SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Page 16

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Page 16
16 10. október 2010 ég er með strákana mína með mér í bolla.“ Ég ákvað að stinga þeim undir buxna- strenginn til að halda á þeim hita og brun- aði af stað.“ Hjalti segist hafa rankað við sér á miðri leið og fundist aðstæður sínar frekar end- urspegla handrit af gamanþætti en raun- verulegt líf. „Hversu fyndið væri það ef ég hefði verið stoppaður af lögreglunni. Hefði ég ekki haft hina fullkomnu afsök- un? Mér fannst þetta allt svo ótrúlega fyndið: Að fara á stofu þar sem kona biður mig um að fara heim með bolla og koma keyrandi með strákana mína aftur. Ef ég hefði verið í Seinfield-þætti þá hefði eitt- hvað gerst á þessum tímapunkti. Ég er kannski orðinn örlítið gegnumsýrður af Hollywood, en þessi dagur var allavega ekki alveg eins og ég bjóst við.“ Eirðarlaus rétt fyrir meðferð Það liður um tvær vikur frá því að Hjalti fór á kynningarfundinn og þar til meðferð hófst. „Þetta var erfiður tími. Ég vissi ekk- ert hvað ég átti af mér að gera og var rosa- lega eirðarlaus. Ég lærði á fullu upp að vissu marki enda stutt í prófin á þessum tíma. Svo hélt ég áfram að gera það sem ég gerði venjulega. Viku fyrir meðferðina þá var mér hætt að vera sama. Ég vissi að ég var ekki að fara að taka nein próf og fór að slaka á.“ Hjalti fór í tvær sterkar lyfjameðferðir á rúmlega mánaðar tímabili. Fyrri með- ferðin hófst 17. maí og stóð yfir í 5 daga. Halta var tjáð að hann fengi tveggja vikna hlé á milli meðferða, en vegna þess hve veikburða hann varð af þeirri fyrri var ákveðið að seinka framhaldinu. Hann fór í seinni lyfjameðferðina 14. júní, sem stóð einnig yfir í 5 daga. „Þegar ég var í lyfjaviku mætti ég kl. 8 á morgnana upp á Landspítala á deild sem heitir dagdeild blóð- og krabbameins- lækninga, eða 11B. Þar tók alltaf á móti mér sama yndislega konan, Hjördís Jó- hannsdóttir. Þessi kona reyndist mér al- veg ótrúlega vel. Bara það að það sé alltaf sama manneskjan sem tekur á móti manni og sér um mann skiptir miklu máli, sér- staklega þegar liðið er á meðferðina, þá verður maður allur viðkvæmari fyrir öllu. Ég á henni svo mikið að þakka, enda faðmaði ég hana og kyssti þegar ég fór.“ Erfiðir tímar eftir meðferð „Meðferðin var oftast búin um kl. 15 og þá hélt maður heim frekar vankaður og nokkrum kg þyngri. Ég fékk að meðaltali 3-3½ lítra af vökva í æð á hverjum með- ferðardegi, krabbameinslyf og saltlausn.“ Hjalti reyndi að halda sínu striki eins lengi og hann gat á meðan á meðferð stóð en að lokum varð hann mjög veikburða. „Ég hélt áfram að fara út að hlaupa og hreyfa mig, en það var frekar þrjóskunnar vegna en að halda mér í formi. Eftir fjóra daga í lyfjameðferð mætti ég í fótbolta. Þegar ég var búinn að sprikla þar í klukkutíma þá var eins og strætó hefði keyrt yfir mig.“ Eftir að fyrri meðferð lauk leið Hjalta mjög illa og var hann mest rúmliggjandi. „Maður er með stanslausa ógleði af lyfj- unum 24 tíma á sólarhring, sjö daga vik- unnar. Þú getur ekki gubbað og verður að borða þrátt fyrir að vera ekki með neina matarlyst. Til að fyrirbyggja ógleðina eru þér gefin svokölluð ógleðislyf, en þau eru til að róa magann og geta valdið miklu harðlífi. Þegar ég var búinn að taka þessi lyf í viku varð allt kerfið gjörsamlega stífl- að. Eftir einhvern tíma fannst mér allt ómögulegt og pirrandi. Ég verð eiginlega bara pirraður á að tala um það,“ segir Hjalti og bætir kíminn við: „Ég hefði aldrei trúað að ég gæti haft svona mikla samúð með óléttum konum.