SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 12
12 2. maí 2010
É
g vil ítreka við félagsmálaráðu-
neytið, ráðherra, þingmenn og
aðra sem málið varðar að biðtími
vegna „úrræða“ fyrir skuldugt
fólk í greiðsluörðugleikum er alltof langur
og úrræðin eru gjörsamlega óviðunandi.“
Þannig hófst bréf sem Úlfur Eldjárn
tónlistarmaður skrifaði öllum þingmönn-
um á hádegi á þriðjudag. Úlfur heldur því
fram að úrræðum bankanna sé ábótavant
fyrir heimili í greiðsluvanda.
„Já, það er rétt en kannski ekki rétt að
kenna bönkunum sjálfum um. Stjórnvöld
tóku þá vondu afstöðu að bönkunum væri
best treystandi til að meta og bregðast við
skuldavanda viðskiptavina sinna. Hins-
vegar voru þau úrræði sem bankarnir
bjóða að mestu hönnuð í félagsmálaráðu-
neytinu. Þar liggur sökin og hjá rík-
isstjórninni í heild sinni.“
Hræðilegur sannleikur
– Þú hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega
fyrir að bregðast ekki við?
„Já, ég hef af veikum mætti reynt að
benda yfirvöldum og þingmönnum á
þetta,“ segir Úlfur.
„Þessi ríkisstjórn komst til valda í nafni
endurreisnar og norrænnar velferðar. Hún
gaf sig út fyrir að vilja tryggja hag lág-
tekjufólks, atvinnulausra og þeirra sem
eru lægra settir í þjóðfélaginu. Hún lagðist
alfarið gegn hugmyndum um flatar af-
skriftir skulda á þeim forsendum að slíkt
myndi aðallega gagnast hátekjufólki og
þeim sem þyrftu síst á aðstoð að halda.
Þegar úrræði bankanna og félagsmála-
ráðuneytisins eru skoðuð kemur hins-
vegar hræðilegur sannleikur í ljós. Úrræð-
in gagnast fyrst og fremst hátekjufólki sem
hefur skuldsett sig óhóflega. Fólk með
lægri tekjur þarf bæði að bíða lengur í
kerfinu og fær verri úrræði en þeir sem eru
með mjög góðar og öruggar tekjur. Þetta
er ekki arfleifð frá fyrri stjórnvöldum, eða
á ábyrgð nýju bankanna, heldur eru þetta
beinar afleiðingar af stefnu núverandi rík-
isstjórnar. Ég vil minna á að þau úrræði
sem nú eru í boði í kerfinu voru kynnt
ekki alls fyrir löngu sem „endanleg lausn“
á vandræðum allra skuldara.“
– Er hópum samfélagsins mismunað?
„Já, það er hinn sláandi sannleikur og
fólk í samfélaginu verður að vakna og átta
sig á þessari staðreynd,“ segir hann.
„Í bankakerfinu er boðið upp á skuld-
breytingu erlendra og verðtryggðra lána
yfir í óverðtryggð íslensk lán. Slíkt hefur í
för með nokkra eftirgjöf skulda en hærri
greiðslubyrði. Gagnast fyrst og fremst
þeim sem hafa háar tekjur.
Annað úrræði sem er boðið upp á í
bönkunum er svokölluð sértæk skuldaað-
lögun. Þetta er úrræði fyrir fólk sem
skuldar mun meira en það á, til dæmis fólk
með há erlend húsnæðislán. Eins og hún
virkar í mínum banka er veitt nýtt lán
miðað við 110% af markaðsvirði húsnæð-
isins. Það sem stendur út af er afskrifað.
Fyrstu árin greiðir þú aðeins sem nemur
80% af nýju láni vegna eignarinnar. Eftir
þrjú ár byrjar þú að greiða af allri upp-
hæðinni og greiðslubyrðin hækkar sam-
kvæmt því. Þetta lítur mjög fallega út á
heimasíðu bankans en til að komast í þetta
prógramm þarf skuldari að standast
greiðslumat hjá bankanum. Til þess að
standast þetta greiðslumat þarft þú hins-
vegar að geta sýnt fram á mjög,“ segir
hann með áherslu, „góðar og stöðugar
tekjur. Þetta er því úrræði sem nýtist fyrst
og fremst til að afskrifa skuldir há-
tekjufólks sem skuldar verulega umfram
eignir.“
Mismunað eftir tekjum
– Hefur þú sjálfur þurft að eiga við kerfið?
