SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 45
Xiang „Angelo“ Yu lýsir ferðahremmingum sínum eftir að hann tepptist á Íslandi í samtali á heimasíðu skóla síns í Boston, New England Conserva- tory of Music: „Svo vildi til að sjálfboðaliði við keppnina þekkti mann á Ís- landi, sem reyndist hafa verið sendiherra bæði í Kína og Noregi. Ég hafði samband við hann og hann keyrði mig heim til sín.“ Hann var eiginlega orðinn úrkula vonar um að komast í keppnina. Þá kom í ljós að fljúga átti til Þrándheims. Flugið var fullbókað, en „flugstjórinn reyndist vera góður vinur dóttur sendiherrans“. Yu fékk að sitja í flugstjórnarklefanum á leið- inni til Noregs. Þar tók við tíu tíma rútuferð til Óslóar. Klukkan var fimm um morgun þegar þangað var komið, Yu lagði sig í þrjá tíma og fór síðan í keppnina: „Allt fólkið í keppninni kallaði mig „Íslandsdrenginn.“ Svo fór að ég náði í fyrstu umferðina og var síðasti flytjandi dagsins.“ Íslandsdrengurinn E ldgosið í Mýrdalsjökli hefur breytt ferða- áætlunum tugþúsunda ferðalanga og valdið mörgum óþægindum en stund- um hefur allt farið á besta veg þrátt fyrir tafir. Að morgni laugardagsins 17. apríl var hringt til mín frá Osló. Í símanum var kunningjakona okkar hjóna, Kari Tybring- Gjedde. Erindi hennar var að biðja mig um að liðsinna ungum kínverskum pilti, sem væri strandaglópur í Reykjavík vegna truflana á flugi af völdum eld- gossins. Hún sagði, að pilturinn væri á leið frá Boston til Oslóar til að taka þátt í alþjóðlegu Ye- hudi Menuhin-tónlistarkeppn- inni fyrir unga fiðluleikara, en hún hefur verið haldin annað hvert ár frá 1983 og er ein virt- asta keppni ungra fiðluleikara í veröldinni. Kari Tybring- Gjedde starfaði sem sjálfboðaliði við undirbúning keppninnar. Hún sagði að ef pilturinn næði ekki til Osló fyrir hádegi á mánudag væri hann búinn að missa af keppninni, en þegar var búið að fresta henni um einn dag vegna truflana á flugi. Ég lofaði að gera hvað ég gæti, en sagði henni jafnframt, að það liti ekki vel út með flug. Sótti ég síðan piltinn á hótelið þar sem hann hafði gist. Þetta var Xiang „Angelo“ Yu, tuttugu og eins árs gamall , fæddur í borginni Hoh- hot í Innri-Mongólíu. Hann stundar nám í fiðluleik við New England Conservatory of Music í Boston. Eins og flestir ungir Kínverjar hefur Xiang Yu líka enskt nafn, Angelo. Það er þannig tilkomið að í Shanghai þar sem hann stundaði nám í fiðluleik áður en hann fór til Boston lék hann fyrir forseta Ítalíu. Forsetinn spurði hvort hann hefði ekki enskt nafn. Xi- ang Yu svaraði því neitandi, en þá sagði forsetinn: „Þú spilar eins og engill, þess vegna skaltu heita Angelo!“ Xiang Yu var svo hjá okkur í góðu yfirlæti um daginn, æfði sig og hitti meðal annarra Hjör- leif Valsson fiðluleikara og konu hans Ágústu. Hann gisti svo hjá dóttur okkar Helgu Þóru og fjölskyldu í Hafnarfirði og ekk- ert virtist vera að rofa til varð- andi flug til Noregs. Þannig að þetta leit hreint ekki vel út, og hann var hálfpartinn búinn að sætta sig við að snúa aftur til Boston. Á sunnudagsmorgn- inum var svo tilkynnt að flogið yrði til Þrándheims klukkan eitt eftir hádegi. Þá var eftir að fá bókað sæti og komast frá Þrándheimi til Osló. Það kom strax í ljós að ekki var eitt ein- asta sæti laust til Þrándheims. Þá leitaði Helga Þóra ráða hjá Jóhanni T. Jóhannssyni flug- stjóra hjá Icelandair, sem giftur er bestu vinkonu hennar. Hann þurfti litla umhugsun og sagði eins og sannur Íslendingur: „Auðvitað björgum við þessu. Ég tala við þann sem á að fara með vélina til Þrándheims, skipti við hann og ef allt um þrýtur og ekkert sæti reynist laust þá situr hann bara frammi í hjá okkur í flugstjórnarklef- anum!