SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 18
18 2. maí 2010 B retar ganga að kjörborðinu næstkomandi fimmtudag til þess að kjósa til þings í kosn- ingum, sem flestir telja verða sögulegar á margan hátt. Þar mun fara fram pólitískt uppgjör við 13 ára valdatíð Verkamannaflokks þeirra Tonys Blair og Gordons Browns, en ýmislegt bendir til að kjósendur séu ekki aðeins stjórn- arflokknum gramir, heldur stjórn- málakerfinu öllu. Kosningakerfið breska byggist á ein- menningskjördæmum, þar sem sá fram- bjóðandi sigrar sem flest fær atkvæði, jafnvel þó svo þorri kjósenda velji aðra frambjóðendur. Þetta fyrirkomulag ýtir undir persónulega ábyrgð frambjóðenda gagnvart umbjóðendum sínum, dali fylgið detta þeir lóðbeint af þingi í stað þess að það höggvist neðan af listanum en for- ystumennirnir séu óhultir, eins og gerist í hlutfallskosningu á borð við þá sem Ís- lendingar eru vanir. Þetta þýðir jafnframt að sviptingar geta orðið miklar. Í meðbyr geta flokkar unnið stórsigra þar sem hófleg fylgisaukning getur leitt til algerra yfirburða í hinni 650 sæta neðri málstofu breska þingsins. En það þýðir líka að það er mjög auðvelt fyrir kjósendur að senda óvinsæla stjórn út í hafsauga. Það eru örlögin, sem virðast blasa við Gordon Brown forsætisráðherra þessa dagana. Opinbert markmið Brown er vitaskuld það að halda velli í Downing- stræti, en hann hefur aflað sér mikilla óvinsælda á kjörtímabilinu og kosninga- baráttan reynst honum einstaklega mót- dræg, svo honum er ósigurinn nánast vís. Að sama skapi vill David Cameron, leið- togi íhaldsmanna, ná hreinum meirihluta, en kannanir benda til þess að það sé frem- ur ólíklegt. Markmið Nicks Clegg, leiðtoga frjálslyndra demókrata, var upphaflega það að koma sér í oddaaðstöðu á þingi og notfæra sér það til þess að ná fram helstu baráttumálum flokksins með því að verja minnihlutastjórn annars hinna flokkanna vantrausti. Velgengnin í kosningabarátt- unni hefur hins vegar verið meiri en nokkur átti von á; svo kann því að fara að þeir muni eiga beinan þátt í ríkisstjórn. Stjórnmálalíf í kreppu Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokk- urinn hafa um áratugaskeið verið hinir tveir turnar breskra stjórnmála en aðrir flokkar en frjálslyndir demókratar (og fyrirrennarar hans) hafa aldrei náð máli á landsvísu. Einmenningskjördæmakerfið er enda ekki til þess fallið að lyfta undir smáflokka. Nú standa sögulegar kosningar fyrir dyrum, en kjósendur eru ekki nema hálfvolgir fyrir þeim. Öllum er ljóst að efnahagsþrengingarnar eru grafalvarlegar og við blasa margvísleg óleyst vandamál önnur. Efst í huga flestra kjósenda – burt- séð frá lífsviðhorfum þeirra – virðist þó víðtæk vantrú á stjórnmálastéttinni allri, getu hennar til þess að fást við vandann, heiðarleika og jarðsambandi. Sá vandi er ekki fullkomlega nýr af nálinni. Kjörsókn í Bretlandi hefur farið mjög minnkandi undanfarin ár og sífellt kvarnast úr fé- lagaskrám flokkanna. Hann hefur hins vegar dýpkað mjög á þessu kjörtímabili og náði hámarki í fyrra þegar ljóstrað var upp um gríðarlega og útbreidda spillingu í þinginu, þar sem fjölmargir þingmenn úr öllum flokkum blóðmjólkuðu endur- greiðslur fyrir alls kyns útlagðan kostnað. Leiðtogarnir þrír Gordon Brown er vitaskuld holdtekja þessara vandræða allra. Hann situr í Downingstræti 10 án umboðs frá þjóðinni, í ljós kom að endurgreiðslur til hans voru ekki hafnar yfir gagnrýni og honum er mjög legið á hálsi fyrir efnahagsörðugleik- ana og uggvænleg ríkisfjármál. Ekki síst vegna þess að menn minnast þess vel þeg- ar hann kvaðst af nokkru stærilæti hafa smíðað hið nýtt hagkerfi þar sem endi var bundinn á öfgakenndar efnahagssveiflur! Kosningabaráttan hefur svo reynst honum nær endalaus píslarganga, þar sem afleit frammistaða í kappræðum og undanbrögð við fjölmiðla hafa enn veikt trúna á hon- um. Lágkúrulegar athugasemdir hans um roskinn kjósanda Verkamannaflokksins, sem hann hafði rætt við með sitt glænýja bros á vör skömmu áður, hafa svo nánast gert út af við kosningabaráttu hans. Fyrir nokkrum mánuðum gengu margir að því sem vísu að David Cameron yrði forsætisráðherra nú í vor. Eftir því sem nær hefur dregið kosningum hafa efa- semdir um hann hins vegar vaxið. Came- ron er vissulega ærlegur og viðkunn- anlegur maður og enginn getur efast um árangur hans við að hrista af Íhalds- flokknum það yfirbragð sem kjósendur fengu mestan ímugust á um árið. Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna hefur Cameron hins vegar mistekist að sýna kjósendum að bak við slétta og fellda ásýndina sé nokkuð nema loft. Nick Clegg hefur aðeins verið í forystu frjálslyndra demókrata í tæp þrjú ár og þótt nokkur töggur sé í honum hefur hann aldrei þótt rista mjög djúpt á hinum póli- tísku miðum. En þó stjórnmálaskýrendur hafi myndað sér þá skoðun átti það ekki Óvissan eykst David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown eigast við í sjónvarpskappræðum. Fréttaskýring Margt bendir til þess að breskir kjósendur séu ekki bara stjórnarflokknum heldur stjórnmála- kerfinu öllu gramir en gengið verður að kjör- borðinu á fimmtudaginn. Andrés Magnússon Gordon Brown tókst að móðga þessa ágætu konu í vikunni ... Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.