SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 39
2. maí 2010 39 Í raun búum við fjölskyldan í Sandnes, sem er bær samvaxinn Stafangri. Báðir þessir bæir tilheyra fylkinu Rogalandi í Noregi. Sandnes er í Suðvestur-Noregi og er áttundi stærsti bær Nor- egs. Hér búa tæplega 70 þúsund manns og er bærinn nokkurn veginn tvöfalt minni en Stafangur. Þegar við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um ári höfðum við aldrei heyrt bæinn Sandnes nefndan á nafn, þrátt fyrir að hafa búið í Osló um fimm ára skeið. Í kringum 1960 var Stafangurssvæðið eitt fátækasta svæðið í Nor- egi og var helst þekkt fyrir framleiðslu niðursuðudósa og DBS- reiðhjóla. Mikil stakkaskipti urðu þegar olía fannst í vinnanlegu magni í Norðursjó og allt frá þeim tíma hefur Stafangur verið mið- punktur olíuvinnslu og verslunar í Noregi. Hér eru höfuðstöðvar Statoil, stærsta olíufyrirtækis Norðmanna, sem er að mestu í eigu norska ríkisins. Einnig hafa mörg af stærstu olíufyrirtækjum heims hér aðstöðu. Olían skipar stóran sess á Stafangurssvæðinu og stór hluti íbúa hér vinnur hjá olíu- fyrirtækjunum eða við þjónustu tengda þeim. Hér er þó einnig stund- aður mikill landbún- aður og þá aðallega á flatlendi sem ber nafnið „Jæren“. Það svæði er eitt gjöfulasta landbún- aðarsvæði Noregs. Náttúra Vestur- Noregs er á margan hátt frábrugðin þeirri trjávöxnu Skandinavíu sem liggur milli höf- uðborga Noregs og Svíþjóðar. Hér er víð- áttan meiri og nátt- úrufyrirbærin sýni- legri. Stórbrotnir firðir, sem mótuðust á síðustu ísöld, eru að- dráttarafl fjölda ferða- manna. Í Rogalandi er helst að nefna Predikunarstólinn, „Preikesto- len“, „Lysefjorden“ og „Kerag“ sem toga í náttúruþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum. Langar, hvítar sandstrendur fyrir sunn- an Stafangur eru einnig vinsæl útivistarsvæði heimamanna og ferða- manna yfir sumarmánuðina. Auk þess setja steinhlaðnir veggir á milli beitarhólfa skemmtilegan blæ þegar ekið er um sveitir svæð- isins, steinar sem jöklar síðustu ísaldar mótuðu og urðu eftir er jökl- arnir hopuðu og hurfu að lokum. Uppgangur síðastliðinna áratuga hefur gert það að verkum að fólksfjölgun á svæðinu hefur verið mikil. Þetta er það svæði Noregs sem hefur vaxið hraðast síðastliðna áratugi. Hér heyrir maður mál- lýskur frá flestum svæðum Noregs en auk þess er mikið um erlent vinnuafl, bæði í formi farandverkamanna og nýbúa. Í Noregi hefur sú skólastefna verið við lýði að styðja svæði í því að viðhalda sínum mállýskum í stað þess að nota skólakerfið til þess að úthýsa þeim eins og víða þekkist. Þetta hefur leitt til þess að mállýskur staðbund- inna svæða hafa haldist milli kynslóða. Það getur því reynt mikið á aðlögunarhæfni aðfluttra að fylgjast með umræðunni á kaffistofunni. Stafangurssvæðið tengist búsetuflutningi norrænna manna til Ís- lands. Það var við Hafrsfjord árið 872 sem Haraldur hárfagri innlim- aði Vestur-Noreg í ríkidæmi sitt. Minnismerkið „Sverð í steini“ var reist um þann mikla bardaga árið 1983. Í Stafangri er einnig elsta dómkirkja Noregs, sem byggð var á árunum 1100-1150. Endurbætur voru unnar á kirkjunni á 14. öld og hefur hún varðveist svo til óbreytt síðan. Kirkjan stendur í miðbæ Stafangurs. Íslendingar hafa lengi búið í Stafangri og hefur þeim fjölgað eftir bankahrunið á Íslandi. Þess má til gamans geta að fjöldi þátttakenda á síðasta þorrablóti Íslendingafélagsins tvöfaldaðist á milli ára. Norðmenn virðast kunna vel við hið nýja vinnuafl frá Sagaøya eins og þeir kalla oft Ísland. Helsta fótboltaliðið í Stafangri, Viking FK, hefur þegar tryggt sér starfskrafta