SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 14

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 14
14 2. maí 2010 Við erum eiginlega þannig staddir núna að hafa óskaplega litla yfirsýn. Þetta er frekar kaótískt allt saman,“ segir Þorgeir Tryggvason og horfir hálfráðvilltur á félaga sína. Þeir sitja á háum barstólum í kring um kaffiborð á yfirfullu kaffihúsi – planið um að hittast á rólegheitastað virðist ekki alveg hafa gengið upp. Það kemur ekki að sök; þrátt fyrir ótvíræðan hálf- vitaganginn virðist einbeitingin vera í lagi hjá Togga og kumpánum hans, þeim Ármanni Guðmundssyni, Arngrími Arnarsyni og Baldri Ragnarssyni. Með kaffi og kók sér til fulltingis gefa þeir sig á vald forvitni spyrjandans og svara eftir bestu samvisku. Ringulreiðin sem Toggi vísar til varðar upptökur á þriðju hljómplötu Ljótu hálfvitanna en þeim er að ljúka um þessar mundir. „Við uppgötvum Vilja bara viðráðanleg vandræði Það er ekki lítið mál að koma æringj- unum í Ljótu hálfvitunum saman enda níu talsins og flestir með fjölmörg járn í eldinum. Fjórir þeirra gáfu sér þó tíma til að spjalla við blaðamann um nýju plötuna sem er í smíðum, lögin sem fara ekki á hana, leiklistarbakteríuna, pönk- ið á Húsavík, gráu heilasellurnar, drauminn um Evróvisjón, mögulega þátttöku í kvennaflokki Vestfjarðavík- ingsins og þau fjölmörgu íþróttafrek sem sveitin á að baki. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Ljótu hálfvitarnir syngja meðal annars um ást, bjór, hafið, Snæbjörn Ragnarsson – Bibbi Spilar á bassa, gítar, trommur, banjó, uku- lele, balalæku, slagverk, mandólín, bou- zouki, flautur, klukkuspil, orgel, harmóniku, melódíku og charango. Og syngur. Þorgeir Tryggvason – Toggi Spilar á gítar, fagott, óbó, munnhörpu, klukkuspil, slagverk og trommur. Og syngur. Eggert Hilmarsson – Eddi Spilar á gítar,bassa, mandólín, banjó, trommur, balalæku, básúnu, munnhörpu, slagverk, timple, ukulele, tinflautu, mel- ódíku, bouzouki og klukkuspil. Og syngur. ’ Einu yrkisefni er úthýst á plötunni; kreppunni. „Hún er bara ekkert skemmtileg.“ Arngrímur Arnarson – Aggi Spilar á trommur, slagverk, gítar, bassa, klukkuspil, banjó og melódíku. Og syngur. Baldur Ragnarsson Spilar á gítar, bassa, þjóðlaga- og blokk- flautur, ukulele, timple, banjó, balalæku, bouzouki, klukkuspil, trommur, melódíku, orgel, sög, slagverk, básúnu og harmóníku Og syngur. Ármann Guðmundsson Spilar á gítar, bassa, mandólín, banjó, bala- læku, bouzouki, klukkuspil, slagverk, mel- ódíku og trommur. Og syngur. Oddur Bjarni Þorkelsson Syngur og spilar á tambúrínu og önnur slagverkstól. Og munnhörpu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.