SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 45
Xiang „Angelo“ Yu lýsir ferðahremmingum sínum eftir að hann tepptist á Íslandi í samtali á heimasíðu skóla síns í Boston, New England Conserva- tory of Music: „Svo vildi til að sjálfboðaliði við keppnina þekkti mann á Ís- landi, sem reyndist hafa verið sendiherra bæði í Kína og Noregi. Ég hafði samband við hann og hann keyrði mig heim til sín.“ Hann var eiginlega orðinn úrkula vonar um að komast í keppnina. Þá kom í ljós að fljúga átti til Þrándheims. Flugið var fullbókað, en „flugstjórinn reyndist vera góður vinur dóttur sendiherrans“. Yu fékk að sitja í flugstjórnarklefanum á leið- inni til Noregs. Þar tók við tíu tíma rútuferð til Óslóar. Klukkan var fimm um morgun þegar þangað var komið, Yu lagði sig í þrjá tíma og fór síðan í keppnina: „Allt fólkið í keppninni kallaði mig „Íslandsdrenginn.“ Svo fór að ég náði í fyrstu umferðina og var síðasti flytjandi dagsins.“ Íslandsdrengurinn E ldgosið í Mýrdalsjökli hefur breytt ferða- áætlunum tugþúsunda ferðalanga og valdið mörgum óþægindum en stund- um hefur allt farið á besta veg þrátt fyrir tafir. Að morgni laugardagsins 17. apríl var hringt til mín frá Osló. Í símanum var kunningjakona okkar hjóna, Kari Tybring- Gjedde. Erindi hennar var að biðja mig um að liðsinna ungum kínverskum pilti, sem væri strandaglópur í Reykjavík vegna truflana á flugi af völdum eld- gossins. Hún sagði, að pilturinn væri á leið frá Boston til Oslóar til að taka þátt í alþjóðlegu Ye- hudi Menuhin-tónlistarkeppn- inni fyrir unga fiðluleikara, en hún hefur verið haldin annað hvert ár frá 1983 og er ein virt- asta keppni ungra fiðluleikara í veröldinni. Kari Tybring- Gjedde starfaði sem sjálfboðaliði við undirbúning keppninnar. Hún sagði að ef pilturinn næði ekki til Osló fyrir hádegi á mánudag væri hann búinn að missa af keppninni, en þegar var búið að fresta henni um einn dag vegna truflana á flugi. Ég lofaði að gera hvað ég gæti, en sagði henni jafnframt, að það liti ekki vel út með flug. Sótti ég síðan piltinn á hótelið þar sem hann hafði gist. Þetta var Xiang „Angelo“ Yu, tuttugu og eins árs gamall , fæddur í borginni Hoh- hot í Innri-Mongólíu. Hann stundar nám í fiðluleik við New England Conservatory of Music í Boston. Eins og flestir ungir Kínverjar hefur Xiang Yu líka enskt nafn, Angelo. Það er þannig tilkomið að í Shanghai þar sem hann stundaði nám í fiðluleik áður en hann fór til Boston lék hann fyrir forseta Ítalíu. Forsetinn spurði hvort hann hefði ekki enskt nafn. Xi- ang Yu svaraði því neitandi, en þá sagði forsetinn: „Þú spilar eins og engill, þess vegna skaltu heita Angelo!“ Xiang Yu var svo hjá okkur í góðu yfirlæti um daginn, æfði sig og hitti meðal annarra Hjör- leif Valsson fiðluleikara og konu hans Ágústu. Hann gisti svo hjá dóttur okkar Helgu Þóru og fjölskyldu í Hafnarfirði og ekk- ert virtist vera að rofa til varð- andi flug til Noregs. Þannig að þetta leit hreint ekki vel út, og hann var hálfpartinn búinn að sætta sig við að snúa aftur til Boston. Á sunnudagsmorgn- inum var svo tilkynnt að flogið yrði til Þrándheims klukkan eitt eftir hádegi. Þá var eftir að fá bókað sæti og komast frá Þrándheimi til Osló. Það kom strax í ljós að ekki var eitt ein- asta sæti laust til Þrándheims. Þá leitaði Helga Þóra ráða hjá Jóhanni T. Jóhannssyni flug- stjóra hjá Icelandair, sem giftur er bestu vinkonu hennar. Hann þurfti litla umhugsun og sagði eins og sannur Íslendingur: „Auðvitað björgum við þessu. Ég tala við þann sem á að fara með vélina til Þrándheims, skipti við hann og ef allt um þrýtur og ekkert sæti reynist laust þá situr hann bara frammi í hjá okkur í flugstjórnarklef- anum!