SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 11
2. maí 2010 11
SÍMI 551 1200 LEIKHUSID.IS
„Mikið rosalega held ég
að Ingvari E. Sigurðssyni
finnist gaman að leika
Jón Hreggviðsson.“
Mbl, GSB
Fbl, EB
„Þjóðleikhúsið heldur upp á sextugsafmæli sitt með glæsilegustu veislu
sem við höfum lengi setið, frábærri nýrri og frumlegri túlkun á Gerplu og
svipmikilli og skemmtilegri útfærslu á Íslandsklukkunni.“ TMM, SA
SMÁRÉTTIR
Í HLÉI AÐ HÆTTI
SIGGA HALL
Pantaðu í miðasölunni
AÐEINS 1.500 kr.
Tryggðu þér miða á fyrstu sýningar! ATH. Sýningar hefjast kl. 19.00
Fös 14/5 kl. 19:00 U
Mið 19/5 kl. 19:00 U
Fös 21/5 kl. 19:00 U
Lau 22/5 kl. 19:00 U
Sun 30/5 kl. 19:00 U
Lau 1/5 kl. 19:00 U
Fös 7/5 kl. 19:00 U
Lau 8/5 kl. 19:00 U
Mið 12/5 kl. 19:00 U
Fim 13/5 kl. 19:00 Ö
Fim 3/6 kl. 19:00 U
Fös 4/6 kl. 19:00 Ö
Lau 5/6 kl. 19:00 Ö
Fös 11/6 kl. 19:00 Ö
Lau 12/6 kl. 19:00
Stangveiði
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í
fyrsta kasti í Holuna var
rifið kröftuglega í flug-
una og þegar ég lyfti
stönginni sveif silfraður
fiskur upp úr hylnum. Hann
stökk ekki einu sinni heldur
fjórum sinnum. Smám saman
tókst mér að lempa sjóbirting-
inn að landi og skömmu síðar
synti 55 cm geldfiskurinn,
feitur og pattaralegur, eflaust
ein fimm pund að þyngd, aft-
ur út í ána. Flugan sveif í ann-
að sinn yfir hylinn og var
varla sokkin þegar aftur var
rifið í hana, að þessu sinni um
tveggja punda hrygnd hrygna
sem einnig fékk frelsið. Þegar
þriðja og fjórða kast vöktu
engin viðbrögð í djúpinu tók
ég að fyllast efasemdum; var
takan dottin niður? Það var þó
engin ástæða til að örvænta
því í fimmta kasti var tekið
þungt í Black Ghost-straum-
fluguna. Þetta var líka þungur
fiskur. Ég togaðist lengi á við
birtinginn sem þumbaðist
fram og aftur í Holunni og
sveigði stífa stöngina hressi-
lega. Ég var farinn að líta í
kringum mig og leita að veiði-
félögunum sem voru vænt-
anlegir á hverri stundu. En
lómur og tvær lóur voru einu
vitnin að því þegar 80 cm
löngum hængnum var loks
landað; eftir mælingu kvaddi
hann með pirringslegri sporð-
sveiflu sem jós vatni framan í
mig. Svona byrjaði veiðisum-
arið.
Rykugir tjaldar og birtingar
Sökum anna hefur hugurinn
furðu lítið hvarflað að veiði í
vor. En þegar tækifærið gafst í
vikunni að skjótast austur í
draumalendur sjóbirtingins
funaði veiðihugurinn upp.
Leiðin lá undir öskuskýið frá
Eyjafjallajökli og vissulega var
sjónarspilið glæsilegt á Suður-
landi, með gosstrókinn fyrir
augum. Gamanið kárnaði þó
undir Eyjafjöllum, þar sem
stífur vindur þyrlaði ljósbrúnu
öskurykinu um allt. Tryggð
tjaldaparsins við heimahagana
var aðdáunarverð, þar sem
þeir kúrðu sig niður í sótugum
vegkantinum við Þorvaldseyri,
rykugir og rauðeygðir.
Gosið hamlaði vorveiði-
mönnum för austur í sveitir í
nokkra daga en eftir að veg-
urinn var opnaður að nýju
hafa borist fregnir af góðri
veiði; mok í Steinsmýrar-
vötnum, boltafiskum hanpað í
Tungufljóti og víst hefur það
einnig verið gott í Geirlandsá
og í Vatnamótum. Og í Tungu-
læk. Það sannreyndi ég á
þessum tveimur tímum sem
ég náði að kasta í þá góðu
veiðiá um kvöldið. Það var í
Holunni sem ég landaði þess-
um þremur áður en félagarnir
mættu. Áður en við hættum
hafði ég haft hendur á tveimur
til og félagarnir fengu líka
nokkra, á bilinu 45 til 80 cm
langa.
Daginn eftir fannst okkur
sumarið vera komið. Hitinn
lyfti sér upp í níu gráður;
þegar mildum skúrunum létti
blasti dýrð Vatnajökuls við. Og
fiskarnir héldu áfram að taka,
af og til. Við köstuðum víða og
yfirferðin skilaði árangri.
Saman fengum við þrír um 30
birtinga og eina bleikju, á um
fimm eða sex tímum. Það er
ekki slæmt. Að standa á bakk-
anum með flugustöng í hendi,
kasta vonglaður fyrir þennan
kröftuga fisk, hlýða á köll
lómsins og fylgjast með flotum
farfugla mæta til landsins. Nei,
það er ekki slæmt.
Eitt sem við ræddum við
Tungulæk þennan morgun er
hvort það skiptir nokkru máli
að skipta um flugu; hvort
fiskurinn taki ekki þá flugu
sem berst að honum þegar
hann er í stuði til að taka. Fé-
lagi minn var sannfærður um
að svo væri. Eftir að hafa veitt
síðasta hylinn í ferðinni er ég
ekki viss. Í veiðistað sem kall-
ast Gussi var greinilega tals-
vert af fiski. Ég byrjaði með
svartan Nobbler á taumnum
og veiddi mig niður um tíu
metra langa breiðu. Í fyrstu
umferð vakti flugan sífellt
viðbrögð. Ég landaði tveimur
fjögurra punda fiskum og fékk
allnokkur högg til. Þá fór ég
aðra umferð með sömu flugu –
án þess að verða var. Þá skipti
ég, setti Black Ghost undir og
aftur varð allt vitlaust; ég setti
í einn og landaði og missti tvo
aðra. Í næstu umferð með
sömu flugu gerðist ekkert. Ég
klippti hana af taumnum og
leyfði mér að draga þá ályktun
að eftir að hafa séð fluguna
einu sinni misstu fiskarnir
áhugann á henni. Eflaust
kemst ég að einhverju öðru í
næstu ferð. En veiðitímabilið
er svo sannarlega hafið.
Svona byrjaði veiðisumarið
Þarna tók hann! Vænn sjóbirtingur
stekkur í veiðistaðnum Eykon í
Tungulæk.
Morgunblaðið/Einar Falur