SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 6
6 2. maí 2010 Ivica Olić var í haust fenginn til Bayern frá Hamborg þar sem hann var með lausan samning og stuðningsmenn HSV, sem fylgdust með því hvernig hann gaf allt sitt í hverjum leik, botna enn ekki í því hvers vegna hann var látinn fara. Til Hamborgar kom hann frá ZSKA Moskvu. Olić er þrítugur að aldri og hefur leikið með átta liðum á undanförnum 16 árum. Fyrst lék hann fyrir Marsonia, sem er í fæðingarbæ hans, Davor, tvö þús- und manna bæ skammt frá Zagreb. 1998 til 2000 var hann hjá Herthu í Berlín, en sneri aftur til Marsonia. 2001 fór hann til NK Zagreb, skoraði 21 mark í 28 leikjum og liðið varð deildarmeistari 2002. Næsta ár var hann í herbúðum Dinamo Zagreb og aftur varð hann meistari. Síðan var förinni heitið til Moskvu þar sem hann varð þrívegis deildarmeistari, bik- armeistari tvisvar, ofurbikarmeistari tvisvar og sigurvegari í UEFA- keppninni einu sinni. Farandverkamaður á fótboltavellinum Reuters Ivica Olić hjá Bayern slær Manchester United út á Old Trafford. Þ að orð hefur ekki farið af Ivica Olić að hann leiki leiftrandi knattspyrnu. Hann er frekar talinn fót- gönguliði en einn af æðstu lista- mönnum hinnar göfugu íþróttar. Hans kostir eru þrautseigja og vinnusemi og þeir eru sjaldnast efni í uppslátt og æpandi fyrirsagnir. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður lengur horft fram hjá hinum lúsiðna, hljóðláta Króata, hvað sem líður stjörnum Bayern á borð við Frakkann Frank Ribéry og Hollend- inginn Arjen Robben. Dregur vagninn upp úr svaðinu Hvað eftir annað hefur Olić skorað lykilmörk fyrir Bæjara og hann er á stóran þátt í því að liðið er komið í úrslit í meistarakeppni Evrópu. Olić var ekki lykilmaður í áætl- unum Bæjara í fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Hann átti að vera fjórði kostur á eftir sóknarmönn- unum Mario Gomez, Miroslav Klose og Luca Toni. En það fór á annan veg. Meiðsli og aðrir þættir urðu þess valdandi að hann fékk hvað eftir annað tækifæri og það hefur hann nýtt sér svo um munar. Münchenarblaðið Süddeutsche Zeitung kallaði hann í nóvember þegar Bæjarar voru í tómum vand- ræðum „knattspyrnumann augna- bliksins, manninn, sem gæti dregið vagninn upp úr svaðinu“. Þessi orð virðast ætla að rætast. Bæjarar eru efstir í deildinni um þessar mundir og gætu hæglega orðið meistarar. Olić veitti þeim neistann. Robben og Olić hafa verið menn- irnir á bak við velgengni Bayern í meistaradeildinni. Þegar Robben skorar er eins og lögmál eðlisfræð- innar hafi verið numin úr gildi. Olić flækir ekki málin, hjá honum er einfalda leiðin áhrifaríkust. Hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Haifa í riðlakeppninni. Þegar mögu- leikar Bayern virtust úti í viðureign- inni gegn Juventus Torino laumaði Króatinn inn marki. Í fyrri leiknum gegn Manchester United var staðan jöfn, 1-1, þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þá stal Olić boltanum af Patrice Evra og setti hann fram hjá Edwin van der Sar í Markinu, 2-1. Í seinni leiknum voru Bæjarar komnir 3-0 undir á Old Trafford þegar Olić tókst með harð- fylgi að vinna boltann í vítateig Man- chester United og skora úr þröngu færi. Síðar í leiknum skoraði Robben eitt af sínum undramörkum og Bæj- arar komust áfram þrátt fyrir 3-2 tap á mörkum skoruðum á útivelli. Í undanúrslitunum var Lyon and- stæðingur Bæjara og reyndist auð- veld bráð. Í seinni leiknum skoraði Olić fullkomna þrennu – með vinstra fæti, hægra fæti og skalla – og sam- anlagt sigruðu Bæjarar 4-0. Þegar Olić skoraði skallamarkið mátti sjá að blæddi úr höfði hans. Þegar lækn- ir Bayern ætlaði að líta á sárið ýtti hann honum frá sér og vildi greini- lega ekki fara af velli. „Ég vildi ekki fara út af vegna þess að ég hafði á til- finningunni að ég gæti skorað nokk- ur mörk í viðbót,“ sagði hann eftir leikinn. Aðeins einn leikmaður hefur áður skorað þrennu í undanúrslitum í meistaradeildinni, Alessandro Del Piero fyrir Juventus gegn Monaco 1998. Leikmaðurinn næstur markinu „Því miður, en hann skoraði mörkin af því að hann var leikmaðurinn næstur markinu,“ var haft eftir Louis van Gaal, þjálfara Bayern, sem getur verið ákaflega spar á hrósið, eftir leikinn. En þó tókst fótboltablaðinu Kicker að lokka hrós af vörum þjálf- arans: „Þrjú mörk, það er frábært. Olić lék frábærlega.“ Sjálfur átti Olić, sem venjulega er fljótur að forða sér í faðm fjölskyld- unnar eftir leiki, ekki í vandræðum með að tjá sig eftir leikinn í Lyon: „Þetta er fegursti dagur lífs míns!“ Með þrennunni er Olić kominn í sjö mörk í meistarakeppninni, aðeins einu marki á eftir Messi, sem er úr leik. Olić fær hins vegar tækifæri til að kóróna frábært tímabil þegar Bay- ern mætir lærisveinum hins hógværa og lítilláta Josés Morinhos í Inter Mílanó á Bernabeau leikvanginum í Madríd 22. maí. Þrautseigur og þindarlaus Króatinn Ivica Olić er neistinn í fótboltaliði Bayern München Ivica Olić fagnar marki gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Nú er þessi ljóti and- arungi fegursti svanur Bæjara,“ sagði í spænska blaðinu Sport um frammistöðu Ivica Olić gegn Lyon. Ítalska blaðið Corriere dello Sport sagði að hann væri „óstöðvandi“ og Times í London sagði að Olić með sinn „sam- anrekna líkama, vinnu- semi og ósérhlífni eins og útgáfa Balkansakag- ans af Carlosi Tevez“. Fegursti svanur Bæjara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.