SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 14
14 2. maí 2010 Við erum eiginlega þannig staddir núna að hafa óskaplega litla yfirsýn. Þetta er frekar kaótískt allt saman,“ segir Þorgeir Tryggvason og horfir hálfráðvilltur á félaga sína. Þeir sitja á háum barstólum í kring um kaffiborð á yfirfullu kaffihúsi – planið um að hittast á rólegheitastað virðist ekki alveg hafa gengið upp. Það kemur ekki að sök; þrátt fyrir ótvíræðan hálf- vitaganginn virðist einbeitingin vera í lagi hjá Togga og kumpánum hans, þeim Ármanni Guðmundssyni, Arngrími Arnarsyni og Baldri Ragnarssyni. Með kaffi og kók sér til fulltingis gefa þeir sig á vald forvitni spyrjandans og svara eftir bestu samvisku. Ringulreiðin sem Toggi vísar til varðar upptökur á þriðju hljómplötu Ljótu hálfvitanna en þeim er að ljúka um þessar mundir. „Við uppgötvum Vilja bara viðráðanleg vandræði Það er ekki lítið mál að koma æringj- unum í Ljótu hálfvitunum saman enda níu talsins og flestir með fjölmörg járn í eldinum. Fjórir þeirra gáfu sér þó tíma til að spjalla við blaðamann um nýju plötuna sem er í smíðum, lögin sem fara ekki á hana, leiklistarbakteríuna, pönk- ið á Húsavík, gráu heilasellurnar, drauminn um Evróvisjón, mögulega þátttöku í kvennaflokki Vestfjarðavík- ingsins og þau fjölmörgu íþróttafrek sem sveitin á að baki. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Ljótu hálfvitarnir syngja meðal annars um ást, bjór, hafið, Snæbjörn Ragnarsson – Bibbi Spilar á bassa, gítar, trommur, banjó, uku- lele, balalæku, slagverk, mandólín, bou- zouki, flautur, klukkuspil, orgel, harmóniku, melódíku og charango. Og syngur. Þorgeir Tryggvason – Toggi Spilar á gítar, fagott, óbó, munnhörpu, klukkuspil, slagverk og trommur. Og syngur. Eggert Hilmarsson – Eddi Spilar á gítar,bassa, mandólín, banjó, trommur, balalæku, básúnu, munnhörpu, slagverk, timple, ukulele, tinflautu, mel- ódíku, bouzouki og klukkuspil. Og syngur. ’ Einu yrkisefni er úthýst á plötunni; kreppunni. „Hún er bara ekkert skemmtileg.“ Arngrímur Arnarson – Aggi Spilar á trommur, slagverk, gítar, bassa, klukkuspil, banjó og melódíku. Og syngur. Baldur Ragnarsson Spilar á gítar, bassa, þjóðlaga- og blokk- flautur, ukulele, timple, banjó, balalæku, bouzouki, klukkuspil, trommur, melódíku, orgel, sög, slagverk, básúnu og harmóníku Og syngur. Ármann Guðmundsson Spilar á gítar, bassa, mandólín, banjó, bala- læku, bouzouki, klukkuspil, slagverk, mel- ódíku og trommur. Og syngur. Oddur Bjarni Þorkelsson Syngur og spilar á tambúrínu og önnur slagverkstól. Og munnhörpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.