þriggja fótafimra Íslendinga fyrir komandi tímabil. Ingi Fjalar Magnússon Póstkort frá Stafangri Ingi Fjalar Magnússon á bjargbrúnni. ’ Náttúra Vestur-Nor- egs er á margan hátt frábrugðin þeirri trjá- vöxnu Skandinavíu sem liggur milli höfuðborga Nor- egs og Svíþjóðar. Hér er víð- áttan meiri og náttúrufyr- irbærin sýnilegri. Börn að leik við nýju tjöldin frá Seglagerðinni Ægi sem Björgvin Barðdal og Jónas Björnsson komu fyrir. Haítí á dögunum og kom heim í vikulokin. „Sjálft verkefnið okkar gengur dásamlega; þarna er verið að bjarga 50 mannslífum, börnum sem koma úr mismunandi áttum en lifa nú saman eins og ein fjölskylda,“ segir Pétur. Börnin eru á aldrinum 6-10 ára og misstu öll foreldra sína í jarðskjálft- anum. Tugur kvenna gengur þeim í móður stað, ef svo má segja; hver og ein hefur umsjón með fimm börnum. „Við erum með mörg önnur verkefni í gangi á Haítí og vel hefur komið í ljós hve miklu öflugt sjálfboðaliðastarf getur skil- að. Hlutirnir gerast hraðar hjá okkur en samtökum með mikla yfirbyggingu,“ seg- ir Pétur við Morgunblaðið. Hann segir gíf- urlega fjármuni hafa safnast vegna hjálp- arstarfs á Haítí en lítið sé farið að skila sér í raunverulegri aðstoð. Fólk sem hann hafi rætt við ytra á dögunum tali mikið um það hve hægt gangi. Pétur lýsir yfir gríðarlegri ánægju með hve mikið Íslendingar hafi látið af hendi rakna vegna starfsins á Haítí, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, án þess að það hafi farið hátt, en „við gætum þegið miklu fleiri fjárstyrki. Verkefnin eru næg.“ Banka- númer Húmanistafélags Ís- lands er 313-26-48980 og kennitalan 480980-0349. Vert er að geta þess að auk barnanna sem áður eru nefnd styrkja Íslendingar önnur 50 á öðrum sem og nokkur hundr- uð fjölskyldur, sem þeir útvega matvæli, byggingarefni og ýmisleg verkfæri. ’ Vel hefur komið í ljós hve miklu öflugt sjálf- boðaliðastarf get- ur skilað. Þeir Bergur unnu á ýmsum stöðum, til að mynda á sjúkrahúsum og í kirkjum. Og það var nóg að gera. „Fólk kom til að láta kíkja á bæði sjálft sig og börnin. Margir voru slæmir í hálsi og öxlum og á sumum sjúkrahúsunum þar sem margir banda- rískir læknar voru við störf og gjarnan enduðum við á því að skoða læknana sjálfa; þeir voru orðnir mjög stífir í bakinu vegna brjálaðs álags.“ Streita er afar áberandi á þeim stöðum sem þeir fóru til, segir Bergur og af þeim sökum stífnar fólk upp. „Margir vildu því koma og ekki þurfti að auglýsa að von væri á okkur. Þegar fólk sá okkur koma varð strax brjálað að gera. Ég man að á einum stað kom fyrst 10 ára stelpa til okk- ar og kom svo með alla fjölskylduna á eft- ir, vegna þess að hún fann strax hvað henni leið miklu betur.“ Bergur segir afskaplega ánægður með hafa farið og lagt sitt af mörkum. „Við höfum lent illa í því hér heima en það er hollt fyrir mann að fara þarna niður eftir og skynja hvað alvöru ham- farir eru.“ Bergur segir marga búa við slæmar aðstæður á því svæði sem hann heimsótti. „Við vorum oft undrandi á því hve margir komust fyrir á hverj- um stað. Í einni fjölskyldunni voru 22 börn en sex rúm. Þegar við sáum það gáfu allir í hópnum pening og keypt voru rúm handa þeim sem vantaði.“ Húsið var reyndar ekki nógu stórt – en hópurinn tók sig til og byggði við það til að rúmin kæmust fyrir. Bergur segir það hafa verið einfalda smíð, en í anda þess sem fyrir var og allir verið ánægðir. Starf Bergs og hinna kírópraktoranna vakti mikla athygli hvar sem þeir komu. ’ Enduðum gjarnan á því að skoða læknana sjálfa; þeir voru orðnir mjög stífir í bakinu vegna brjálaðs álags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.