SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 38
38 2. maí 2010
B
jörgvin Barðdal eigandi Segla-
gerðarinnar Ægis fór ásamt Jón-
asi Björnssyni samstarfsmanni
sínum til Haítí á dögunum og sló
upp tjaldbúð fyrir heimilislaus börn. Hann
segir ferðina mjög eftirminnilega, ástandið
hafi verið afar slæmt en þakklætið mikið
hjá börnunum sem fengu húsaskjól þegar
tjöldin voru komin upp.
„Við fréttum af því að mikið vantaði af
tjöldum eftir jarðskjálftann og fórum út í
það, í samstarfi við Rauða krossinn, að
hanna og sauma sterk neyðartjöld, sem
gætu dugað bæði á norðurslóðum og í
miklum hita en væru þó létt og því auðvelt
að flytja á milli landa,“ segir Björgvin.
Velferðarsjóður barna styrkti verkefnið.
Þar á bæ höfðu menn samband við Pétur
Guðjónsson, stofnanda húmanistafélag-
anna á Haítí og Íslandi, því þeir vildu
koma munaðarlausum börnum til hjálpar
eftir jarðskjálftann. Pétur ræddi við Björg-
vin „og við drifum því í að hanna og
sauma tjöldin og buðumst svo til að fara út
á okkar kostnað til þess að koma þeim
upp,“ segir eigandi Seglagerðarinnar. Æg-
ir seldi tjöldin á kostnaðarverði, að sögn
Björgvins, og samið var við TVG Zimsen
um að koma þeim utan án endurgjalds.
Tjöldin voru send til Dóminíska lýð-
veldisins, hins ríkisins á eyjunni Hisp-
aníólu, því ekki var hægt á þeim tíma að
fljúga til Port au Prince, höfuðborgar
Haítí. „Fyrsta ævintýrið sem við lentum í
var að tollafgreiða vörurnar út úr Dóm-
iníska en eftir sólarhrings japl, jaml og
fuður sömdum við um að einn tollarinn
kæmi með okkur að landamærum Haítí –
sem var sex tíma keyrsla – til þess að þeir
gætu verið vissir um að við værum á leið
þangað,“ segir Björgvin.
„Það var hrikalegt að keyra í gegnum
Port au Prince, eyðileggingin algjör, hit-
inn mikill og lyktin yfirþyrmandi.“ Eftir
tveggja tíma akstur í gegnum borgina var
ferðinni haldið áfram upp í sveit í rúmar
fimm klukkustundir. „Við áttum að setja
upp tjöld fyrir 40 börn en þau voru 50 sem
biðu spennt! Við drifum tjöldin því upp til
þess að börnin hefðu svefnstað og það var
nóg pláss fyrir alla.“
Á þessum stað voru skemmdir vegna
jarðskjálftans mun minni en nær upp-
tökum hans. Björgvin segir ástandið engu
að síður „ofboðslega sorglegt“ en þakk-
lætið hafi verið mikið og stórkostlegt sé að
geta komið til hjálpar með þessum hætti.
Pétur Guðjónsson kynnti sér aðstæður á
Tjaldaði yfir
munaðarlaus
börn á Haítí
Björgvin Barðdal í hópi barna sem njóta góðs af starfi Íslendinganna á Haítí.
Híbýli vindanna! Sumar vistarverur fólks á svæðinu voru ekki sérlega skjólgóð.
B
ergur Konráðsson var í hópi 50
kírópraktora sem héldu til Haítí
fyrir nokkrum vikum og dvöldu
þar í sex daga til þess að láta gott
af sér leiða.
„Þetta voru allt Bandaríkjamenn nema
ég. Tveir þeirra fengu þessa hugmynd eftir
að hörmungarnar dundu yfir og hóuðu
mönnum saman. Ég hitti kollega mína á
ráðstefnu í Las Vegas og ákvað að drífa
mig með þeim þarna niður eftir, með sex
vikna fyrirvara,“ segir Bergur við Morg-
unblaðið.
Hann segir reynsluna ómetanlega og
þarna hafi hann séð svart á hvítu hve
gríðarlega mikilvægt hjálparstarf er.
Ástandið í landinu var mjög slæmt fyrir
jarðskjálftann en hrikalegt á eftir, að sögn
Bergs, og mikill glundroði ríkti. „Enginn
getur ímyndað sér hvernig þetta var.
Menn verða að upplifa eyðilegginguna,
lyktina og hitasvækjuna til að átta sig á
því,“ sagði Bergur.
„Fyrst í stað fannst mér að við værum ef
til vill ekki að gera mikið en fólk var mjög
þakklátt. Og það er mjög stutt í brosið hjá
þessu fólki þrátt fyrir bágt ástand.“
Ferðin var farin í tengslum við kaþólsku
kirkjuna í Haítí. „Við fórum í lítið flótta-
mannaþorp nálægt höfuðborginni, Port
au Prince, og vorum svo sendir tveir og
tveir saman út um allt í grenndinni.“
Lærdómsríkt
að upplifa
alvöru hamfarir
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra
til Haítí eftir að jarðskjálftinn setti þar allt á
annan endann fyrr á árinu. Fleiri Íslendingar
hafa lagt hönd á plóginn suður þar síðustu vikur
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
„Það er mjög stutt í brosið hjá þessu fólki þrátt fyrir bágt ástand,“ segir Bergur Konráðsson.
Fólk býr við slæmar aðstæður á svæði sem þeir Bergur fóru til og margir bjuggu þröngt.
Ferðalög