“ Við skiluðum svo Xiang Yu til Keflavíkur þar sem Jóhann tók á móti honum og skildi ekki við hann fyrr en hann var búinn að hitta fulltrúa keppninnar í Þrándheimi og kominn í rútu áleiðis til Oslóar. Hann var svo kominn inn á hótel í Osló klukkan fimm að morgni mánudags. Um hádegið spilaði Xiang Yu svo í fyrstu umferð keppninnar og komst áfram í níu manna undanúrslit. Þátt- takendur léku verk af ýmsu tagi, einir með undirleik, í kvartett og með hljómsveit. Sjónvarpað var á netinu frá keppninni og kynnir lét þess getið, að Xiang Yu hefði komist til Noregs vegna þess hve sam- skipti Íslands og Noregs væru góð. Um miðja vikuna var svo keppt til undanúrslita þar sem fjórir komust áfram og Xiang Yu var í þeirra hópi. Nú fór þetta að verða spennandi. Á laugardags- kvöld kepptu svo fjórir þátttak- endur í eldri flokki til úrslita, það voru auk Xiang Yu frá Kína, Nigel Armstrong frá Bandaríkj- unum Su Yon Kang frá Ástralíu og Ji Won Song frá Kóreu. Þau léku fyrsta kafla fiðlukonserts númer tvö í g-moll ópus 63 eftir Sergei Prokofiev með Oslóar Fílharmóníunni á sviði Norsku óperunnar. Xiang Yu kom, sá og sigraði því hann hlaut fyrstu verðlaun. Að auki hlaut hann sérstök Bach-verðlaun og svo- kölluð áheyrendaverðlaun. Hann tók við verðlaununum úr hendi Haraldar Noregskon- ungs í óperunni kvöldið eftir og lék þá konsertkaflann eftir Prokofiev á sérstökum hátíð- artónleikum í óperunni sem norska sjónvarpið, NRK, sýndi í beinni útsendingu. Þátttakendur í keppninni voru alls 42 frá 10 löndum. Allt fór þetta því betur en á horfðist í fyrstu og eins vel og hægt var að hugsa sér. Xiang „Angelo“ Yu leikur í Yehudi Menuhin-fiðlukeppninni í Ósló. „Engillinn“ náði loks flugi Það munaði litlu að Angelo næði ekki að taka þátt í Yehudi Menuhin- keppninni. Ástæðan var sú að ekki var flogið frá Íslandi. En betur fór en á horfðist og hann vann keppnina. Eiður Svanberg Guðnason Xiang Yu ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Ágústu Maríu Arnardóttur og Eygló Helgu Haraldsdóttur. 2. maí 2010 45 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 9/5 aukas. kl. 16:00 Sun 16/5 aukas. kl. 16:00 Fös 21/5 aukas. kl. 20:00 Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Lau 22/5 kl. 17:00 Ö Fös 28/5 kl. 20:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 15/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hádegistónleikar Óp-hópsins með Gissuri Páli Gissurarsyni Þri 18/5 kl. 12:15 lokatónleikar vetrarins Síðustu tónleikarnir í vetur! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ódauðlegt verk um stríð og frið (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 6/5 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Faust HHHH IÞ, Mbl Síðasta sýning 27. maí Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð 6 0 Á R A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.