SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 33
bróður minn en það er mikið dansað á götunum í Brooklyn þar sem ég ólst upp. Dans er líka sú tómstundariðja sem stunduð er hvað mest í Bandaríkjunum og margir í New York taka þátt í alls kyns danskeppnum um allan heim. Þá fer allur danshópurinn gjarnan niður í bæ til að dansa á götunum og safna peningum til að komast í keppnirnar. Þeir þurfa virkilega að berjast fyrir því að komast með dans- inn þangað sem þeir vilja. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er kallað götudans – nánast allar hreyfingarnar og taktarnir eru teknir upp af götunum og í rauninni úr gettóunum. Og dansinn snýst ekki bara um sporin og hreyfingarnar heldur hvernig við tölum, hvernig við klæðumst og hvernig við lifum. Sjálf byrjaði ég tíu ára að dansa á götunum svo ég er búin að vera í þessu í 27 ár. En auðvitað byrjaði ég miklu fyrr að dansa mér til skemmtunar og með fjölskyldunni. Það hefur því alltaf verið sjálfsagður hluti af mér að dansa.“ Þau yngstu mestu ofurhugarnir Hún segir að þrátt fyrir vinsældir götu- dansins hafi löngum verið litið niður á þessa danstegund. „Það tók langan tíma áður en farið var að líta á götudansinn sem alvöru dans, svipað og ballett, sam- kvæmisdansa, nútímadans og fleiri dans- stíla en hann hefur hlotið ákveðna við- urkenningu í dag. Það tók ár og áratugi að ná þeim áfanga.“ Natasha hafði töluverða reynslu af danskennslu áður en hún kom til Íslands en hún vann áður við að kenna krökkum sem fengu ráðgjafaþjónustu í fé- lagsmiðstöðvum úti í Brooklyn. En þótt kennsla hafi ekki verið nýmæli fyrir henni þegar hún kom til landsins við- urkennir hún að nemendurnir hér séu nokkuð ólíkir þeim sem hún hafði úti í New York. „Sumir íslensku krakkarnir eru nokkuð góðir en almennt eru þeir ekki sérlega agaðir og hlusta ekki nægi- lega á það sem kenn- arinn er að segja þeim. Þó að götu- dans sé mjög frjálst form þá hlusta dans- nemend- urnir oft- ast vel á kennara sína því þá langar virkilega að læra meira. Þeir eru í þessu af öllu hjarta. Hér eru nemendurnir oft að hugsa um eitthvað allt annað en ég er líka með krakka sem eru mjög upp- teknir af dansinum og vilja læra allt sem hægt er að læra. Og þá get ég kennt þeim heilmikið.“ Aðspurð segir hún fæsta íslensku krakkana hafa dansinn jafn mikið í sér og jafnaldrar þeirra í stórborginni ytra. „Jafnvel þótt þeir hafi lært freestyle eða nútímadans og komi til að læra hipphopp og break, þá eru hreyfingar líkamans allt aðrar. Þegar þeir koma í danstíma hjá mér vita þeir ekki alveg hvaða líkamsparta þeir eiga að hreyfa,“ segir hún hlæjandi. Það er augljóst á Natöshu að hún hefur mjög gaman af kennslunni. „Ég elska að kenna, sérstaklega litlu krökkunum, en þau yngstu eru um sex ára. Ég get enda- laust hlegið í kennslunni með þeim. Þau eru svo miklir ofurhugar og alveg til í að láta mana sig – ef ég segi þeim að fara á haus, þá fara þau á haus. Þegar ég bið tólf ára krakka um að fara á haus hika þeir því þeir eru hræddir um að meiða sig. Þeir hugsa of mikið. Þess vegna er fullkomið að byrja strax þegar krakkarnir eru pínu- litlir.“ Rólega Reykjavík Natasha segir götudansinn ungan á Ís- landi og enn sé nokkuð um að ólíkum danstegundum sé ruglað saman. „Nem- endur mínir kalla oft allt sem við gerum break en þá þarf ég að útskýra fyrir þeim að það sé bara hluti af þessu. Það er líka töluvert um að danskennsla sé auglýst sem kennsla í hipphopp, þegar í raun er bara um að ræða freestyle og djassballett við hipphopp-tónlist. Kennararnir hafa kannski einhvern tímann lært eitthvað í hipphopp en vita ekkert hvað er að gerast í honum í dag og eru alveg úr tengslum við söguna og menninguna á bak við dansinn.“ Íslendingunum er kannski vorkunn, enda segir Natasha að himinn og haf sé á milli Reykjavíkur og New York – ekki bara í bókstaflegri merkingu. „Þetta eru rosalega ólíkar borgir. Það er svo mikill hraði og hávaði í New York; þar er fólk á fullu allan sólarhringinn og þarf að vera stöðugt að vinna. Hér er allt miklu rólegra og af- slappaðra.“ Hún viðurkennir þó að ættingjum hennar ytra finnist lítil rólegheit í eldgosunum á Ís- landi, sem ratað hafa í fréttir ytra. „Ég tala við mömmu nokkrum sinnum í viku og hún hringdi í mig skelfingu lostin eftir að gosið hófst til að spyrja hvort ég væri í lagi. Ég hló mikið og útskýrði að það væri langt frá Reykjavík.“ Tengsl Natöshu við heimalandið eru því mikil enda segist hún fara tvisvar, þrisvar á ári út, bæði til að hitta ættingja og vini en einnig til að kynna sér það sem er nýj- ast í götudansinum hverju sinni. „Mig langar að vera hér á Íslandi eitthvað leng- ur en ég á örugglega eftir að fara aftur heim áður en yfir lýkur. Og þá verður gott að geta komið til Íslands í heimsóknir.“ Það þarf krafta, jafnvægi og úthald til að leika eftir listir götudansaranna. Streetdance Natasha Money Royal Streetdance Natasha Money Royal Það er ekki að ástæðulausu að þetta er kallað götudans – nánast allar hreyfing- arnar og taktarnir eru teknir upp af göt- unum og í rauninni úr gettóunum. Hvað snýr upp og hvað niður virðist ekki skipta höfuðmáli þar sem alvöru götudans- arar eru annars vegar. XXX 2. maí 2010 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.