SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 2
2 10. október 2010
4-8 Vikuspeglar
Valdamestu konur heims, Desmond Tutu erkibiskup dregur sig í hlé
og leikmenn Mainz fara mikinn í búndeslígunni.
20 Almannaflugi útrýmt?
Arngrímur Jóhannsson, forseti Flugmálafélags Íslands, óttast að
einkaflug leggist hér af í nánustu framtíð vegna óþarfa reglugerða.
30 Meiri blaðamennska en list
Kristinn Pálsson, teiknari Sunnudagsmoggans, er bara átján ára en
veigrar sér ekki við að draga ráðamenn sundur og saman í háði.
33 Hann er víst 2119 metrar!
Hvannadalshnjúkur lækkaði skyndilega eftir mælingar Landmælinga
Íslands árið 2005, eða hvað? Ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.
34 Lystisemdir Sjanghæ
Hraðinn er mikill í Sjanghæ, stærstu borg Kína. Þar stendur nú yfir
heimssýning og er Íslendingum vel tekið.
38 Styttist í Óróa
Ný íslensk unglingamynd verður
frumsýnd í komandi viku.
42 Kvikmyndir
Lengi lifi byltingin! og horfnir heið-
ursmenn.
45 Eitthvað
á prjónunum
Prjónaæði landans heldur áfram
og virðist færast í aukana þegar
kólna tekur. Nú er tíminn til að
taka upp prjónana.
Lesbók
50 Hvað átti ég að mynda
og hvernig?
Yfirlitssýning á verkum vesturíslenska ljósmyndarans Wayne Guð-
mundson í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
55 Síðasta orðið …
… á Auður Jónsdóttir rithöfundur.
22
40
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Golli af Ólafi Egilssyni.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún
Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri
Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Þ
að er mánudagsmorgun klukkan átta á
Domus Medica og þegar nokkrir farnir
að bíða í biðstofunni. Ég er látin fara úr
skónum og haltra síðan á eftir konunni
sem tekur vinalega á móti mér. Eftir stutta yf-
irheyrslu um heilsufar er komið að því klæðast
hinum klassíska gula sloppi. Ég veit ekki með þig,
lesandi góður, en mér finnst þessi litur alltaf dálít-
ið kostulegur. Af hverju er hann ekki bara grænn
eða bleikur? Eða í það minnsta til í nokkrum litum
sem velja má úr. En á bak við þetta eru vísast góð-
ar og gildar ástæður sem almennur leikmaður
skilur ef til vill ekki.
Í röntgenherberginu bíður mín tæki sem minnir
helst á einhvers konar uppfinningatól úr vís-
indaskáldsögu. Þangað skal vinstri fóturinn fara
alla leið inn og hællinn kirfilega í þar tilgerðan
stand. Svo er bara að liggja alveg kyrr í tæpan
klukkutíma meðan hiti og víbringur leikur um
hnéð. Það gæti hljómað nokkur raun að liggja kyrr
í svo langan tíma en fóturinn sofnar fljótlega og
sömuleiðis sá hægri.
Eigandi fótanna er sjálfur værðarlegur þar sem
hann liggur aftur á bak með teppi yfir sig og
heyrnatól á eyrunum með innbyggðu útvarpi. Á
Bylgjunni er Margrét í Húsmæðraskólanum að
fræða hlustendur um sláturgerð og segir að afar
gott sé að setja sveppi og beikon saman við, jafnvel
viskí eins og þeir gera í útlöndum! Ekki lítið nota-
legt og þjóðlegt svona á mánudagsmorgni og ein-
hvers staðar eftir viðtalið í miðju lagi frá áttunda
áratugnum steinsofnar eigandinn. Hann veit ekki
af sér fyrr en víbringurinn er hættur og vinaleg
kona hjálpar honum að koma báðum sofandi fót-
unum niður á gólf. Svo er bara að haltra til baka og
klæða sig, úfin með stírur í augunum og örugglega
með geislavirkan fót!
maria@mbl.is
Eitt sinn fékk greinarhöfundur að sjá hauskúpuna á sér í röntgen, það var toppurinn!
Á gulum slopp
Morgunblaðið/Þorkell
9. október
Páll Óskar verður gordjöss í Sjall-
anum og stýrir stuðinu alla nóttina
eins og honum einum er lagið.
10. október
Kjarvalsstaðir –
Með viljann að
vopni. Fyrirlestur
Þóru Þórisdóttur
myndlistarkonu
um konur og
myndlist.
14. október
Páll Rósin-
krans flytur
brot af því
besta í bland
við nýtt efni í
Salnum.
23. október
Fjölskyldusöngleikurinn um Dísu
ljósálf verður frumsýndur í end-
urreistum Austurbæ.
Við mælum með …
9. október
Sauðamessa í Borgarnesi hefst að venju með fjárrekstri eftir Borg-
arbrautinni að Skallagrímsgarði. Dagskráin fer síðan fram í og við garð-
inn, sauðamarkaðurinn verður á sínum stað í sölutjöldum og boðið verður
upp á kjötsúpu. Þá verður messuhald líkt og fyrri ár með hefðbundnu
sniði auk þess sem í boði verða ýmsar nýjungar, s.s. lopamaraþon, tað-
kögglarallí, keppni í skítkasti og fleira.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sauðamessa í Borgarnesi