SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 29
2. maí 2010 29 lagi. Þeir eru með skilanefndir sem heyra ekki undir neinn, sem skipa bankastjórnir sem heyra ekki undir neinn og eru með bankasýslu yfir öllu saman með stjórnanda sem ekki er ljóst að hafi hreinan skjöld í bankamálum og með óljóst um- boð. Og út úr öllum þessum þokukennda farvegi eru bankarnir sjálfir komnir í hendur eigenda, sem í öðru orðinu eru sagðir bera ábyrgð á öllu saman og í hinu að ekki sé hægt að upplýsa hverjir séu af því að það viti það enginn. Og Steingrímur og Jóhanna halda því svo fram að rannsaka þurfi gömlu einkavæðinguna. Þau hafa verið staðin að verki. Það er augljóst að á sama tíma og bændahjón eru hrakin af jörð sinni er verið að færa gömlu svindlurunum landið aftur á silfurfati. Mönnunum sem dældu peningum í stjórnmálamennina og stjórnmálaflokkana. Pen- ingum sem þeir fengu alla að láni í hinum föllnu bönkum og munu aldrei borga. Þetta er gert með samþykki þeirra Jóhönnu og Steingríms. Skiptir þá engu hvort það er þegjandi eða í heyranda hljóði. Þau hafa verið staðin að verki. Á meðan eru fjölskyldurnar í ólgusjó fjárhagsvandræða og örvæntingar dregnar á asnaeyrunum og að lokum sviknar. Tíminn fer allur í að reyna að styrkja stöðu skuldugra Hummer- og Range Rover- eigenda. Félagsmálaráðherrann var staðinn að því verki. Og á meðan á öllu þessu stendur er milljörðum króna hent í aðildarviðræður um Evrópusamband sem getur ekki séð sínum eigin málum borgið. Út úr því mun ekkert koma. Öss- ur hefur verið í umboðslausum viðræðum um að- lögun að ESB, en með umboð um aðildarviðræður á þeim forsendum að um raunverulega könnun væri að ræða. Hann hefur verið staðinn að verki. Risið á honum hefur ekki hækkað þrátt fyrir sí- felld samtöl við stækkunarstjórann. Trúverð- ugleiki hans minnkar í hlutfalli við fjölda funda með stækkunarstjóranum. O g það sem við höfum orðið vitni að er í raun lítil æfing fyrir það sem mun gerast, ekki ef, heldur þegar Katla gýs,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, í viðtali við BBC í byrjun vikunnar. Þar sagði hann að afleiðingar eldgossins Eyjafjallajökli gætu verið ein- ungis upphafið á atburðarás, sem ætti eftir að endurtaka sig út 21. öldina. Reynslan sýndi að eldfjöllin á Íslandi gysu reglulega og gætu valdið stórkostlegu tjóni á nútímavæddum og háþróuðum samfélögum og hann klykkti út með að eldgos í Kötlu nálgaðist. Það varð síðan tilefni annars viðtals forsetans, að þessu sinni á bandarísku fréttastöð- inni CNBC. Fyrsta spurningin var sú, við hverju mætti búast af því eldgosi sem væri yf- irvofandi og enn stærra. Hann sagðist ekki vita hvort það eldgos yrði næstu fimm, tíu eða fimmtán árin, eða jafnvel fyrr. Þá sagði hann að eldgosið í Kötlu og önnur eldgos, sem bú- ast mætti við á næstu tuttugu til þrjátíu árum árum, myndu hafa „dramatískar afleið- ingar“ fyrir flugsamgöngur um allan heim. Óhætt er að segja að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar í erlendum fjölmiðlum hafi fall- ið í grýttan farveg hjá forystufólki ferðaþjónustunnar á Íslandi. Enda koma þau á versta tíma. Mikið er um afbókanir á ferðum til Íslands og skaðinn nemur milljörðum. Ekki sér fyrir endann á því. Víst er að flugmálayfirvöld um allan heim, ekki síst innan Evrópusambandsins, munu draga lærdóm af þessari reynslu. Ekki þarf Ólaf Ragnar