SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 13
2. maí 2010 13 hjálpa bönkunum að bjarga verðmæti lán- safna sinna og halda hátekjufólki í við- skiptum. Ég fæ ekki betur séð en að fé- lagsmálaráðuneytið hafi sett yfirstéttarhópa í skuldavandræðum í sér- stakan forgang í kerfinu.“ Ennþá töff að vera ríkur – Þekkirðu marga sem eiga í greiðslu- vanda? „Já, en ég þekki ekki marga sem eru til í að tala um það opinskátt. Það þykir nefni- lega ennþá svo töff að vera ríkur á Íslandi. Ég held að það auki enn meira á þjáningu þeirra sem eru farnir að eiga erfitt með að ná endum saman. Ég held að fólk sem á til dæmis erfitt með að halda uppi ákveðnum lífsgæðastandard fyrir börnin sín skamm- ist sín mjög mikið fyrir það.“ – Talað hefur verið um að heil kynslóð hafi orðið undir í bankahruninu; sú kyn- slóð sem er skuldsett vegna húsnæðis- kaupa og er á sama tíma að koma börnum á legg. Þú ert sjálfur í þessum hópi, með börn og húsnæðisskuldir. „Það má vel vera. Ég er kannski ekki í verstu málunum af öllum, en eftir að hafa kynnt mér úrræðin þá fæ ég sting í hjartað og óbragð í munninn og verður hugsað til alls þess fólks sem er að reyna að ala upp börn en er þó í miklu verri málum en ég, atvinnulega, félagslega o.s.frv. Að minnsta kosti er augljóst að öryggisnetið nær frek- ar til hátekjufólks en ekki þessa mikilvæga hóps. Það er vægast sagt spes.“ – Stundum er talað um að fólk hafi sjálft steypt sér í þessar skuldir og þurfi að bera ábyrgð á því. Finnst þér það sanngjarnt eða hefur orðið forsendubrestur? „Það er augljóst að það hefur orðið for- sendubrestur og jafnvel þótt sumt fólk hafi hegðað sér óskynsamlega þá afsakar það ekki að venjulegu fólki sé sökkt í botnlausar skuldir vegna þessa. Gæti ekki líka verið að eitthvað af skuldsetta há- tekjufólkinu, sem bankakerfið er nú með heimild félagsmálaráðherra til að umbuna, hafi hugsanlega komist í einhverrar skuldir vegna óábyrgrar hegðunar í góð- ærinu? Það sem er að gerast núna er einhver stærsta og ósanngjarnasta eignatilfærsla Íslandssögunnar. Fólk situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán, upphæðir sem því hefði aldrei dottið í hug að taka að láni. Á sama tíma hafa fjármagnseigendur notið 100% tryggingar innlána og menn með vafasama fortíð fá jafnvel fyrirgreiðslu frá ríkinu til að endurheimta drottnunarvald sitt yfir íslensku samfélagi. Hverskonar stjórnvöld eru það sem leyfa þessu að við- gangast? Norræn velferðarstjórn? Fé- lagshyggjustjórn? Það versta er að þótt stjórnmálamenn- irnir segi annað, þá hagar kerfið sér samt eins og vandi skuldara sé sjálfsprottinn – þeim sjálfum að kenna. Kerf- ið kemur fram við fólk í skuldavandræðum eins og fjáróreiðumenn á meðan vandi þeirra er í raun tilkom- inn vegna vanhæfra stjórn- málamanna, mistaka emb- ættismanna og ekki síst siðleysis og glæpa fyrrverandi eigenda og stjórnenda bank- anna. Ég þarf varla að fara nánar út í þá sögu.“ Þarf að grípa til neyðaraðgerða – Hvað leggurðu til? „Ég legg til að ríkisstjórnin viðurkenni mistökin og bregðist við með hraði. Hug- myndir félagsmálaráðherra um embætti umboðsmanns skuldara koma alltof seint fram. Það má ekki láta eins og hann sé ný- tekinn við í ráðuneytinu. Það voru hans mistök að bregðast ekki strax við. Ráð- herrann ætti auðvitað að viðurkenna mis- tök sín og stíga til hliðar án tafar. En auð- vitað er engin hefð fyrir því að viðurkenna mistök sín í íslenskum stjórnmálum. Hvað sem því líður þá skora ég á ríkis- stjórnina að grípa til neyðaraðgerða. Koma með alvöru úrræði og veita at- vinnulausum og þeim tekjulægstu forgang í kerfinu. Það hefur verið bent á ýmsar leiðir sem eru fljótlegri, m.a. í gegnum skattkerfið eða sérstakan gerðardóm. Talsmaður neytenda, Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri hafa lagt til ýmis úr- ræði sem stjórnvöld hafa ekki einu sinni haft fyrir að svara. Ég skora um leið á alla þingmenn, sérstaklega óbreytta þing- menn stjórnarliðsins sem verja stjórnina falli í nafni jafnréttis og velferðarmála, að setja þrýsting á ríkisstjórnina.“ Morgunblaðið/Golli ’ Ég legg til að rík- isstjórnin viðurkenni mis- tökin og bregðist við með hraði. 33 milljónir Sambýlisfólk með tvö börn og einn bíl. Þau eiga íbúð sem er metin á 30 milljónir á núvirði, en lánið á henni er upp á 40 milljónir. Verðmæti: 30 milljónir Lán: 40 milljónir 30 milljónir Þau vilja fara í greiðsluað- lögun sem lækkar höfuðstól lánsins í 110% af núvirði. (Við slíka breytingu er núvirði aldrei reiknað lægra en fasteignamat.) Ef það er hægt, verða 7 milljónir afskrifaðar. 7 milljónir Til að þetta gangi þurfa þau að ráða við greiðslubyrði af sem nemur 80% af markaðs- verðmæti íbúðarinnar, eða um 24 milljónum. 80% =24 Afborganir af 24 milljónum eru um 125.000 á mánuði. (Lægsta mögulega afborgun sem miðast við verðtryggt jafngreiðslulán.) til að sýna fram á að þau ráði við þá afborgun þurfa þau að standast greiðslumat.EN Framfærsla: 233.400 Bíll: 45.000 Rekstur húsnæðis: 74.600 Afborganir af láni: 125.000 Greiðslur af biðláni: 51.000 Samtals: 529.000 Upplýsingar fyrir greiðslumat Neysluviðmið frá Ráðgjafa- stofu plús 50% álag sem notað er við útreikning skuldaaðlögunar. Viðmiðunartölur notaðar við útreikning skuldaaðlögunar. Áætlaður rekstur reiknaður út frá tölum sem Hagstofa Íslands gefur út. Lágmark. Bætist við greiðslu- byrði eftir 3 ár. Sambýlisfólkið þyrfti því að vera með samanlagðar tekjur upp á minnsta kosti 530.000 eftir skatta á mánuði. Ef þau ná þeim tekjum komast þau í skuldaaðlögun bankanna og getur banka- kerfið afskrifað 7 milljónir af láninu. Þau byrja þá að borga af B-láninu, 9 milljónunum, eftir að hámarki þrjú ár. Ef þau ná þeim EKKI eða eru atvinnulaus, verða þau send til Ráðgjafastofu heimilanna þar sem þau sækja um sértæka greiðslu- aðlögun ríkisins. Það er margra mánaða ferli og ekki víst að niðurstaðan verði þeim í hag. ? 30 milljónir B-lán, 9 milljónir, sem er afborgunarlaust að hámarki í 3 ár Lánið skiptist í: A-lán, 24 milljónir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.