“ Við skiluðum svo Xiang Yu til Keflavíkur þar sem Jóhann tók á móti honum og skildi ekki við hann fyrr en hann var búinn að hitta fulltrúa keppninnar í Þrándheimi og kominn í rútu áleiðis til Oslóar. Hann var svo kominn inn á hótel í Osló klukkan fimm að morgni mánudags. Um hádegið spilaði Xiang Yu svo í fyrstu umferð keppninnar og komst áfram í níu manna undanúrslit. Þátt- takendur léku verk af ýmsu tagi, einir með undirleik, í kvartett og með hljómsveit. Sjónvarpað var á netinu frá keppninni og kynnir lét þess getið, að Xiang Yu hefði komist til Noregs vegna þess hve sam- skipti Íslands og Noregs væru góð. Um miðja vikuna var svo keppt til undanúrslita þar sem fjórir komust áfram og Xiang Yu var í þeirra hópi. Nú fór þetta að verða spennandi. Á laugardags- kvöld kepptu svo fjórir þátttak- endur í eldri flokki til úrslita, það voru auk Xiang Yu frá Kína, Nigel Armstrong frá Bandaríkj- unum Su Yon Kang frá Ástralíu og Ji Won Song frá Kóreu. Þau léku fyrsta kafla fiðlukonserts númer tvö í g-moll ópus 63 eftir Sergei Prokofiev með Oslóar Fílharmóníunni á sviði Norsku óperunnar. Xiang Yu kom, sá og sigraði því hann hlaut fyrstu verðlaun. Að auki hlaut hann sérstök Bach-verðlaun og svo- kölluð áheyrendaverðlaun. Hann tók við verðlaununum úr hendi Haraldar Noregskon- ungs í óperunni kvöldið eftir og lék þá konsertkaflann eftir Prokofiev á sérstökum hátíð- artónleikum í óperunni sem norska sjónvarpið, NRK, sýndi í beinni útsendingu. Þátttakendur í keppninni voru alls 42 frá 10 löndum. Allt fór þetta því betur en á horfðist í fyrstu og eins vel og hægt var að hugsa sér. Xiang „Angelo“ Yu leikur í Yehudi Menuhin-fiðlukeppninni í Ósló. „Engillinn“ náði loks flugi Það munaði litlu að Angelo næði ekki að taka þátt í Yehudi Menuhin- keppninni. Ástæðan var sú að ekki var flogið frá Íslandi. En betur fór en á horfðist og hann vann keppnina. Eiður Svanberg Guðnason Xiang Yu ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Ágústu Maríu Arnardóttur og Eygló Helgu Haraldsdóttur. 2. maí 2010 45 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 9/5 aukas. kl. 16:00 Sun 16/5 aukas. kl. 16:00 Fös 21/5 aukas. kl. 20:00 Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Lau 22/5 kl. 17:00 Ö Fös 28/5 kl. 20:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 15/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hádegistónleikar Óp-hópsins með Gissuri Páli Gissurarsyni Þri 18/5 kl. 12:15 lokatónleikar vetrarins Síðustu tónleikarnir í vetur! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ódauðlegt verk um stríð og frið (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 6/5 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 8/5 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Faust HHHH IÞ, Mbl Síðasta sýning 27. maí Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð 6 0 Á R A

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.