til. En á þessum tímapunkti er meiri þörf á því að róa fólk, en að koma með frekari spár um heimsendi. Og auðvitað væri æskilegt að stjórnvöld samhæfðu skilaboð sín til þess að lágmarka skaðann. Ástæða er til að rifja upp ummæli Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, sem hann lét falla í Sunnudagsmogganum 28. mars, en þar var hann spurður um þann möguleika, að Kötlugos fylgdi í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli. „Já, það er nú það,“ sagði Haraldur. „Það hefur verið rætt um að stundum hafi komið Kötlugos skömmu eftir gos í Eyja- fjallajökli. Þá er spurningin hvort það sé tilviljun eða orsök og afleiðing. Ég sé ekki nein tengsl þar á milli. Kvikan sem kemur þarna upp er ekki sú sama og við höfum séð í Kötlu. Kvikan í Kötlu er sérkennileg með hátt títan og járn. Hvergi í heiminum er til hraunkvika með jafnmikið títan og í Kötlu, 5% títan, sem er verðmætur málmur. Það er bara dýrt að vinna hann úr berginu. Kvikan í öllum eldfjöllum hefur viss efnafræðileg einkenni, sem eru eins og fingraför – hvert eldfjall hefur sitt fingrafar. Við getum fundið ösku í hafi og greint hvort hún er úr Öskju eða Kötlu. Þetta er eins og erfðagreining. Hvert fjall hefur sinn persónuleika hvað snertir efnafræðina. Og annar persónuleiki kemur fram í Eyjafjallajökli en Kötlu. Enginn veit hvað gæti gerst, en ég sé ekki ástæðu til að halda því fram að þetta sé forspil fyrir Kötlu. Ég bendi líka á að engin óvenjuleg skjálftavirkni er í Kötlu eða í Goðabungu, sem er á milli Eyjafjallajökuls og Kötlu, austan Fimmvörðuháls.“ Það er að minnsta kosti freistandi að álykta, að þegar eldfjall gýs á Íslandi og setur flug- samgöngur í heiminum úr skorðum, þá sé síst þörf á því, að forseti Íslands fari um og vari heimsbyggðina við því að önnur eldfjöll á Íslandi geti gosið og sett flugsamgöngur í heim- inum enn meira úr skorðum. Hvert eldfjall hefur sitt fingrafar „Ég held að það sé áhugavert að eld- ast. Meðal annars að þú getir fengið þér blund hvenær sem þú vilt og sagt það sem þú vilt virkilega segja.“ Breski kvikmyndaleikarinn Jude Law. „Ég verð að minnsta kosti tvö ár í viðbót, á nóg eftir eins og sást á kerlingunni.“ Hrafnhildur Skúladóttir burðarás Valskvenna eft- ir að fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í 27 ár var í höfn. „Ekki vildi ég renna á staðnum þar sem Evra kastaði upp.“ Hörður Magnússon spark- lýsandi Stöðvar 2 Sport 2 eftir að Patrice Evra leikmaður Manchester United seldi upp í miðjum leik gegn Tottenham. „Við vorum félagar þegar hann lá í rúminu í þágu friðar.“ Ringo Starr sem samið hefur nýtt lag um John Lennon. „Ef geimverur heimsæktu okkur kynni niðurstaðan að verða svipuð og þegar Kólumbus fór til Ameríku. Það var ekki mjög hagstætt fyrir frumbyggjana í Norður-Ameríku.“ Breski stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawk- ing. „Þetta var algjört stórslys. Þetta var bara einhver fordómafull kona.“ Gordon Brown forsætisráðherra Breta við aðstoðarmann sinn eftir að hafa rætt við eldri konu í Roch- dale. „... það er virkilega skrýtið, en lyktin út úr mér er frábær.“ Söngkonan Jessica Simpson burstar sjaldan tennurnar. „Það þarf ekkert að rökræða lengur um það hverjir eru bestir á Íslandi.“ Hlynur Bæringsson leik- maður Íslandsmeistara Snæfells í körfubolta. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.