SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 25
2. maí 2010 25 „Það er brýnt að söfn standi fyrir öfl- ugu og fjölbreyttu hlutverki, það er að segja varðveislu, söfnun, skráningu, rannsóknum á nýrri þekkingu og miðl- un til almennings. Þetta þarf allt að byggja hvað á öðru til þess að við get- um talað um vandað safn,“ segir Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Morgunblaðið/Ernir brigði að leiðarljósi. „Sýningar og við- burðir hafa verið fjölþættir í húsinu sem spennandi hefur verið að vinna við. Við höfum líka verið að auka áherslu á ljós- myndasýningar en í Þjóðminjasafninu er mjög stórt ljósmyndasafn, Ljósmyndasafn Íslands, og öflugt starf í kringum það. Ljósmyndasýningar hafa verið fjölbreyttar bæði á gömlum ljósmyndum en ekki síður samtímaljósmyndum. Hér hafa meira að segja verið alþjóðlegar sýningar eins og þegar Mary Ellen Mark sýndi. Sú sýning vakti mikla athygli.“ Þess má geta að 13. maí opnar sýningin Í fótspor Collingwoods í tengslum við sam- nefnda bók eftir Einar Fal Ingólfsson, sem einnig á myndir á sýningunni. Margrét hefur lagt mikla áherslu á út- gáfu og segir hana smám saman hafa orðið sýnilegri. „Það starf hófst með útgáfu vandaðra ljósmyndabóka og síðan stórri og veglegri grunnbók, Hlutaveltu tímans, sem kom út við enduropnun safnsins og síðan hefur verið lagður mikill metnaður í útgáfu í tengslum við hverja sýningu, þannig að eitthvað sitji eftir. Bækurnar eru minnisvarði um sýningarnar.“ Þjóðminjasafnið á í miklu samstarfi við aðrar stofnanir og hópa. Má þar nefna gerð bókar um friðaðar kirkjur á Íslandi í sam- starfi við biskupsstofu og húsafrið- unarnefnd. „Sama á við um húsasafnið okkar sem er safn okkar merkustu húsa, torfbæja og torfkirkna, sem eru perlufesti um allt land og oftar en ekki kjarninn í menningarstarfsemi í hverjum landshluta. Þessi hús eru í vörslu Þjóðminjasafnsins og má þar nefna Glaumbæ í Skagafirði, Laufás í Eyjafirði, Núpsstað, Nesstofu og Húsið á Eyrarbakka. Viðhald á þessum húsum er risavaxið verkefni og þar erum við í sam- starfi við húsafriðunarnefnd sem annast framkvæmd á viðhaldinu.“ Þjóðminjasafnið er með fjölda handrita í sinni vörslu en Margrét upplýsir að unnið sé að því að afhenda þau Árnastofnun með formlegum hætti enda eigi þau heima þar. „Ég er þeirrar skoðunar að verkaskipting milli stofnana eigi að vera skýr en um leið meiri samvinna. Þetta er liður í því.“ Þjóðminjasafnið leggur einnig ríka áherslu á samstarf við haskólana og hefur verið umtalsvert samstarf við flesta há- skóla í landinu, sem þó mætti efla enn frekar, að mati Margrétar. Fækka þarf söfnum Þjóðminjasafnið markar stefnu fyrir byggðasöfnin í landinu og segir Margrét sömu sýn liggja þar til grundvallar, þ.e. að byggja á faglegu safnastarfi og samhengi allra þátta í starfinu. Líka þurfi að þétta söfnin, sameina, stækka og fækka ein- ingum. „Það eru alltof mörg söfn og setur á Íslandi miðað við nágrannalöndin og einingarnar margar of litlar. Það þarf að þétta og styrkja einingarnar í góðri sátt við heimamenn á hverju svæði. Sumstaðar hafa söfnin þegar náð góðum árangri í að auka samvinnu og þurfum að halda því áfram.“ Fjármunir skipta vitaskuld miklu máli í safnastarfi en Margrét segir þá stundum hafa farið vítt og breitt vegna þess að ekki hafi verið gerður greinarmunur á söfnum annars vegar og sýningum hins vegar. „Mikilvægt er að hafa fagmennsku og gegnsæi í úthlutun á fjármagni til safna- starfs, eins og bent hefur verið á í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mínu mati þarf að gæta þess að fjármagn fari til viðurkenndra safna, sem sinna því fjöl- þætta hlutverki sem þessum samfélags- lega mikilvægu stofnunum er ætlað um allt land. Það hefur aldrei verið mikilvæg- ara en nú þegar nýta þarf fjármagn eins vel og nokkur kostur er.“ Hún segir rökin fyrir þessu að hluta til þau að menn óttist að fagleg úthlutun muni bitna á landsbyggðinni. „Ég er ósammála þessu. Þvert á móti er ég sann- færð um að fagleg úthlutun muni styrka stoðirnar á landsbyggðinni og sérhæfð störf skapast um land allt.