SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 42
42 2. maí 2010
A
rnold Schwarzenegger var
ókrýndur konungur has-
armyndahetjanna þegar hann
ákvað að skipta um hlutverk
og fara út í pólitíkina. Í stuttu máli vann
hann ríkisstjórakosningarnar í Kaliforníu
og sór embættiseið árið 2003 og var end-
urkjörinn í embætti með glæsibrag árið
2006, en tröllið er gallharður repúblíkani
þrátt fyrir vel kunnar mægðir við Kenne-
dyana – innstu valdaklíku demókrata.
Schwarzenegger er almennt álitinn
hafa staðið sig sómasamlega í þessu erfiða
starfi, en Kaliforníuríki er eitt stærsta
hagkerfi Bandaríkjanna. En hann hefur
lengstum haft vindinn í fangið, starfið
hefur verið sérstaklega erfitt vegna
slæmrar, fjárhagsstöðu fylkisins, nokkuð
sem ríkisstjórinn fékk í arf frá forvera
sínum. Þessi vandi öðrum fremur hefur
haft þær afleiðingar að annað endurkjör
er tvísýnt og menn farnir að velta alvar-
lega fyrir sér hvað taki við hjá Schwarze-
negger – ef hann býður sig fram, sem tal-
ið er sennilegt, en tapar kosningunum.
Eins og margir vita var Schwarzeneg-
ger ekki aðeins óhemjuvinsæll leikari
heldur farsæll kaupsýslumaður fyrir daga
ríkistjóraembættisins. Hann byggði upp
keðju heilsuræktarstöðva og er frum-
kvöðull á því sviði. Schwarzenegger er
fyrir löngu orðinn vellauðugur af borg-
aralegum störfum og getur leyft sér að
gera það sem hugurinn girnist ef illa
gengur í pólitíkinni í nóvember. Enginn
vafi leikur á því að kvikmyndaleikurinn
er ofarlega á blaði, enda maðurinn vel á
sig kominn og Hollywood stendur hon-
um opin. Ekki ætti að vera til trafala að
gamlar hasarmyndahetjur eru á upp-
sveiflu í ár, má í því sambandi benda á
The Expendables, nýju myndina hans
Sylvesters Stallone. Hann bæði leikstýrir
og fer með aðalhlutverkið í þessari átaka-
mynd sem verður frumsýnd um heims-
byggðina í ágústbyrjun. Í félagsskap Stal-
lone er samvalið lið gamalla kollega
Schwarzeneggers úr harðhausamyndum
síðustu áratuga, en The Expendables
fjallar um sveit roskinna málaliða sem
eru sendir til ónefnds Suður-Am-
eríkuríkis til að gera byltingu og velta
einræðisherra úr sessi. Gráskeggjar þessir
eru, auk Stallones, þeir Bruce Willis,
Dolph Lundgren og Mickey Rourke, auk
„unglinga“ á borð við Jason Statham og
Randy Couture.
Enginn vafi leikur á að Schwarzeneg-
ger mun fylgjast grannt með gengi The
Expendables, þar sem honum bregður
fyrir til að læða frá sér einni, kaldhæðn-
islegri setningu: „Gefið starfið honum
vini mínum hérna, hann hefur svo gam-
an af því að leika sér í frumskóginum.“
Vinurinn er að sjálfsögðu engin annar en
Stallone – Rambó sjálfur, en Schwarze-
negger snýst á hæli og hverfur jafnskjótt
út úr myndinni.
Innkoman, þó stutt sé, vekur spurn-
ingar. Menn gleyma stjórnmálaharki rík-
isstjórans, sem á eftir að aukast um allan
helming þegar líða tekur á árið – gamlir
aðdáendur og menn í kvikmyndaiðn-
aðinum velta öðrum spurningum fyrir
sér þessa dagana: Er innkoma hans í The
Expendables í ágúst, þessa karlhorm-
ónamynd sem lítur út eins og leikararnir
hafi verið þefaðir uppi á elliheimili fyrir
hasarmyndaleikara, svanasöngur „Con-
ans the Republicans“, á hvíta tjaldinu?
Áður en hann sökkvir sér af öllum mætti í
stjórnmálabaráttuna í haust (þar sem
lekið hefur út að kraftakarlinn fái jafnvel
huggulegt embætti í ríkisstjórn Obama)?
Eða er um nýtt upphaf að ræða á leikferl-
inum, nýja skyndiárás á Hollywood?
Þarf Arnold gamli Schwarzenegger að fara að dusta rykið af leikhæfileikum sínum.
AP
Skýst Schwarzenegger aft-
ur upp á stjörnuhimininn?
Að mati sérfróðra geta
dagar harðhaussins í
ríkisstjóraembætti
Kaliforníu brátt verið
taldir en kvikmynda-
heimurinn bíður hans í
ofvæni.
Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Það hlaut að koma að því að einhver
útsmoginn kvikmyndaframleiðandi
kveikti á hrollvekjumöguleikunum í
ævintýrinu um hana Rauðhettu litlu.
Um þessar mundir er The Girl With
the Red Riding Hood, eða Stúlkan með
rauðu hettuna, að fara í tökur hjá
Warner Bros, sem sjá gamla Grimms-
ævintýrið sem ákjósanlegan bakgrunn
að gotneskri varúlfamynd. Þær geðs-
legu næturverur eru í tísku um þessar
mundir, eftir velgengni The Twilight
Sagas, ofl. slíkra, að undanförnu.
Hjá Warner er verið að ljúka við að
ráða leikara í aðalhlutverkin og er einn
þeirra Max Irons, sonur stórleikarans
Jeremys, en heiðursparið Gary Oldman
og Julie Christie, voru fyrst til að skrá
sig í áhöfnina. Amanda Seyfried
(Mamma Mia!), fer með aðalhlutverk
ungrar stúlku í sveitaþorpi, einhvers-
staðar í Evrópu á miðöldum. Hún
verður fyrir árásum varúlfs, sem reikar
blóðþyrstur mjög um skóginn þá
tunglið er fullt og veður í skýjum. For-
eldrar hennar verða lítt hrifnir er hún
fellur fyrir munaðarlausum skóg-
arhöggsmanni (Shiloh Fernandez), en
hunsar óskir þeirra um að giftast syni
járnsmiðsins (Irons).
Hrollvekjan mun fylgja ævintýrinu í
stórum dráttum, það kemur t.d. í hlut
Christie að leika gömlu ömmuna, sem
drepur tímann með því að stunda
handverk með silfurprjónunum í skóg-
arkoti sínu. Oldman fer hinsvegar með
hlutverk varúlfaskelfis héraðsins, og á
hann að hafa uppi á og koma óvætt-
inum fyrir kattarnef.
Irons er einn margra, breskra leikara
sem eru að reyna að ná fótfestu í
Hollywood þessa dagana, nota með-
vindinn sem stafar af vinsældum bíó-
mynda með ungum leikurum fyrir
ungan, bíósinnaðan áhorfendahóp. Það
er ekki nóg að eiga frægan föður, Irons
fékk ekki hlutverk sem hann sóttist
mjög eftir í nýju myndinni um „Sjó-
ræningja Karíbahafsins“, en lék í að-
lögun sögunnar af Myndinni af Dorian
Grey, á síðasta ári. Hans fyrsta hlut-
verk var á móti Anette Bening í Being
Julia, árið 2004.
Leikstjóri Rauðhettu-hrollsins er
engin önnur en Catherine Hardwicke,
sem á að baki hina frábæru Thirteen,
og enn frekar Twilight (́08), sem
hleypti af stað yfirstandandi bylgju
rómantískra skrímslamynda.
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndafréttir
Rauðhetta og varúlfurinn
Amanda Seyfried mun leika Rauðhettu.
Dansóður – Footloose
Laugardagur 1.5. Kl. 20:35 (RUV)
Borgarstrákur (Kevin Bacon), kemur í dreif-
býlið þar sem rokk og ról er bannfært sem
verkfæri djöfsa. Upphafsmínúturnar á und-
an titlunum – áður en sagan fer í gang, er
hrein snilld. Það sem á eftir fylgir er með-
almennskan uppmáluð, nánast tímasóun.
Green Street Hooligans
(Hooligans)
Laugardagur 1.05. kl. 22:25 (RUV)
Bresk/bandarísk mynd sem var sýnd hér á
sínum tíma undir nafninu Hooligans. Athygl-
isverð þar sem hún fjallar um enska bolt-
ann sem allt snýst um í heimi hér. Segir af
ungum Bandaríkjamanni (Elijah Wood), sem
fer til Bretlands til að mannast og lendir í
fótboltabullugengi. Að vísu verða sinna-
skipti Wood aldrei trúverðug, til þess er
leikarinn alltof meinleysislegur, og ekki
hjálpar yfirborðslegt hlutverkið þar sem lítið
er gert til að útskýra umskipti mélkisunnar
sem lætur troða á sér í Harvard en gerist
síðan útkýldur ofbeldisseggur. Á hinn bóg-
inn eru félagar hans í genginu eins og
sprottnir úr gömlum fréttamyndum um það
ófélega fyrirbrigði, bullurnar, sem fylgja,
eða öllu frekar fylgdu öllum félögum, ekki
síst út úr fátækrahverfunum. Þetta er yf-
irleitt lítið brot stuðningsmannahópanna,
en sá sem gjarnan lætur mest á sér bera
og hefur oftsinnis komið óorði á klúbbana
sína. Forvitnilegur vinkill á ofurhetjuglans-
mynd boltans í sjónvarpinu. bbb
Myndir vikunnar
í sjónvarpi
Kvikmyndir