SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 53
10. október 2010 53 Þ órdís Gísladóttur hlaut á dögunum Bók- menntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir þessa fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra. Þetta er ekki þykk bók, inniheldur ein- ungis 21 ljóð, en þau eru þó alls ekki hljóðlát eða innhverf. Þór- dís stígur hér fram sem býsna mótað skáld með áhugaverðan, nokkuð frakkan og persónu- legan tón. Ljóðin lýsa veruleika konu í Reykjavík samtímans. Vísað er í ýmsar áttir, í önnur skáld, í samtímaviðburði eða götur í borginni. Fólk sem bregður fyrir á skjánum eða úti á götu verður að yrkisefni en oftast eru það þó hugleiðingar um stöðu konunnar og kvenlegar ímyndir sem eru kveikjurnar. Írónísk afstaða Í ljóðinu Glamúrskortur er sagt mikilvægt (fyrir konu) að „líta út fyrir að vera venjuleg / án þess þó að vera leiðinleg. / Hugguleg, en ekki skera sig of mikið úr / og umfram allt ekki ganga um með óhamingjuna / eins og þrúgandi hvatarslæðu um hálsinn.“ Konum er síðan sagt að vera ekki leiðar þótt þær sitji aleinar heima á nýjum undirfötum á meðan maðurinn er einhvers staðar á djamminu, þær verði að taka því „af skiln- ingi og þolinmæði, að öðrum kosti endið þið sem einstæðar mæður, / útgrátnar með auka- kíló í pínulítilli íbúð …“ Írónísk afstaðan til stöðu konunnar og ímyndanna birtist einnig í How to look good na- ked: „Í þessari þáttaröð eru konum kennd ýmis ráð / til að líta vel út fáklæddar.// Eina ráðið sem ég tel að dugi mér persónulega, / þegar hér er komið sögu, / er að slökkva öll ljós og skríða undir sæng.“ Þórdís leikur sér stundum með andstæður eða teflir saman því sem ætlast er til af fólki og síðan raunveruleikanum sem kann að vera annar. Dæmi um þetta má sjá í ljóði um kaþ- ólskan prest sem ljóðmæland- inn fóðrar „á hroðalegum sög- um í skriftastólnum,“ og í stuttu ljóði þar sem ljóðmæl- andinn sest niður til að skrifa ljóð um að dæma eigi valda- menn fyrir stríðsglæpi, en í stað þess að yrkja spyr hún lesendur hvort þeir hafi tekið eftir því hvað ungi „veðurfræðingurinn er krúttlega höggmæltur?“ Í ljóðinu Ólíkt höfðumst við að árið 2007 er fyrst brugðið upp mynd af ljóðmælanda að drekka bjór og þar fylgst hann með forsetafrúnni koma út frá fatahönnuði „með gimsteina- hring á fingri / á lakkskóm með hælum.“ Bílstjóri á „skjald- armerkisbíl númer eitt … náði í Dorrit,“ og skyndilega er les- andinn kominn með garð- yrkjukrökkum í kirkjugarð- inum „að skoða dáið fólk í líkhúsinu í Fossvogi sér til nauðsynlegs þroska“. Þetta ljóðferðalag er af- skaplega vel unnið hjá skáld- inu. Stundum minnir tónninn í ljóðum Þórdísar á röddina í ljóðheimi Einars Más Guð- mundssonar; eitthvað í ír- oníunni og notkun á hvers- dagsheiminum kallar á þá líkingu. Henni hefur engu að síður tekist að finna sinn eigin tón, tón sem er svalur en þó agaður, bóklegur og kæruleys- islegur í senn. Leyndarmál annarra er ekki þykk bók en þetta úrval ljóða myndar góða og áhugaverða heild; það verður því spennandi að sjá hvað Þórdís skrifar næst. Hroðalegar sögur í skriftastólnum Þórdís Gísladóttir hlaut Bókmannta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar. Morgunblaðið/Ómar Bækur Leyndarmál annarra bbbmn Ljóð Eftir Þórdísi Gísladóttur. 36 bls. Bjartur 2010 Einar Falur Ingólfsson Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar 27. ágúst – 24. október 2010 Að elta fólk og drekka mjólk Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÁR: málverkið á tímum straumvatna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Þorvaldur Skúlason Kaffistofa leskró - barnahorn OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Cars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur á sýninguna SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 ÁFANGASIGUR LISTAKVENNA - Dagný Heiðdal listfræðingur. HÖRPU- OG HAMINGJUSTUND á Marengs 10.10.10. kl. 11-17 Hörputónar Monicu Abendroth munu hljóma allan daginn. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar LJÓS // NÓTT. Vinsamlega snertið. Verk Guðmundar R. Lúðvíkssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is TRÉKARLAR Verið velkomin á opnun sýningar Guðmundar Sigurðssonar laugardaginn 9. október kl. 14. Sýningin stendur til 15. desember. Opið mán.–fim. kl. 10–19, fös. 11-17 og lau. 13-17. Ókeypis aðgangur. www.natkop.is Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn „9 - samsýning ungra myndlistarmanna í Gerðarsafni“ Sýnendur eru: Berglind Jóna Hlynsd., Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogad., Helga Björg Gylfad., Logi Bjarnason, Páll Haukur Pálson, Steinunn Gunnlaugsd., Styrmir Guðmundson. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsd. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 2.-24. október 2010 SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir opna sýninguna SPOR laugardaginn 2. október klukkan 15:00. Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík Fjarskiptasafnið við Suðurgötu Opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.