SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 52
52 2. maí 2010 Í haust verða 60 ár liðin frá því að bandaríska skáldkonan Edna St. Vin- cent Millay lést. „Og hver er Edna St. Vincent Millay?“ kann einhver að spyrja. Jú, hún var til dæmis fyrsta konan sem vann Pulitzer verðlaunin fyrir ljóðlist. Hún fæddist í Maine árið 1892 og það má segja að frægðarferill hennar hafi byrjað þegar hún orti hið frábæra ljóð Renas- cence, ekki orðin tvítug. Hún varð þekkt fyrir lýrísk ljóð sín og óhefðbundinn lífsstíl, en hún átti í ástarsambandi við konur og karla og var í opnu hjónabandi í 26 ár. Millay lést í október 1950, hafði hrasað nið- ur stiga og látist í fallinu. Ég velti því fyrir mér hvort feilspor Millay hafi ekki aðeins valdið ótímabærum dauða þessarar frábæru skáldkonu, heldur orðið til þess að hún hefur ekki hlotið þá viðurkenningu sem henni ber. Ég bar upp þá hugmynd við nokkra kennara í háskólanum fyrir nokkrum árum að skrifa BA-ritgerð um þemu í ljóðum Millay. Einn þeirra þekkti til skáldkon- unnar en var ekki kunnugur verkum henn- ar, annar kannaðist við nafnið en tveir komu af fjöllum. Það er ekki við þá að sakast, það er ómögulegt að kannast við hvert einasta ljóðskáld, jafnvel þó það hafi getið sér gott orð einhvern tímann, einhvers staðar. Mér varð hins vegar hugsað aft- ur til Millay þegar ég var að glugga í Ariel eftir Sylviu Plath um daginn. Það geri ég reglulega af því að ég hef aldrei náð teng- ingu við ljóð hennar en athuga annað slagið hvort það hafi breyst. Svo var ekki. Það hvarflaði síðan að mér að kannski væri Plath einfaldlega ekki jafn frábært skáld og umfjöllunin um hana virðist gefa til kynna. Um Millay hafa verið skrifaðar tvær ævi- sögur svo ég viti, en um ævi Plath hafa ver- ið skrifuð ógrynni af ævisögum, pistlum og blaðagreinum. Nú er ég ekki að segja að Plath sé ekkert nema tískufyrirbæri, en maður veltir því óneitanlega fyrir sér hversu stóran þátt sjálfsmorðið og dramatískur persónuleik- inn eigi í vinsældum hennar. Meira að segja dóttir hennar, Frieda Hughes, viðurkennir að hafa velt því fyrir sér hvort mamma hennar hefði orðið eins virt ef hún hefði ekki stungið höfðinu í ofninn. Sálfræðingurinn James C. Kaufman þyk- ist viss um að kvenkyns skáldkonur séu líklegri til að þjást af andlegum sjúkdómum en aðrir rithöfundar. En er þetta ekki bara öfugsnúið hjá honum? Það er athyglisvert að fara yfir nokkur þekktustu nöfn kven- höfunda í huganum; Plath, Anne Sexton, Emily Brontë, Emily Dickinson, Iris Mur- doch og svona mætti áfram telja. Andlegir sjúkdómar, líkamlegir sjúkdómar, drama- tískar skapsveiflur og umdeildir dauðdagar. Kannski var ekki nóg fyrir Millay að vera tvíkynhneigð og detta niður stigann. Þurfa konur að vera brotnar og bilaðar til að vera nægilega athyglisverðar? Brotnar og bilaðar Orðanna hljóðan Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is ’ Kannski var ekki nóg fyrir Millay að vera tvíkynhneigð og detta niður stigann. Þ á fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá syni sína, vafði þá reifum og lagði í jötu. Þann fyrri nefndi hún Jesú, en hinn síðari Krist. Hugsjónamaðurinn hreinlyndi og sið- blindi tækifærissinninn Nokkurn veginn þannig hljóðar frásögn Philips Pullmans í bókinni The Good Man Jesus and the Scoundrel Christ sem snara má sem Jesú góði og Kristur vondi. Í bókinni er Jesú hugsjónamað- urinn hreinlyndi og Kristur sá sem sér viðskiptatækifæri í öllu saman, nett sið- blindur tækifærissinni – annar höfundur trúarinnar en hinn höfundur kirkj- unnar. Pullman hefur verið umdeildur frá því þríleikurinn um myrku öflin kom út, bækurnar Gyllti