SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 15
10. október 2010 15 Þ að eru margir sem koma fram nokkrum árum eftir svona reynslu og segja frá henni, en þá er oft verið að einblína á upp- bygginguna. Það er auðvitað nauðsynlegt að segja frá henni, en það er sjaldan sem reynslusögur heyrast af meðferðinni sjálfri. Þær reynast vel, þar sem það eru merkilega margir sem fara í gegnum svona lífsreynslu,“ segir Hjalti sem hafði ekki hugmynd um hvað biði sín eftir að hann fékk greiningu og líkir reynslu sinni við að hoppa út í djúpa laug með bundið fyrir augun. Hjalti hafði í nógu að snúast áður en hann veiktist og var farinn að leggja grunninn að framtíðarplönum sínum, líkt og flest ungmenni á hans aldri. Hann stundar nám við Háskólann í Reykjavík og stefndi á áframhaldandi nám erlendis ásamt kærustu sinni nú í haust. Í ljósi breyttra aðstæðna sáu þau sig tilneydd að fresta áætlunum sínum um óákveðinn tíma. Eistað á stærð við körfubolta Hjalti segist hafa byrjað að finna fyrir ein- hverju óeðlilegu en eins og svo margir karlmenn þá leiddi hann hugann frá því. Það var ekki fyrr en söfnunar- og upplýs- ingarátakið Mottumars hófst sem hann ákvað að leita sér læknishjálpar. „Ég hringdi í Krabbameinsfélagið sem benti mér á að tala við heimilislækni, því það var enga greiningu að fá hjá þeim fyrir svona lagað, bara ráðleggingar, sem kom mér svolítið á óvart. Fljótlega eftir þetta var ég staddur í skólanum þegar ég fann rosalegan verk í pungnum og vissi að það væri eitthvað að gerast. Ég fór og lét líta á þetta og klukkutíma síðar var eistað orðið á stærð við körfubolta og ég á leiðinni í aðgerð. Þegar ég hitti þvagfæra- skurðlækninn var ég í morfínvímu, en hann sagði mér að það væru allar líkur á því að það þyrfti að fjarlægja eistað. Ég sagði nú bara að það væri fínt.“ Í skurðaðgerðinni sást í hvað stefndi og þótti nauðsynlegt að fjarlægja sýkta eist- að. Gervieista úr sílkoni var síðan komið fyrir í sömu aðgerð. Að sögn Hjalta hefur brottnámið ekki haft mikil andleg eða lík- amleg áhrif á hann sjálfan, enda ekki mik- ill munur á því nýja og gamla. „Það er núna aðeins léttara hægra megin en ég held að það hjálpi mér nú bara í fótbolta,“ segir Hjalti og slær á létta strengi. „Í fram- haldinu fannst svo illkynja æxli utan á öðru eistanu og krabbameinsvaldandi frumur voru komnar út í æðakerfið.“ Hjalti greindist með svokallað frjó- frumukrabbamein, sem herjar oftast á karlmenn milli tvítugs og þrítugs, en það vex yfirleitt hratt og getur myndað mein- vörp snemma. Þó svo að krabbamein í eistum sé frekar sjaldgæft þá greinast um 9 karlmenn á ári hér á landi samkvæmt vef Krabbameinsfélagsins. Mikil bylting hefur orðið í greiningu og meðferð á þess- ari gerð krabbameins á undanförnum ára- tugum og hafa lífslíkur batnað verulega. Við lok síðustu aldar mátti reikna með vel yfir 90% batalíkum. Engin viðbrögð röng „Ég veit ekki alveg af hverju, en um leið og ég fékk fréttirnar þá tók ég kannski svona klukkutíma þar sem ég hugsaði um hvaða ósanngirni þetta væri. Af hverju ég væri með krabbamein þar sem ég reykti ekki né tæki eiturlyf. Eftir að hafa verið með tárin í augunum, sparkandi í rúmið mitt, ákvað ég að þetta væri verkefni sem hefði einhvern tímaramma og ég ætlaði að klára. Það kom ekkert annað til greina.“ Hjalti var einn heima þegar hann fékk niðurstöðurnar símleiðis. Hann segir það hafa fengið mikið á sig að segja þeim sem stóðu honum næst fréttirnar. „Það var langerfiðast að segja Bryndísi kærustunni minni frá þessu. Annars fór ég þá leiðina að segja einum af mínum bestu vinum frá veikindunum, því mér fannst ég eiga inni hjá honum tilkynningargreiða. Ég hringdi í hann daginn eftir að ég fékk niðurstöð- urnar og bað hann um að hitta mig niðrí bæ til að fá okkur einn bjór á föstudags- eftirmiðdegi. Það var þá sem ég sagði honum fréttirnar og bað hann um að segja vinahópnum.“ Að sögn Hjalta komu engin viðbrögð honum á óvart, enda hafi hann sjálfur aldrei verið hinum megin við borðið í þessum efnum. „Það hefur aldrei neinn sagt mér að hann sé með krabbamein, svo ég veit ekki hvað á að segja við þeim frétt- um. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér röng viðbrögð. Það skipti mig ekki máli hvort einhver segði ekki neitt í einhvern tíma, eða færi að gráta. Það er ekkert rangt.“ Mikilvægt að vita af stuðningnum Hjalti segist þakklátur fyrir þann stuðning sem fjölskylda og vinir sýni honum og ítrekar að hann skipti höfuðmáli. „Þetta þarf alls ekki að vera mikill stuðningur. Fólk þarf ekki að vera hringja í þig á hverjum degi eða koma heim til þín að klappa á bakið á þér, en bara að maður viti að fólk standi með manni skiptir gríð- arlegu máli. