SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 35
2. maí 2010 35 langaði að gefa sig í áhugamál og ekki síð- ur skapandi vinnu, og þannig hugsanlega bæta sér upp minkandi tekjur. „Ég horfi ekki síður til þess að selja mína gítara til útlanda og skapa þjóðfélaginu gjaldeyr- istekjur í leiðinni. Núna er ég að smíða minn þriðja gítar. Þetta krefst mikillar þolinmæði. Stundum þarf að föndra lengi við eitthvað mjög smátt og fínlegt og það þarf ekki mikið út af að bregða svo maður geri mistök. Og þá þarf maður kannski að sætta sig við að byrja upp á nýtt.“ Mikil upplifun að strengja upp sinn fyrsta gítar Bjössi leggur áherslu á þann mikla mun sem er á því að vinna sem gítarsmiður eða sem húsasmiður hjá Ístaki, en þar hefur hann nær eingöngu verið við stór- framkvæmdir, virkjanir og álver. „Ég hef verið mikið í flekamótasmíði og öðrum verkum þar sem ég vinn með stórum og oft þungum verkfærum, stórum tækjum og vinnuvélum. En þegar í gítarsmíðina er komið vinn ég með mjög vönduðum og sérhæfðum flugbeittum handverkfær- um.“ Þeir játa báðir að vissulega sé erfitt að láta frá sér gítar sem þeir hafa lagt svona mikið í. „Hann fæðist hægt og rólega og tengist manni. Þegar maður strengir upp nýsmíðaðan gítar er það mikil upplifun. Því miður seldi ég frá mér fyrsta gítarinn sem ég smíðaði, ég hef reynt að ná honum aftur en stelpan sem ég seldi hann vill ekki selja mér hann aftur,“ segir Eggert sem er þó nokkur músíkant og lærði um tíma í FÍH. Ást við fyrstu sýn Eggert fór aftur til Englands fyrir nokkr- um árum og lærði fiðlusmíði við hinn fornfræga Newark College School of Viol- inmaking and Restoration. „Það er minna að gera í fiðlusmíðinni, en hefðin þar er mjög sterk og það má fáu breyta, rétt eins og í klassískum gítar. Í kassagítarsmíðinni er maður miklu frjálsari,“ segir Eggert sem tekur líka að sér að gera við allar teg- undir strengjahljóðfæra. Eggert hefur smíðað gítara fyrir marga nafntogaða tónlistarmenn og má þar nefna að Kristján Kristjánsson eða KK á tvo gítara frá honum og hann smíðaði líka gítar fyrir Sigga Björns trúbador og Bjössa Greifa. „Jónas R. Jónsson keypti einn gítar frá mér í vetur, hann féll fyrir honum þegar hann sá hann í Tónastöðinni. Það var ást við fyrstu sýn,“ segir Eggert og bætir við að Andrés í Tónastöðinni hafi ævinlega verið þeim Bjössa velviljaður og gítarar frá þeim séu til sölu í búðinni hjá honum. „The magic touch“ Fólk getur komið til Eggerts með allar sín- ar óskir um hvernig það vill hafa hljóð- færið og þá sérsmíðar hann samkvæmt því. Hann er líka með söluaðila í Kali- forníu og umboðsaðili hans heitir Steve Klein en hann er einn af þekktari gít- arsmiðum í Bandaríkjunum. Gítararnir hans Eggerts hafa því dreifst um víða ver- öld. En hvað þarf maður að hafa til að bera til að vera góður gítarsmiður? „Þetta er margþætt. Til að geta smíðað hljóðfæri þarf viðkomandi að vera mikill fagmaður og listamaður. Þetta er mjög fínleg og flókin vinna. Þetta er í hönd- unum á sumum en öðrum ekki, rétt eins og með Stradivari. Alls konar rannsóknir og kenningar hafa verið settar fram til að reyna að svara því hvers vegna fiðlurnar hans eru svona góðar. Ég vil meina að hann hafi einfaldlega haft „the magic to- uch“ í höndunum.“ á ekki enn fullsmíðaður. Morgunblaðið/Golli ’ Bjössi hefur aðstoðað mig mikið í gegnum tíðina og í haust þegar hann var að hjálpa mér við að raspa gítarháls, þá spurði hann hvort hann mætti smíða gítar. Ég játti því og það gekk vel hjá honum, enda er hann mjög vandvirkur en hann getur samt unnið hratt. Það er gaman hjá okkur þegar við erum báðir í stuði.“ F lestar stofnanir íslensks samfélags hafa laskast og eiga að vissu leyti í tilvistarkreppu. Eitt meginviðfangsefni okkar er endurreisn stofnananna, vegna þess að án þeirra lifir samfélagið ekki af. Nú virðist það nánast viðtekinn rétttrúnaður, kredda, að trúin sé einkamál og kirkjan eigi því ekki heima í hinu opinbera rými. En trúin vill ekki vera einkamál, og kirkjan vill ekki heldur vera staðsett á sviði einka- málanna einvörðungu. Hún byggir sannarlega á tilfinningu, en ekki aðeins hinni prívat og einstaklingsbundnu tilfinningu, heldur ekki síður á sam- félagsvitund. Á sama hátt og stjórnmálin. Kirkjan er samfélag, iðkun hennar samfélagsmótun og ræktun samfélagssýnar. Í miðdepli kirkjuhússins og iðkunar kirkjunnar er borðið sem vitnar um það að í Guðs ríki sitja allir við sama borð, allir eiga hlutdeild í hinu eina sama brauði, og þannig á það líka að vera í mannlífinu. Guðsdýrkun getur ekki fremur en stjórnmálin verið á sviði einkalífsins eingöngu. Það snýst um samfélag, um gildi, viðmið. Sam- félag stenst ekki ef mörk hins leyfilega veiklast og verða svo óskýr að fólk treystir sér ekki til að tjá skoðanir sínar þegar því finnst of langt gengið. Grunngildi samfélagsins, viðmið breytninnar, minningin og sagan týnist ef ekki eru til staðar stofnanir sem sjá til þess að sagan sé sögð og vörðunum viðhaldið. Þær stofnanir eru umfram allt heimilin, skólarnir, já, og kirkjan. Hlutverk kirkjunnar er í grundvallaratriðum opinbert, að viðhalda menningu og minningu þjóðarinnar, að segja sögurnar og iðka þær athafnir sem vísa fólki á það hverju það á að trúa, hvernig það á breyta og hvers það má vona sem góðar manneskjur sem leggja sig fram til hins góða lífs og sam- félags. Og ekki síst í erfiðleikum og áföllum samfélagsins og einstaklinganna stendur kirkjan með fólki og samfélagi með huggun og uppörvun, von og trú. „Þegar hendir sorg við sjóinn/syrgir, tregar þjóðin öll,“ segir í sjó- mannasálminum, og það er svo satt, því sorg er ekki bara einkamál, hún er líka samfélagsleg. Samfélag Vesturlanda, manngildishugsjón, samfélagssýn, stjórnarfar byggist á orðum og verkum Jesú Krists. Af hinum kristnu rótum sprettur hin vestræna hugmynd um hinn frjálsa vilja og um siðferðislega ábyrgð, um rétt og réttlæti. Það er forsenda lýðræðis og mannréttinda, þar er eldsneytið sem knúði réttindabaráttu fyrri kynslóða og veitir enn afl og styrk í þágu lífsins. Ríki Guðs kemst ekki á fyrir atbeina stjórnmála og valdakerfa þessa heims, sem ætíð eru háð nauðung og valdbeitingu af einhverju tagi. Hlut- verk kristinnar kirkju er að boða Krist og ríki hans, vald og áhrifasvið hans. Kirkjan sér sjálfa sig