“ Umræðan um fagmennsku er hávær í þjóðfélaginu öllu nú um stundir og Mar- gréti veit að þar vilja söfnin leggja sitt af mörkum enda fagmennskan styrkst þar með fleiri menntunarmöguleikum á því sviði. „Það hefur verið ákveðið óþol gagn- vart þessari umræðu en ég hef á tilfinn- ingunni að það sé almennt að breytast í samfélaginu.“ Ekki þarf að fjölyrða um fjárhagsvanda íslenska ríkisins en Margrét segir þá stað- reynd ekki þurfa að koma sér illa fyrir söfnin í landinu. „Það er lykilatriði að fara vel með þá fjármuni sem eru til staðar og verja þeim í réttu verkefnin. Þess vegna er brýnt að horfa heildrænt yfir sviðið, ná sátt um forgangsröðun og auka samvinnu. Það er líka mikilvægt að standa vörð um þetta ósnortna, það er sérstaka minjastaði og annað sem heillar útlendinga miklu meira en einhverjar tilbúnar leikmyndir. Í þessu eru mikil verðmæti fólgin.“ Torfbæir á heimsminjaskrá? Ísland á þegar tvo staði á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, Þingvallaþjóðgarðinn og Surtsey, og heimsminjanefnd Íslands undirbýr nú fleiri tilnefningar. Að sögn Margrétar er þetta langt og flókið ferli en til að geta til- nefnt þarf meðal annars að ríkja sátt um varðveislu. Uppi eru hugmyndir um að raðtilnefna íslensku torfbæina en til að það geti orðið þarf ekki aðeins að varðveita bæina sjálfa, heldur líka byggingarhefð- ina. „Minjar þurfa ekki endilega að vera áþreifanlegar, hefðin og kunnáttan sem í þeim er fólgin skiptir ekki síður máli. Þessi menningararfleifð er okkar framlag til byggingarsögu heimsins. Að mínu viti er miklu meira vit í því að varðveita eitthvað sem þegar er til staðar en að byggja upp eftirlíkingu eins og gert var í Brattahlíð.“ Margrét mun fjalla nánar um torfbæina og heimsminjaskrána í Sunnudagsmogg- anum eftir viku en hún mun á næstunni rita reglulega pistla í blaðið. „Það er snar þáttur í starfi þjóðminjavarðar að fræða og upplýsa. Þetta samstarf við Sunnudags- moggann er liður í því.“ Fer torfbærinn í Laufási í Eyjafirði á heimsminjaskrá? Morgunblaðið/Þorkell Barnaleiðsögn um Þjóðminjasafnið, margt er að sjá á safninu. Morgunblaðið/Golli ’ Þegar safn- ið var opn- að á ný byrjaði líka nýr kafli í sögu þess, margmiðlun hófst fyrir alvöru. Talsvert magn íslenskra muna er sem kunnugt er varðveitt erlendis og að undanförnu hefur mikið verið rætt um muni sem sam- komulag varð um að yrðu um kyrrt í Danmörku þegar handritunum var skilað fyrir fjórum áratugum. „Það hefur ekki verið pólitískur vilji til að taka það mál upp aftur en á móti kemur að söfnin, íslenska og danska þjóðminjasafnið, hafa verið í mjög góðri samvinnu. Við höfum mætt miklum velvilja ytra og Danir lánað okkur ýmsa merka muni, svo sem Grundarstólinn, sem er núna hjá okkur,“ upplýsir Margrét Hallgrímsdóttir. Vissulega eru mörg hundruð gripir ennþá í Danmörku og Margrét segir marga hverja eiga heima þar áfram. „Aðra mætti ræða nánar í tengslum við sögulegar forsendur. Það er áhugi meðal safnanna og eiga góða samvinnu um þessi mál. Vonandi skilar sú vinna árangri í betra aðgengi og nýrri þekkingu.“ Mitt í þessari umræðu skiluðu Svíar okkur um átta hundrað munum fyrir tveimur árum. „Það er einstaklega ánægjulegt að fá þá en þeir eru ekkert síður merkilegir en munirnir sem eru í Dan- mörku. Þetta var niðurstaða faglegrar samvinnu milli okkar og Nor- ræna safnsins í Svíþjóð. Þessir munir eru nú aðgengilegir til rann- sóknar hér, útskurður, búningaskart, textíll og amboð ýmiss konar þar á meðal handrit sem við stefnum í samvinnu við Árnastofnun á að gera aðgengileg almenningi. Söfn hafa mikilvægu samfélags- legu hlutverki að gegna, sem á erindi við samtíma okkar.“ Fjöldi merkra muna í útlöndum Frá opnun sýningarinnar Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár. Grundarstóllinn í forgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.