„Já, og þar sannaðist að úrræðin eru allt
of tímafrek og flókin. En biðtími eftir úr-
lausnum er mun lengri hjá þeim sem hafa
lægri tekjur eða eru atvinnulausir því úr-
ræði bankanna gagnast þeim ekki. Engu
að síður er þér uppálagt að leita fyrst til
bankans sem leggur mat á aðstæður við-
skiptavinarins. Það tók mig rúmlega 7
vikur að komast í gegnum greiðslumat hjá
bankanum. Út úr því kom eiginlega ekki
neitt.
Allar líkur eru á að mál mitt þurfi næst
að fara til Ráðgjafarstofu heimilanna. Þar
þarf ég að fara aftur í nákvæmlega sama
greiðslumat sem tekur 6-8 vikur í vinnslu
þar. Ekki er hægt að spara tíma með því að
notast við greiðslumatið úr bankanum.
Það hefði auðvitað verið alltof einfalt. Eftir
greiðslumat þarf ég svo hugsanlega að
sækja um sértæka skuldaaðlögun hins op-
inbera sem er annað form á nauðasamn-
ingum og í raun dómstólamál. Ef ég fer í
slíkt mál með aðstoð Ráðgjafarstofu heim-
ilanna getur sá ferill tekið marga mánuði.
Hinsvegar, ef þú hefur efni á að ráða þér
lögfræðing, þá getur þú rekið málið sjálfur
á mun styttri tíma. Þarna er aftur verið að
mismuna eftir tekjum. Ef þú hefur smá
pening eða hefur aðgang að lögfræðingi í
fjölskyldunni þá kemstu miklu hraðar í
gegnum ferlið, ef þú ert bara atvinnulaus
með hor þá ferðu aftast í röðina. Ég end-
urtek, þetta fyrirkomulag var hannað og
útfært í félagsmálaráðuneytinu.“
Risavaxin mistök
– Hefurðu fengið einhver svör við gagn-
rýni þinni?
„Ég fékk svar frá félagsmálaráðherra.
Hann segir að þau úrræði sem eru í boði
bjóði upp á „skilvirkan farveg til að taka á
erfiðum skuldamálum“. Margra mánaða
bið í kerfinu, án þess þó að nokkur trygg-
ing sé fyrir því að mál þitt fái farsæla
lausn, er mjög langt frá því að vera „skil-
virkur farvegur“. Hann er að segja ósatt.
Hvað á maður að segja við mann í ábyrgð-
arstöðu sem leyfir sér að ljúga upp í opið
geðið á manni? Hvað finnst fólkinu í land-
inu um að vera með félagsmálaráðherra
sem segir ósatt?“
– Þetta eru þung orð.
„Stjórnvöld tóku þá afstöðu mjög
snemma til skuldavanda heimilanna að
hann væri í fyrsta lagi ekki eins mikill og
af var látið og í öðru lagi að besta lausnin á
honum væri að láta bankana sem allra
mest um að leysa hann. Þetta voru risa-
vaxin mistök og slæm pólitísk ákvörðun
sem stjórnvöld verða bara að gangast við
og viðurkenna. Út úr því komu þær lausn-
ir sem nú standa til boða og gagnast eins
og áður sagði fyrst og fremst fólki með
hærri tekjur.
Arkitektinn að þessu stoðkerfi fyrir yf-
irskuldsett hátekjufólk er Árni Páll Árna-
son félagsmálaráðherra. Hann ber ábyrgð
á því að hafa leyst úr þessu verkefni með
þessum hætti og að hafa ráðið sér til ráð-
gjafar fólk á borð við Yngva Örn Krist-
insson, fyrrverandi framkvæmdastjóra
verðbréfasviðs Landsbankans og einn
stærsta einstaka kröfuhafa í þrotabú
Landsbankans.
Hvernig dettur mönnum í hug að ráða
einn af bónusakóngum bankanna til að
leggja mat á vanda skuldsettra heimila?
Hvaða aðferð notar maður sem er með
launakröfu á einn af bönkunum upp á
meira en 200 milljónir til að setja sig í spor
þeirra sem hafa innan við 200 þúsund á
mánuð? Raunverulegi tilgangurinn með
þessu kerfi er ekki að hjálpa þeim lægst
settu og verst settu. Þetta snýst um að
Úlfur Eldjárn tónlist-
armaður sendi alþing-
ismönnum bréf í vik-
unni, þar sem hann
deildi harkalega á úr-
ræðaleysi vegna
skuldavanda heim-
ilanna. Hann segir úr-
ræðin duga skammt, að
fólki sé mismunað og er
harðorður í garð
stjórnvalda.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is Úlfur Eldjárn tónlistarmaður segir stjórnvöld ekki bjóða upp á úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda. Hann sést hér við Hegningarhúsið.
„Stærsta og ósanngjar-
nasta eignatilfærsla
Íslandssögunnar“