SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 50
50 2. maí 2010 E inhverra hluta vegna situr fólk við og skrifar, óháð því hvernig viðtökurnar eru,“ segir Þór Stefánsson, ljóðskáld og ljóðaþýðandi. „Þetta verður einhverskonar árátta – það má kalla það sjúkdóm. Maður heldur áfram að gera þetta, en vonar vissulega að verkin eigi sér vissan hljóm.“ Þór settist svo sannarlega niður á síðasta ári og skrifaði, á hverjum einasta degi. Eitt ljóð á dag – en bara eitt. Yrkisefnið ýmist sótt í fréttir líðandi stundar eða hvunndaginn. Ljóðin eru komin út á bók, yrkingar allra 365 daganna auk Ávarps og Kveðju. Þetta er ní- unda frumsamda ljóðabók Þórs. „Þessi nýja ljóðabók er langstærst og nokkuð sér- kennileg,“ segir hann. „Að sumu leyti er hún frá- brugðin fyrri bókum en að öðru leyti í beinu framhaldi af þeim. En varðandi aðferðina við yrkingarnar, þá svindlaði ég aldrei og orti alltaf eitt ljóð á dag, aldrei tvö. Þetta er allur pakkinn. Stundum þurfti ég að halda í mér að yrkja ekki tvö ljóð, til að geta valið á milli. Stundum var þetta kvöð, vissulega. Ég setti mér að yrkja eitt ljóð á dag og sækja efnið í fréttir og daglega lífið. Það kom fyrir að rétt fyrir miðnætti sagði ég við konuna mína að ég hefði gleymt að yrkja og varð þá að setjast yfir það. Þá kom stundum ein ferskeytla en það er hefðbundinn bragur á sumum ljóðanna. Út af fyrir sig er léttara að yrkja hefðbundið, þá er alltaf hægt að fylla í braginn. Líklega er sumt af þessu gamaldags hjá mér en þó ég noti braginn þá er ekkert gamaldags við það. Ég tel mig ekki vera líkan 19. aldar skáldum að neinu leyti, þó ég noti stundum stuðla og höfuðstafi. Þetta er allt annar tónn...“ Í bókinni 2009 bregður Þór þannig fyrir sig ýmsum formum og segist hafa leitast við að hafa formin fjöl- breytileg; hann vildi forðast að formið yrði endur- tekningunni að bráð til að lesandinn fyndi sífellt eitt- hvað nýtt í verkinu. „Ég kann vel við að bækur mínar séu fyrst lesnar í gegn sem heild en svo fari lesendur betur í það sem höfðar sérstaklega til þeirra. Í þessari bók eru margir þræðir. Fjármálahrunið er einn en aðrir eru mjög per- sónulegir. Það er mikið um dauða í bókinni. Í fyrra urðu mörg dauðsföll í fjölskyldunni og í vinahópnum. Það hefur hvílt á mér. Til að mynda yrki ég um það að faðir minn lést á árinu.“ Þór hefur aldrei haft þolinmæði til að halda dagbók fyrr en hún varð til í þessum daglegu ljóðum. „Þessi dagbók er svo opin, það er ekkert skýrslukennt við hana,“ segir hann. „Nei, ég var aldrei kominn að því að gefast upp á þessu, aldrei. Ég hafði áhyggjur af því að þetta gæti orðið rútína til að fylla upp í daginn en það varð aldrei. Mér finnst ég hafa erindi í hverju ljóði.“ Að ári loknu, með nýtt ljóð daglega, tók skáldið sér hvíld. „Ég lagði þetta frá mér og er enn ekki byrjaður að yrkja neitt annað. Það angrar mig samt ekkert, þetta var býsna stíf törn og aðþrengjandi, þar sem aldrei mátti vanta dag inní.