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefði verið án þeirra sem standa að baki mér. Bryndís er svakalega stór hluti af þessu og án hennar hefði ég ekki getað gert þetta. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hana og mér finnst ég aldrei geta end- urgoldið henni þetta.“ Hjalti talar fallega um hlutverk foreldra sinna. „Þau hjálpuðu mér svo mikið, ekki bara andlega heldur léttu þau einnig á fjárhagslegu áhyggjum mínum. Ég var kominn með góða vinnu í sumar en þurfti að hætta við hana. Svo fékk ég ekki heldur námslánin mín. Það skipti mig miklu máli að geta sloppið við það að hafa áhyggjur af einhverju öðru, eins og fjármálum.“ Erfiður kynningarfundur Um miðjan aprílmánuð fór Hjalti í viðtal til krabbameinslæknis og í byrjun maí var hann mættur í kynningu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga þar sem hann fékk að vita hvað var í vændum. „Það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Hjalti og er þögull um stund. Það er augljóst að það reynist honum erfitt að rifja þennan dag upp. „Ég var boðaður á kynningarfund þar sem farið er í gegnum allt og maður getur spurt eins og maður vill. Það er mælt með að þú fáir einhvern til að fylgja þér á fund- inn, aðallega þar sem maður nær ekki öllu því sem er verið að kynna fyrir manni, því þetta er mikið sjokk að mæta þangað. Þá er nauðsynlegt að hafa einhvern með sér til að ná öllum upplýsingunum. Þegar maður sér fólkið sem er í lyfjameðferð þá verður þetta að raunveruleika. Á þessum tíma labbaði ég inn og út með enga vitn- eskju í höfðinu. Ég man að ég hugsaði með mér: „Hvaða staður er þetta eiginlega?“ Það er reynt að láta þetta vera eins huggu- legt og hægt er en það er bara ekki hægt nema upp að vissu marki. Þetta er mest niðurdrepandi staður sem ég hef komið á.“ Hjalti segist hafa spurt hjúkrunarfræð- ing hvaða spurningar brynnu á mönnum rétt fyrir meðferð. „Karlmenn vilja oftast vita hvort það sé leyfilegt að fá sér bjór eða vínglas á meðan á þessu stendur, en svo er víst ekki. Svo eru það náttúrlega spurn- ingar varðandi barneignir. Krabbameins- frumur eru endurnýjanlegar frumur, en þau lyf sem eru til í dag ráðast ekki ein- ungis á þær, heldur á allar endurnýj- anlegar frumur líkamans. Þó svo að þú getir ekki eignast barn þá ertu ekki ófrjór. Sáðfrumurnar virka bara ekki í einhvern ákveðinn tíma, því þær eru endurnýj- anlegar. Eftir meðferðina sjálfa er svo lagt til að bíða með barneignir í eitt til tvö ár þar sem lyfjameðferðin getur haft áhrif á fóstrið í einhvern tíma.“ Óvenjuleg sýnataka Þó svo að meðferð krabbameins í eistum leiði ekki til getuleysis og venjulega nægir eitt heilbrigt eista til þess að karlmaður geti eignast börn þá getur kröftug krabba- meinslyfjameðferð minnkað frjósemi. Hjalta var því ráðlagt að frysta sáðfrumur fyrir meðferð til að geta notað þær síðar til frjóvgunar, ef á þyrfti að halda. „Þetta var eitthvað sem mér fannst áhugavert miðað við allt annað sem ég var að fara að ganga í gegnum. Var ég virki- lega að fara inn á einhvern stað þar sem ég fengi klámblöð eða klámmynd til að setja í tækið? Maður hefur í rauninni bara séð svona í bíómyndum. Það eina sem ég vissi var að ég átti pantaðan tíma hjá fyrirtæki sem sér um að frysta svona.“ Hjalti segist hafa fundið fyrir smá spenningi áður en hann sofnaði kvöldið áður. „Daginn eftir labbaði ég inn í afgreiðsluna, kynnti mig og sagðist eiga pantaðan tíma. Þegar kon- an í afgreiðslunni spurði mig hvort ég væri að koma með sýni endurtók ég mig og sagðist nú bara eiga pantaðan tíma. Hún varð forviða og spurði hvort ég væri ekki örugglega kominn til að frysta. Þegar ég svaraði játandi spurði hún aftur hvort ég væri ekki með sýni. Þegar ég sagðist ekki vera með það var mér bent inn á rannsóknarstofu. Þar talaði ég við konu sem spurði mig að því sama.“ Hjalti sló á létta strengi og sagðist einungis vera með sýni innra með sér og að hann hafi haldið að sýnatakan færi fram á staðnum. Það er víst að bíómyndir endurspegla ekki alltaf raunveruleikann. „Hún sagði að þetta væri allt í lagi og spurði mig svo hvort ég ætti nokkuð heima langt frá. Þegar ég neitaði því rétti hún mér tilraunaglas og sagði að ég yrði að vera snöggur, ég hefði klukkutíma til að ganga frá þessu einhvers staðar. Ég fór heim og kláraði málið en á leiðinni út hugsaði ég: „Hvað á ég eiginlega að gera, Út í djúpu laugina með bundið fyrir augun Hjalti Sigfússon var 25 ára þegar hann greindist með eistnakrabbamein í mars fyrr á þessu ári. Við tók hörð lyfjameðferð sem hann lauk nú í júní. Hjalti talar opinskátt um reynslu sína til að veita fólki innsýn í meðferðarferlið og segir frá því hvað hafi hjálpað honum einna mest. Texti: Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Ljósmyndir: Hjalti Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.