áttavitinn, Skuggasjón- aukinn og Lúmski hnífurinn. Í þeim bókum glímir fólk við alræði kirkju sem svífst einskis til að tryggja völd sín, drepur og svíkur og kúgar – svona líkt eins og kaþólska kirkjan fyrstu sautjánhundruð starfsárin eða svo. Trú- menn hafa líka margir fett fingur út í skrif Pullmans, kvarta yfir því að hann sé að ósekju að gagnrýna trú fyrir fram- ferði stofnana, en efahyggjumenn og trúlausir hafa fagnað þeim og nefna þær þá iðulega sem svar við trúaráróðri í Narníu-bókum C.S. Lewis. Ekki er þó öllum trúmönnum upp- sigað við Pullman, því sumir kennimenn og -konur hafa tekið því vel að rætt sé um kristna trú og grundvöll hennar, þar á meðal Rowan Williams, erkibiskupinn af Kantaraborg, sem hvatt hefur til þess að bækurnar séu notaðar við kennslu. Hugmyndin að þessari nýju bók Pull- mans kviknaði einmitt í samtali hans við Williams. Eins og hann segir frá í viðtali í breska blaðinu Guardian hittust þeir í umræðum í Þjóðarleikhús Breta og þá spurði Williams hann af hverju hann hefði ekki fjallað um Jesú í bók sinni. Pullman segist hafa lítið velt því fyrir sér. Ekki löngu síðar sá hann svo fyrir sér þar sem tveir menn deila í eyðimörk, annar Jesú og hinn freistarinn, en ekki þessi hefðbundni freistari sem leiða vill Jesú í syndina, heldur náungi með skipulagsgáfu sem vill gera trúarhreyf- inguna sýnilegri og varanlegri. Uppúr þessu spratt síðan bókin um þá bræður Jesú og Krist. Sá sem Jesú sem Pullman skapar er hrífandi hugsjónamaður og fullur af eld- móði. Hann er þó ekki innblásinn af heilögum anda, heldur elskar heiminn og mannkyn allt. Hann efast um guð- dóminn og tilgang hans, trúir ekki á guð sem skiptir kjörum manna á svo órétt- látan hátt og undir það síðasta hafnar hann guði algerlega. Kristur svíkur Jesú Kristur er annars eðlis og í raun höf- undur hugmyndarinnar um guð- dómlegan uppruna Jesú, enda er hann skrásetjarinn og fyrir hans tilstilli verða atvik að kraftaverkum þegar nærtækari skýring væri múgsefjun eða tilviljun. (Þess má geta hér að þegar drengirnir eru litlir fremur Jesú óknytti, en Kristur einskonar kraftaverk.) Kristur sér fyrir sér skipulagða trú og máttuga kirkju og þegar hann svíkur bróður sinn í dauð- ann er það gert til þess að úr verði písla- vottur sem hann getur svo leyst af, þóst vera Jesú, enda man enginn eftir Kristi þegar hér er komið sögu. Guðlegar verur koma lítið við sögu í þessari píkaresku sögu og þannig er engillinn bara eðlunarfús þrjótur sem nýtir sér trúgirni Maríu til að liggja hana þegar Jósep er fjarri – eða hvað? Kannski langar Maríu bara í smá fjör. (Samkvæmt Pullman var hún tólf ára þegar hún var gefin Jósef, sem var þá miðaldra, og sextán ára þegar maður lagðist á glugga hjá henni og skjallaði fyrir fegurð: „Til þess að hræða hana ekki hafði hann tekið á sig ásýnd ungs manns líkt og þeirra sem ræddu við hana við brunninn.“ Við sögu í bókinni kemur reyndar ein vera sem gæti verið engill, því Kristi birtist maður sem fær hann til að skrifa það hjá sér sem Jesú segir og gerir og til að færa í stílinn svo textinn verði læsi- legri. Af samhengi sögunnar finnst manni sem þetta gæti hugsanlega verið útsendari öldunga gyðinga eða róm- verska setuliðsins, en svo gæti þetta svosem líka verið útsendari Guðs – hann hefur nú annað eins á samviskunni. Breski rithöfundurinn Philip Pullman hefur lítið dálæti á kaþólsku kirkjunni og kirkjum yfirleitt. Ljósmynd/Rolf Marriot Jesú og Kristur Í nýrri bók skrifar Philip Pullman nýja testamentið upp á nýtt og úr verður beitt gagnrýni á skipuleg trúarbrögð og þá út- gáfu af kristni sem kirkjan boðar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.