur borið á honum síðan.“ Pétur flutti heim árið 1973 og hélt áfram að hlaupa. Hafi menn orðið hissa í Þýskalandi, misstu þeir málið á Íslandi þegar þeir sáu hann. „Fólk hefur örugglega haldið að ég væri geggjaður,“ segir Pétur hlæjandi. Þáttaskil urðu upp úr 1980, víðavangshlaup urðu al- mennari og ekki bara fyrir „sérvitringa“. Í dag fær enginn klums við að sjá hlaupandi mann, ekki einu sinni í Aust- urstræti. Pétur hefur alla tíð haldið sínu striki, meðal annars hlaupið Laugaveginn fimm sinnum, síðast fyrir tveimur árum, og fjórum sinnum heilt maraþon. Farið marga kollhnísa Línuskautum kynntist hann fyrst fyrir um áratug. „Dagný dóttir mín fór allra sinna ferða á línuskautum á þeim tíma – og notar þá heilmikið enn – og mig langaði að spreyta mig.“ Það er meira en að segja það að renna sér á línuskautum og Pétur fór nokkra kollhnísana áður en hann náði fullu valdi á tækninni. „Blessaður vertu, ég fór margoft á höf- uðið og í eitt skiptið skóf ég stóra skinnpjötlu af lærinu á mér. Það hefur gengið á ýmsu.“ Fyrir vikið hefur Pétur ávallt vaðið fyrir neðan sig og notar allan mögulegan öryggisbúnað; hjálm, olnboga- og hnéhlífar. „Ekki veitir af. Maður getur nefnilega náð mjög miklum hraða á línuskautum, um 20 kílómetrum á Pétur H. Blöndal skautar frá Gljúfrasteini að Gróttu á sumardaginn fyrsta. Í baksýn er Bergdís Margrétardóttir. Faðmlag við ljósastaur Pétur H. Blöndal alþingismaður hóf sumarið með því að renna sér á línuskautum frá Gljúfrasteini vestur á Gróttu, tæpa 33 km. Kannski ekki hið hefðbundna tómstundagaman hjá alþingismanni en á móti kemur að Pétur hefur aldrei gefið mikið fyrir staðalmyndir. Hann hefur líka stundað langhlaup í meira en fjóra áratugi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.