“ Skrásetti breytingu og vanlíðan Þrátt fyrir að lyfjameðferðin hafi verið kröftug og sett líf Hjalta algjörlega úr skorðum ákvað hann að byrja á langþráðu verkefni sem hann segir hafa hjálpað sér meira en hann hafði grunað í fyrstu. „Ég er mikill áhugamaður um ljós- myndun og mig hefur lengi langað til að taka myndir af mér einu sinni á dag í heilt ár. Þarna var í rauninni komið kjörið tækifæri. Bæði það að ég gat gert það sem ég ætlaði mér alltaf að gera og svo fannst mér nauðsynlegt að skrásetja breytingu mína og vanlíðan. Stundum svaf ég allan daginn og nóttina líka. Þegar ég svo vakn- aði vissi ég ekki hvort það var dagur eða nótt. Það var náttúrlega hásumar á Íslandi þegar ég var í meðferðinni sem gerði það að verkum að það var svolítið erfitt að átta sig á þessu. Ég var alveg kolruglaður stundum. Þegar fór að líða á meðferðina fattaði ég að það hjálpaði mér að taka mynd einu sinni á sólarhring, en allar myndirnar eru teknar á svipuðum tíma, um kvöldmat- arleytið. Það var ekki lengur neinn fastur punktur í mínu daglega lífi, en þetta veitti mér einhvern fastan punkt í sólar- hringnum og það skipti merkilega miklu máli.“ Það var hann sjálfur sem byrjaði að taka myndirnar en svo tók Bryndís við. „Ég ætlaði að taka þær allar sjálfur en það er bara svo mikið mál þar sem þær eru ekki teknar með flassi og fókusinn þarf að vera réttur. Ég kalla þetta samt sjálfsmyndir þó svo ég hafi fengið annan til að taka þær. Sama hversu ónýtur ég var og hversu illa mér leið í líkamanum og sálinni þá píndi ég Bryndísi til að taka myndir af mér. Ég held að ég sé alveg búinn að koma í veg fyrir að kærastan mín fái áhuga á ljós- myndun. Ég var alltaf í ógeðslegu ástandi þegar hún tók myndirnar.“ Gífurleg breyting á mánuði Þó svo að Hjalti viðurkenni að honum þyki erfitt að horfa á myndirnar í dag þá sér hann ekki eftir að hafa tekið þær. „Þetta er lífsreynsla sem hefur mótað mig og henni vil ég ekki gleyma. Svo er líka bara gaman að sjá breytinguna sem verður á ekki lengri tíma. Þessar myndir eru teknar á einum mánuði. Í rauninni þá breytist líkamlegt útlit ekki bara í lok meðferðarvikunnar. Það er dælt í mann þessum 3-3½ lítra af vökva á hverjum degi í meðferðarvikunni. 2½ lítri er þó saltlausn til að búa líkamann undir krabbameinslyfið sjálft og til að maður losni við það fyrr. Á þriðja og fjórða degi var þetta farið að sjást. Ég var orðinn þrútinn í framan, því líkamanum tókst ekki að losna við allan vökvann. Ég var alltaf vigtaður á morgnana þegar ég kom og seinni partinn þegar ég fór. Þannig var fylgst með því hvað ég náði að losa mig við mikinn vökva. Einn daginn pissaði ég til dæmis ekki neitt og hafði pissað of lítið daginn áður líka. Á þessum einum og hálfa sólarhring þyngdist ég um sjö kíló bara vegna vökva. Þetta sást alveg á mér, en ég hélt að krabbameinslyfin hefðu þessi áhrif. Ég fattaði þetta í raun- inni ekki fyrr en ég steig á vigtina. Þegar ég hafði þyngst fékk ég svokallaða pissu- pillu í poka, sem ég tók einmitt mynd af. Tveimur tímum eftir að ég tók hana piss- aði ég eins og fíll.“ Vaknaði og fann ekki til Hjalti segist hafa fundið fyrir miklum dagamun á sér, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega og það sjáist augljóslega á myndunum. Þá sé hármissirinn áberandi, en meðferðin sem hann gekk í gegnum er svo öflug að fólk missir líkamshár sín í langflestum tilvikum. „Það fóru öll hár af líkamanum mínum, fyrir utan augabrýrnar. Áður en með- ferðin hófst var ég búinn að ákveða að snoða mig, sem var ekkert mál þar sem ég var snoðaður í mörg ár. Það er auðvitað auðveldara fyrir stráka en stelpur hvað þetta varðar.“ Eftir að hafa legið í móki heima hjá sér í marga daga segist Hjalti hafa vaknað einn daginn og öll líkamleg vanlíðan hafi verið á bak og burt. „Það voru engin smá viðbrigði að finna ekki til. Ég man eftir fyrri meðferðina, þá var ég búinn að vera í rugli frá föstudegi til fimmtudags. Ég vaknaði og það var allt í lagi með mig. Fann ekki fyrir neinni van- líðan eða ógleði og vissi í rauninni ekkert hvernig ég ætti að haga mér. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Bryndísi rosalega skrýtinn og eiginlega hálf leið- inlegur. Ég bara vissi ekki hvernig ég átti að höndla það að líða ekki illa. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning. Þetta gerði það líka að verkum að ég var alltaf að bíða eftir 18. maí 19. maí 21. maí 11. júní 14. júní 16. júní Svokölluðum brunni var komið fyrir á hverjum degi og voru lyfjapokarnir tengdir við hann. 26. maí 10. júní

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.