SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 50
50 10. október 2010 Lesbókviðtal Þ ví miður þá tala ég ekki íslensku, mér var synjað um að læra það,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Wayne Guðmundson. Hann bætir við: „Ég held að afi minn og amma hafi viljað eiga sitt leyni-tungumál. Þau vildu líka að afkomendur sínir yrðu Bandaríkja- menn og héldu okkur því frá íslenskunni. Mér finnst hafa verið svindlað á mér hvað það varðar.“ Wayne Gudmundsson talar ekki mál forfeðra sinna í föðurætt, en á síðustu árum hefur samband hans við Íslands þó styrkst með hverju árinu sem líður. Hann kom fyrst hingað til lands sumarið 1993, en þá unnu þeir Guðmundur Ingólfsson ljós- myndari að verkefninu Heimahagar-Homapla- ces; Guðmundur myndaði á slóðum Vestur- Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada, en Wayne myndaði hér. Sýning með verkum þeirra félaga var sett upp í Listasafni ASÍ og í nokkrum listasöfnum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Síðan hefur Wayne komið nokkrum sinnum hingað til lands og myndað á sína stóru myndavél. Síðast kom hann fyrir þremur vikum og þá var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Tryggva- götu hrífandi yfirlitssýning á verkum hans, en Wayne er einn kunnasti og virtasti landslags- ljósmyndari Miðvesturríkjanna. Hann býr í Moorehead í Minnesota en afi hans og amma bjuggu í vesturíslensku nýlendunni Mountain í Norður-Dakota. Á sameiginlegu háalofti samfélagsins „Þetta er yfirlitssýning, úrval ljósmynda frá 35 ár- um,“ segir Wayne Guðmundson þegar við setjumst niður til að ræða um feril hans og verkin á sýning- unni. „Sýningin, og bókin A Considered View sem varð til um leið, voru sett saman fyrir Plains Art Museum í Fargo í Norður-Dakóta. Það var unnið að þessu verkefni í hátt í fimm ár. Ég réð mér aðstoð- armann, við fórum í gegnum allar mínar filmur og gættum þess að það væru til kontaktprent af þeim öllum; ég gerði vinnuprent af öllum myndum sem ég vildi skoða betur – og svo var rýnt í ferilinn. Ég vann náið með sýningarstjóranum sem hélt áfram að spyrja einfaldra en erfiðra spurninga: Hvers vegna tók ég þessa tilteknu mynd á þennan hátt? Hvers vegna er ekki meira af svona myndum? Hvað á ég við með þessum verkum?“ Wayne hefur á ferlinum sett saman margar sýn- ingar og sent frá sér nær tug bóka, en hér má sjá kjarnann í myndheimi hans, í glæsilega unnum klassískum ljósmyndaprentum. „Ég hef alltaf unnið að einu verkefni í einu, áður en ég hef farið yfir í næstu myndröð. Fyrsta stóra heildstæða verkefnið var um olíuvinnslusvæði í Dakóta, úr því verki fór ég að mynda minn- ingamörk um þýsk-rússneska landnema, og síðan í að mynda finnsk bjálkahús í Norður-Dakóta. Ég vann verkefnið Heimahaga með Guðmundi Ing- ólfssyni, byrjaði á tveimur verkefnum með Bill Holm, gerði tvær bækur með öðru skáldi – þetta hefur alltaf verið eitt verkefni á fætur öðru. Með þessari sýningu vildi ég finna þræðina sem halda öllum þessum verkum saman. Ég hef alltaf fundið fyrir þessum sameiginlegu einkennum í verkum mínum, en ég hef ekki gefið mér tíma til að skil- greina þá fyrr en með þessari sýningu. Loksins fékk ég nægan tíma til að hugsa um það hvernig verkin hafa þróast. Það er nú svo með sýningu sem þessa að venju- lega finnst okkur listamönnunum að þeim ljúki alltof fljótt og verkunum er þá komið fyrir uppi á hálofti heima hjá okkur. Ég vildi að þessi verk enduðu frekar á sameiginlegu háalofti samfélags- ins og gaf þess vegna sýninguna til Plains Art Mu- seum. Það á því öll þessi verk. Sýningin var sett upp í Fargo haustið 2008 en síðan stóð alltaf til að hún myndi fara á milli safna. Starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur fékk strax áhuga á sýningunni og við höfum unnið að und- irbúningi hennar hér lengi. Vitaskuld kom síðan upp öll þessi bandamál í íslensku efnahagslífi og það hægði á ferlinu. En verkin eru komin til Ís- lands og það sem við sjáum hér í safninu eru tveir þriðju hlutar upphaflegu sýningarinnar; þriðj- ungur er nú sýndur í Bismarck í Norður-Dakota. Hlutarnir tveir sameinast næst á sýningu í Seattle.“ Hugsar mest um jafnvægið Ljósmyndalega hefur Wayne Gudmundson lagt langa leið að baki; frá unga áhugamanninum sem handlék myndavél í fyrsta skipti en í dag er hann virtur listamaður og háskólaprófessor með meitl- aðan og persónulegan stíl. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ég var í sjóhernum, staðsettur á Guam í Kyrra- hafinu og það var afskaplega lítið við að vera,“ seg- ir Wayne. „Við gátum keypt tæki eins og mynda- vélar á tiltölulega lágu verði og mig langaði í myndavél en var bara staurblankur. Ég fékk þá lánaða 35 mm vél af Petri-gerð. Vinur minn átti Nikon og hann sýndi mér hvernig ætti nota vélina. Ég man að þetta var á páskadag og ég setti litfilmu í vélina og fór niður á strönd. Þar stóð ég hinsvegar frammi fyrir algjörri grundvallarspurningu; ég vissi hvernig ætti að nota vélina en hvað ætti ég að mynda og hvernig? Og það hefur verið spurningin sem ég spyr mig allar götur síðan.“ Þegar ég spyr Wayne að því hvað veki athygli hans þegar hann myndað, og hvað lendi á mynd- römmum hans, þá svarar hann strax. „Jafnvægi,“ segir hann. „Það er hægt að svara spurningunni með þessu eina orði, jafnvægi …“ Hann fer síðan út í að útskýra grundvallaratriði ljósmyndunarinnar, en hann vinnur alfarið með 4x5 tomma blaðfilmuvél, í svarthvítu. „Landslagsmyndirnar, sem ég hef unnið að sem þroskaður ljósmyndari síðustu áratugi, fela í sér fjóra þætti. Í fyrsta lagi er það sjóndeildarhring- urinn, en það er grundvallaratriði hvar honum er valinn staður; mikilvæg fagurfræðileg spurning sem skiptir formbygginguna og spennuna innan myndflatarins gríðarlegu máli. Annað atriði sem ég hef mikinn áhuga á eru för eða form á yfirborði jarðar. Einföld för geta sagt svo margt. För sem mennirnir skilja eftir sig geta verið hlaðin merk- ingu og sögu, geta sagt svo margt um mannlífið og Myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hvað átti ég að mynda og hvernig? „Ég vil að það séu einhverjir töfrar til staðar,“ segir Wayne Guðmund- son um svarthvítar landslags- myndir sínar. Yfirlitssýning á verk- um vesturíslenska ljósmyndarans var opnuð á dögunum í Ljósmynda- safni Reykjavíkur, en á henni eru bæði myndir frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og Íslandi. „Eru ekki allir Íslendingar með áhuga á ættfræði?“ spyr vestur-íslenski ljósmyndarinn Wayne Gudmundson. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.