SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 20
20 2. maí 2010 G læný fimmtíu mínútna heim- ildarmynd íslenska fyrirtæk- isins Profilm var frumsýnd á besta útsendingartíma þeirrar heimskunnu, bandarísku sjónvarps- stöðvar National Geographic á fimmtu- dagskvöldið. Hið merkilega er að myndin er að miklu leyti um eldgosið í Eyja- fjallajökli og áhrif þess, en gosið hófst sem kunnugt er fyrir einungis rúmum tveimur vikum. Fyrirhugað efni er ekki tekið á dagskrá slíkrar gæðastöðvar með svo skömmum fyrirvara vegna hvers sem er, en nánast um leið og gosið hófst með alkunnum af- leiðingum fyrir flugumferð víða um heim, ákváðu forráðamenn National Geographic að slá til og koma þessu glóð- volga efni fyrir sjónir Bandaríkjamanna eins skjótt og mögulegt væri. „Þeir sögð- ust vilja setja myndina á dagskrá eftir 13 daga!“ sagði Anna Dís Ólafsdóttir, yf- irframleiðandi Profilm, við Morg- unblaðið á fimmtudaginn, þar sem hún og Jóhann Sigfússon leikstjóri unnu að lokafrágangi myndarinnar í Salt Lake City í Utah-ríki. Frumsýna átti myndina í öðrum enskumælandi löndum degi eftir sýningu á bandarísku stöðinni, hún verður sýnd í Skandinavíu um miðjan maí og fljótlega á öðrum málsvæðum. Hröð handtök „Við fylgdumst með jarðskjálftavirkninni síðustu vikurnar áður en gosið í Fimm- vörðuhálsi hófst [seint í mars], söfnuðum miklu myndefni og tókum viðtöl við vís- indamenn. Við létum þá hjá National Geographic vita að töluverðar líkur væru á því að eitthvað gerðist og þeir voru mjög spenntir. Við sendum þeim myndir frá Fimmvörðuhálsi eftir að gosið hófst þar og þeir vildu ólmir fylgjast með,“ segir Anna Dís. Um leið og byrjaði að gjósa í Eyja- fjallajökli með alkunnum truflunum á flugumferð víða um heim voru forkólfar sjónvarpsstöðvarinnar fljótir að ákveða sig. „Okkur óraði ekki fyrir því, þegar við tókum fyrsta viðtalið við Magnús Tuma [Guðmundsson jarðfræðing] tveimur vikum fyrir gosið að búið yrði að frum- sýna heimildarmyndina nokkrum vikum seinna!“ segir Anna Dís. „Þungamiðjan er öll sú truflun sem varð á flugi. Myndin hefði væntanlega ekki verið gerð nema vegna þess hve mikil áhrif gosið hafði á daglegt líf fólks að því leyti,“ segir Jóhann. Flug hefur ekki farið jafn mikið úr skorðum síðan hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Starfsmenn Profilm eru fimm; Hinrik Ólafsson, Gunnar Konráðsson og Ög- mundur Sigfússon auk Önnu Dísar og Jó- hanns. Sigtryggur Baldursson vann að nýju myndinni með þeim sem hljóð- maður. Nóg hefur verið að gera und- anfarið og Anna segir miklu máli skipta að hópurinn sé samheldinn. Ætluðu að klára í september... „Við byrjuðum að vinna myndina með það í huga að klára hana í september, en þegar þeir hjá National Geographic sáu efnið og vildu fá hana strax urðum við auðvitað við því. Það er líklega dálítið ís- lenskt; við kýldum bara á það!“ segir Jó- hann. „Það nýtist okkur vel að vera með stóran myndabanka um Ísland. Við eig- um myndir af nánast hvaða eldfjalli, hrauni eða bæjarfélagi sem er á Íslandi. Það gerir það líka að verkum að við get- um gert myndina á svona stuttum tíma.“ Hópurinn frá Profilm var við öllu bú- inn. „Við vorum fyrsta fólkið sem komst á jökulinn eftir að gosið hófst; vorum komin þangað með þyrlu mjög fljótlega,“ segir Anna Dís. Unnið var baki brotnu heima á Íslandi dögum saman en í síðustu viku voru þau Jóhann drifin vestur um haf með sólar- hrings fyrirvara til þess að ljúka end- anlega við myndina; klippa hana til og ljúka hljóðvinnslu. Það var gert hjá sam- starfsfyrirtæki þeirra í Salt Lake City. „Hér hafa þrír klipparar unnið allan sólarhringinn við að klára þann þátt, grafískir hönnuðir og fleiri. Þetta var bú- ið fyrir tveimur klukkutímum, myndin Góð land- kynning til lengri tíma Óhætt er að segja að íslensk heimildarmynd sem frumsýnd var á bandarísku sjónvarpsstöðinni National Geographic á fimmtudagskvöldið sé glóðvolg. Hún fjallar um gosið í Eyjafjallajökli. Við Fimmvörðuháls að kvöldlagi skömmu áður en gosinu þar lauk. „Fólk var þá farið að hætta sér dálítið Eldgosið Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ljósmyndir/Gunnar Konráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.