“ Öll eins og perlur Hvers vega hefur Þór kosið að einbeita sér að ljóð- forminu í skrifunum? „Heillandi styrkur ljóðsins felst í þessu knappa formi,“ segir hann. „Þótt að í þessari nýju bók sé 367 ljóð þá er hvert þeirra sjálfstætt verk. Þau eru heil verk, jafnvel þótt þau séu ekki nema fjórar línur eins og þau stystu. Mér finnst það dýrmætt, mér finnst þau öll vera perlur. Alltaf er verið að tala um að ljóð sé dautt, hvers vegna veit ég ekki. Hinsvegar er enginn markaður fyr- ir ljóð núna, getuleysið við að selja ljóð er óskiljanlegt. Fólk er alltaf að yrkja heil ósköp. Þótt mér finnist ljóð- in mín vera heildstæð og dýrmæt verk þá kann ég ekki að selja þau. Nokkur bókasöfn kaupa og svo vinir og kunningjar. Þetta er skrýtin staða. Ég veit ekki hvort það er selt meira af því sem mest er talað um, en það er skrýtin staða í ljóðaútgáfunni...“ Þór heldur áfram og veltir fyrir sér hvort mikið sé lesið af ljóðum hér á landi; hann segist ekki vita svar- ið. „Nútímaljóðið, eins og það hefur þróast frá miðri síðustu öld hér á landi, einkennist af tvíræðni eða margræðni þannig að það má lesa margt út úr því. Það getur verið að fólki fallist hendur vegna þess – en það er einmitt þessi margræðni sem gerir að verkum hvað það er mikið varið í ljóðið! Sumum finnst kannski erf- itt að þurfa að ákveða hver skilningurinn eigi að vera. Oft blasir merking ljóðanna við, en engu að síður getur önnur merking iðulega fylgt með. Og kannski fleiri en ein. Núna vilja margir hafa hlutina auðskiljanlega en engu að síður er þörf fyrir þessa aðferð. Listsköpun, og þá ekki bara bókmenntir eða ljóðlist, er sérstök nálgun við veruleikann. Nú er alltaf verið að tala um rannsókn; skáld og aðrir listamenn segjast vera að rannsaka liti eða tímann og nota orðaforða úr vísindum, sem mér finnst fáránlegt. Listamenn eru einmitt með nálgun sem er önnur en fræði- og vís- indamanna. Þeir nálgast veruleikann á annan hátt sem skiptir líka máli. Það er eitthvað allt annað en rann- sókn.“ Þau eru mjög mælsk en ég knappur Þór er ekki bara nýbúinn að senda frá sér þykka frum- orta ljóðabók, heldur gaf hann einnig út á dögunum bókina Trumbur og strengi – Ljóð frönskumælandi skálda frá Afríku. Í bókinni er úrval ljóða eftir skáld sem eiga rætur að rekja til Afríku sunnan Sahara. Þetta er níunda bók Þórs með ljóðaþýðingum. Hann þýðir úr frönsku, en þess má geta að hann hefur um langt ára- bil kennt frönsku í framhaldsskólum. Þór segir að Trumbur og strengir sé eiginlega fjórða verk í seríu sýnisbóka; hann hafi áður þýtt ljóð 25 íslenskra skálda á frönsku, sýnisbók með ljóðum skálda frá Québec og ljóð frönskumælandi skálda frá Belgíu. „Afrísku skáldin voru næst í röðinni,“ segir Þór. Bækur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Finnst ég hafa erindi í hverju ljóði Síðastliðið ár varð Þór Stefánssyni svo sannarlega að yrkisefni – í nýrri bók hans, 2009, er eitt ljóð frá hverjum einasta degi ársins. Fyrir skemmstu sendi Þór einnig frá sér úrval þýddra ljóða afrískra skálda. ’ Nú er alltaf verið að tala um rannsókn; skáld og aðrir lista- menn segjast vera að rannsaka liti eða tímann og nota orðaforða úr vísindum, sem mér finnst fáránlegt. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.