SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 4
4 10. október 2010
Veldi
Opruh
Winfrey
er víð-
feðmt.T
ímaritið Forbes birti í vikunni lista yfir
100 valdamestu konur heims. Á topp
tíu eru fjórar konur úr heimi fjölmiðla
og lista. Forbes ákvað í þetta sinn að
notast við víðari skilgreiningar en hefðbundna
titla og hlutverk og líta heldur til framkvæmda-
gleði og áhrifa í hinum skapandi heimi. Ein-
kennir það fjölmiðla- og listakonurnar, sem fara
hátt á listanum að þær hafa látið til sín taka á
fleiri en einu sviði. Þær hafa byggt upp fyrirtæki
eða barist fyrir mikilvægum málaflokkum.
Efst kvennanna í þessum hópi er Oprah Win-
frey en hún stýrir miklu fjölmiðlaveldi. Áhrifa-
mikill spjallþáttur hennar hefur verið í sjónvarpi
í 25 ár en síðasti þátturinn verður á dagskrá 9.
september á næsta ári. Næst á dagskrá hjá Opruh
er ekki þáttur heldur heil sjónvarpsstöð, OWN,
The Oprah Winfrey Network en sjónvarpsstöðin
fer í loftið í janúar 2012.
Áhrif Opruh eru þekkt en vera Lady Gaga í
sjöunda sæti yfir valdamestu konur heims hefur
vakið athygli. Hún er ný drottning poppsins og
er ekki aðeins tónlistarkona heldur má líka segja
að hún sé gjörningalistamaður enda kýs hún að
koma fram í óvenjulegum fötum. Skemmst er að
minnast þegar hún kom fram í kjól úr hráu kjöti
á MTV-verðlaunahátíð. Ljóst er að hún vekur at-
hygli hvert sem hún fer og notar hún líka þessa
athygli til góðs því hún er virk í baráttunni fyrir
réttindum samkynhneigðra. Hún hefur lagt sér-
staka áherslu á það að berjast fyrir rétti samkyn-
hneigðra til að ganga í herinn og er andsnúin
„Ekki spurja, ekki segja frá“-stefnu hersins.
Önnur baráttukona fyrir réttindum samkyn-
hneigðra er á meðal tíu valdamestu kvennanna
en sú er spjallþáttastjórnandi líkt og Oprah,
fyrrum dómari í American Idol og grínisti, Ellen
DeGeneres.
Lady Gaga er líka yngsta konan, ekki aðeins á
topp tíu, heldur á öllum listanum, en söngkonan
er aðeins 24 ára.
Lady Gaga hefur átt sex lög á toppi bandaríska
Billboard-listans, sem setur hana á stall með
dansdrottningunni og leikkonunni Beyoncé
(eftirnafn óþarfi). Líkt og aðrar konur á listanum
er Beyoncé ekki í einu hlutverki heldur hefur
hún líka byggt upp tískuveldið House of Deréon.
Tónlistarkonur eru því áberandi á toppnum
en efsta leikkonan er Angelina Jolie, sem skipar
21. sætið. Hún hefur jafnframt látið mikið til sín
taka sem góðgerðarsendiherra Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.
Valda-
miklar-
stjörnur
Áhrifakonur
úr heimi lista
og fjölmiðla
Vikuspegill
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Angelina Jolie við hjálparstörf í Pakistan.
Á toppi lista Forbes trónir forsetafrú Bandaríkjanna,
Michelle Obama. Hún fæddist 17. janúar árið 1964
þannig að hún er aðeins 46 ára. Tímaritið segir hana
hafa haft víðtæk áhrif síðan hún tók við núverandi
hlutverki sínu. Hún er fyrsta forsetafrúin af afrísk-
amerískum uppruna og hefur breytt andliti Hvíta
hússins út á við í orðsins fyllstu merkingu. Könnun
eftir könnun leiðir í ljós að hún nýtur mikillar hylli
fólksins í landinu og er fyrirmynd stúlkna og kvenna
um víða veröld. Hún er menntaður lögfræðingur frá
Harvard og hefur starfað bæði í einkageiranum og
hinum opinbera.
Hún hefur lagt áherslu á börn og ungt fólk í störf-
um sínum sem forsetafrú og barist fyrir bættri heilsu
þessa hóps í gegnum breytt mataræði og hreyfingu.
Herferð hennar Let’s Move! miðar að því að offita
barna verði ekki vandamál að kynslóð liðinni.
Valdakonurnar eru tengdar en fleiri konur á listan-
um taka þátt í Let’s Move! Vegna átaksins hafa stór-
ir matar- og drykkjarframleiðendur (þar á meðal
Kraft Foods og PepsiCo) sammælst um að skera 1,5
billjónir kaloría úr mat sínum, einna helst með því að
kynna nýjar vörur til sögunnar og minnka skammta-
stærðir.
Berst fyrir bættri heilsu
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, er valda-
mesta kona heims samkvæmt tímaritinu Forbes.
Reuters
1. Michelle Obama,
forsetafrú.
2. Irene Rosenfeld,
forstjóri Kraft Foods.
3. Oprah Winfrey,
spjallþáttastjórnandi og
fjölmiðlamógúll.
4. Angela Merkel,
kanslari Þýskalands.
5. Hillary Clinton,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
6. Indra Nooyi,
forstjóri PepsiCo.
7. Lady Gaga,
tónlistarkona og
gjörningalistamaður.
8. Gail Kelly,
forstjóri Westpac.
9. Beyoncé Knowles,
söngkona og
fatahönnuður.
10. Ellen DeGeneres,
spjallþáttastjórnandi.
Topp tíu
Ellen DeGeneres
og Lady Gaga
samankomnar
á MTV-hátíð.
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn