SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 49
2. maí 2010 49 Sam Leach, sem er með þekktustu listmálurum Ástralíu, fékk fyrir stuttu Wynne-verðlaunin fyrir besta ástralska landslagsmálverkið. Fljótlega tóku menn að gagnrýna verðlaunaveitinguna, enda ljóst Leach hafði einfaldlega málað upp hluta af mynd eftir flæmska mál- arann Adam Pijnacker og gekkst við því. Gagnrýnin gekk þó ekki bara út á það heldur líka að besta ástralska landslagmálverkið er ekki mynd af áströlsku landslagi.Bátsmenn við vatnsbakkann eftir Adam Pijnacker. Proposal for a Landscaped Cosmos eftir Sam Leach. Ímyndað ástralskt landslag margir að koma að málunum, maður þarf að treysta á aðra og umstangið er svo mik- ið, en í ljósmynduninni er maður einn; bara ég og myndavélin.“ Meðfram listinni vinnur Friðgeir sem kokkur og undanfarin ár hefur hann unn- ið uppi í Sierra-fjöllunum í fjóra mánuði á hverju sumri, sem gefur honum færi á að sinna ljósmynduninni þess á milli. Hann er þó ekkert á þeim buxunum að sleppa matreiðslunni, hún sé skapandi starf þó hann sé orðinn leiður á að vera for- stöðumaður í eldhúsi eða að reka veit- ingahús. „Ég tók meðvitaða ákvörðun að ég myndi ekki verða í annarri ljósmyndun en listinni, að fara ekki að taka auglýs- inga- eða fréttamyndir, enda hef ég séð svo marga kunningja mína fara út í það og gera svo ekkert annað eftir það.“ Friðgeir datt inn í ljósmyndunina árið 2006 og varð líka filmumaður, tekur ekki myndir nema á filmuvélar og stækkar allt sjálfur með tilheyrandi handavinnu, enda sé engin sál í pixlunum. „Ég tek allt á filmu, framkalla sjálfur og stækka – það má eiginlega segja að þetta séu eins og trúarbrögð hjá mér.“ Það að vinna á film- ur kallar þó ekki bara á önnur vinnubrögð í eftirvinnslu, heldur segir hann að hann hugsi öðruvísi en ef hann væri með staf- ræna vél í höndunum, búi til myndina með augunum í stað þess að búa hana til í gegnum linsuna. Friðgeir segir að lýsa megi myndum sínum með orðunum ró og einmanaleiki og bendir á myndir sem hann er með á Flickr. „Þær eru mjög þögular og tilfinn- ingaríkar, það er kyrrð í þeim. Ég er allaf að leita að kyrrðinni og fegurðinni í því sem er í kringum mann, sem við höfum ekki tíma til að stoppa og taka eftir í dag- legu amstri.“ Myndröðina sem Friðgeir sýnir í Gerðubergi tók hann í Breiðholtinu í þriggja mánaða heimsókn hingað til lands 2008, en þá fór hann um landið og tók myndir í myndröðina Nordic Moods, sem var sýnd í Los Angeles fyrir stuttu, og í Breiðholtsseríuna. „Ég ólst upp í Breiðholtinu eftir gos, bjó í einu af Viðlagasjóðshúsunum og það var mitt hverfi. Afi og amma búa þar ennþá og þegar ég hef komið til Íslands í gegnum árin hef ég búið hjá þeim í Orra- hólunum. 2006, stuttu eftir að ég fór að taka myndir, kom ég hingað og tók þá helling af myndum á stafræna myndvél, milljón trilljón myndir eins og maður gerir þegar maður er með svoleiðis vél í hönd- unum. Þegar ég kom svo heim til Los Ang- eles fór ég að skoða myndirnar og varð hrifinn af þeim myndum sem ég hafði tekið í Breiðholtinu og ákvað því að ein- beita mér að Breiðholtinu þegar ég kæmi næst.“ Aðspurður hvort hann hafi verið að reyna að taka myndir af æsku sinni svarar Friðgeir því til að að mörgu leyti hafi verkefnið verið „walk down memory lane“, en sér hafi meðal annars fundist merkilegt hvað hverfið hefur breyst lítið. „Ég þoldi ekki Breiðholtið þegar ég var krakki, en nú kann ég miklu betur við það. Ég tók eftir því í myndunum, í Breið- holtsmyndunum og Nordic Effect reyndar líka, að það er í þeim söknuður eftir gamla Íslandi, enda missti ég alveg af geðveikinni síðustu árin – þegar allir misstu vitið á Ís- landi þá bjó ég á hæli fyrir heimilislausa ógæfumenn svo ég var ekki mikið að dansa í kringum gullkálfinn. Þegar ég var að alast upp á Íslandi var allt miklu ein- faldara og mér finnst eins og fólk hafi verið ánægðara þá, það var ævintýri að fara í sólarlandaferð og ríkasti maður á landi var kannski fimm sinnum ríkari en pabbi minn og átti aðeins flottari bíl. Svo finnst mér merkilegt að það eru allir grenjandi í dag á Íslandi, fólk keyrir um grátandi á nýjum bílum, en í Los Angeles er ég að hjálpa til við að úthluta mat til fólks sem býr á götunni. Það er miklu meiri kreppa þar úti en hér, miklu meira atvinnuleysi, en þar er fólk ekki að kvarta eins mikið og hér.“ Aðspurður um hvaða verkefni séu framundan segist Friðgeir vera að velta fyrir sér röð af svarthvítum myndum af huldufólki og eins hyggst hann fara um landið og taka portrettmyndir af Íslend- ingum á blaðfilmu einhvern tímann á næsta ári. „Það má eiginlega segja að myndin af afa sem var valin sem einkenn- ismynd Listahátíðar sé fyrsta myndin í þeirri seríu.“ Ég er allaf að leita að kyrrðinni og fegurðinni í því sem er í kringum mann, sem við höfum ekki tíma til að stoppa og taka eftir í daglegu amstri. Friðgeir Helgason hefur marga fjöruna sopið, en fann loks fjölina sína þegar hann tók sér myndavél í hönd Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.