sem frumgróða og frumburð þess ríkis fyrir trú eina saman, sem heilagur andi verkar í náðarmeðulunum, orðinu og sakrament- unum, og sem vekja og næra náungakærleikann. En þetta er ekki það eina sem Guð hefur með þennan heim að gera. Guð verkar líka gegnum veraldleg verkfæri stjórnmála, efnahagsmála, fjölskyldu o.s.frv. og hann verkar á mismunandi vegu í þessum lífskerfum. Við verðum ætíð að gæta þess að greina þar á milli svo innihald boðskapar kirkjunnar verði ekki einungis félagslegur boðskapur, enn ein heimspekin eða lífsviskan til að göfga og bæta lífið. Orð og iðkun kirkjunnar vitnar um eilíft líf, eilífan frið og gleði, sem fæst fyrir trú vegna sigurs Krists yfir synd og dauða. Mörgum finnst það tálsýn í samanburði við frið og hamingju þessa heims sem hin félagslegu kerfi, neysla, auðsæld, eiga að greiða veg og tryggja. Að greina jarðneskan frið frá himneskum, eilíft hjálpræði frá frelsun þessa heims og þjóðfélagslegt réttlæti frá réttlæti trúarinnar, minnkar ekki gildi þess sem er satt, fagurt og gott hér í heimi og okkur ber að greiða veg. Það eru líka gjafir Guðs og verkan hans, sköpunarverk hans. Lúthersk kirkja á að standa gegn öllu verkaréttlæti, líka hinu pólitíska. Fagnaðarerindið verður ekki lögleitt, guðsríki ekki komið á fót með póli- tískum og félagslegum aðgerðum. Guð er samt að verki í þeim að viðhalda sköpun sinni. Það þarf ekki kristna menn til að skilja þau lögmál sem þar eru að verki, en kristið fólk á að skilja og þekkja kraft Guðs til hjálpræðis! Kristið fólk og það sem ekki er kristið stendur jafnfætis í skikkan skaparans og reglu sköpunarinnar, háð sömu skilyrðum þar, mælt við sama mælikvarða. Náð Guðs í Jesú Kristi mun ekki koma gjaldþrota fyrirtæki á réttan kjöl. Besta ríkisstjórn eða félagskerfi í heimi megnar ekki að fyrirgefa syndir, sigra dauðann, né tryggja eilíft hjálpræði. Það megnar Drottinn einn og fagnaðar- erindi hans. Íslendingar ganga gegnum þrengingar, en við munum ná okkur á strik ef við höldum þreki og þrótti á grundvelli þeirra góðu og traustu grunngilda sem við eigum. Þau eru sprottin af kristinni rót. Þar er manngildishugsunin, mannúðin og jafnræðið, sem sprettur af rót hins kristna mannskilnings og guðsmyndar: Guð vakir yfir og elskar, sér og þekkir þig með nafni, hver sem þú ert. Það merkir það, að innsta eðli tilverunnar, grunnviðmið veruleikans er ekki það sem einatt blasir við á vettvangi mannlífsins: máttur hins sterka, óbilgjarna, græðgi og fýsna, heldur góður Guð, eins og Jesús sýnir hann, viðbrögð hans, vilja og áform. Grundvallargildin eru ekki aðeins falleg orð heldur rísa á þessum grunni. Og í þessu er fólginn leiðarvísir hins góða lífs og viðmið og vörður á vegi hins góða samfélags. Það er líf og samfélag sem er óháð ytri velgengni, heldur þreifar á blessun mitt í and- streymi og erfiðleikum. Ábyrgð okkar er að hlusta og tileinka okkur þessi gildi, virða þau í lífi okkar og leitast við að móta breytni okkar og samfélag í samræmi við þau. Hugvekja Karl Sigurbjörnsson Gildi, siðgæði, boð og breytni VI Hvert er hlutverk kirkjunnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.