SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 36
36 10. október 2010 Grunnhugmyndin að íslenska skálanum á Heimssýningunni 2010 í S S ú var tíðin að Sjanghæ var rólegur fiskibær. Á lýðveldistímanum varð staðurinn við óshólma Yangtze-fljóts aftur á móti að mikilvægustu borg Kína, brennipunktur menningar, stjórnmálaumræðu, mennta – og lasta. Um miðja síðustu öld tók við hnignunarskeið í sögu Sjanghæ enda var borgaralegt yfirbragð hennar þyrnir í augum Maóista sem komnir voru til valda. Með endurreisn markaðshagkerfisins árið 1992 urðu hins vegar vatnaskil á ný og síðan þá hefur Sjanghæ vaxið og dafnað á leifturhraða. Fáar borgir í heimi, ef nokkur, eru í eins mikilli mótun nú um stundir og vissara fyrir íbúana að lygna augunum ekki of lengi aftur í senn – þeir gætu misst af ein- hverju. „Sjanghæ er ótrúleg borg,“ segir Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri íslenska skálans á heimssýningunni EXPO 2010, sem dvalist hefur eystra undanfarna mánuði. „Hún er í örum vexti og ég er sannfærður um að Sjanghæ á eftir að verða miðstöð efnahagslífs í Asíu með sama hætti og New York í hinum vest- ræna heimi. Uppgangur er mikill, skýjakljúfarnir hoppa upp hver af öðrum og fyrirtæki og hlutabréfamarkaðurinn stækka bara og stækka. Tækifærin eru á hverju strái – það er bara spurning um að nýta þau.“ Hann segir íslensk fyrirtæki tvímælalaust eiga erindi inn á kínverskan mark- að, ekki síst þau sem starfa í orkugeiranum. „Orku- og verkfræðifyrirtæki voru hérna um daginn og áhugi á þeirra starfi og þjónustu er mikill. Það er ekki bara að við séum að opna hitaveitur í Kína, heldur skiptir líka miklu máli að vinna saman og nýta þekkinguna sem íslenskir verkfræðingar og arkitektar búa yfir. Að sama skapi er erfðageirinn mjög vaxandi, svo eitthvað sé nefnt.“ Hreinn ber Kínverjum vel söguna, þeir séu upp til hópa alúðlegt fólk. „Það eru miklar breytingar í kringum Kínverja, einkum þá sem búa í borgunum. Við sjáum töluverðan mun á borgarbúum annars vegar og þeim sem koma lengra að hins vegar. Þróunin fer hratt yfir en nær misfljótt til fólksins.“ Viðtökur vonum framar Þegar talið berst að íslenska skálanum á heimssýningunni segir Hreinn viðtök- urnar hafa verið vonum framar. „Gestafjöldinn hefur staðist væntingar, við gerum ráð fyrir að yfir tvær milljónir manna heimsæki okkur áður en yfir lýkur sem er mjög gott. Það sem skiptir hins vegar ekki minna máli er fjölmiðlaum- fjöllunin sem við höfum fengið í kínverskum miðlum. Umfjallanir með við- tölum og/eða öðrum upplýsingum eru komnar yfir tvö hundruð og sjálfur hef ég farið í einhver fjörutíu sjónvarpsviðtöl hér í Kína. Það hefur verið frábært að taka þátt í að kynna Ísland, íslenska menningu og fyrirtæki með þessum hætti. Sumir þessara miðla ná til tuga ef ekki hundraða milljóna manna.“ Hreinn segir engan hafa órað fyrir þessum mikla áhuga fjölmiðla. „Í sannleika sagt kom ég hingað út til að sjá til þess að allt gengi vel og væri á fjárhagsáætlun. Ég átti aldrei von á því að enda sem sjónvarpsstjarna,“ segir hann hlæjandi. Það eru ekki bara fjölmiðlar, Hreinn segir kínverskan almenning upp til hópa sýna Íslandi mikinn áhuga. Alltaf sé röð við skálann og gestirnir spyrji starfs- menn spjörunum úr. Að sögn Hreins hefur áhugi og þátttaka íslenskra fyrirtækja einnig farið fram úr björtustu vonum. „Við gerðum okkur ekkert sérstakar vonir í upphafi í þessu erfiða árferði heima en núna hafa um sjötíu viðskiptaaðilar nýtt sér þátttöku með einum eða öðrum hætti. Menn hafa bæði komið sjálfir á svæðið og sent kynningarefni. Það er virkilega ánægjulegt,“ segir Hreinn en aðaláherslur þátt- töku Íslands á sýningunni eru á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, þekkingariðn- aðar og ferðamennsku. Eitt þeirra fyrirtækja sem sótt hafa Sjanghæ heim í tilefni af heimssýningunni er Latibær. „Það var mikill heiður að fá að taka þátt fyrir hönd Íslands og í raun sögulegt að fylgjast með kínverskum börnum í fyrsta skipti hreyfa sig við Lata- bæ,“ segir Ágúst Freyr Ingason, sem skipulagði ferðalagið af hálfu Latabæjar. „Um 75 milljón manns heimsækja heimssýninguna og var ánægjulegt að fulltrúar yfirvalda töldu sýningu Latabæjar þá mest sóttu og var okkur í kjölfar- ið boðið á World Leisure Expo, sem tileinkuð er heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína haustið 2011.“ Latibær fór einnig í skólaheimsókn með forseta Íslands og borgarstjóranum og funduðu þeir lengi þar sem forsetinn ræddi árangur Latabæjar tengt heilsu barna og lagði áherslu á mikilvægi forvarna. „Kínversk skólabörn tóku sýning- unni mjög vel og samstarf við skóla í Kína er í umræðu.“ Erlent barnefni á ekki greiðan aðgang að sjónvarpi í Kína, en Latabæ var samt boðið að hitta fulltrúa kínverska ríkissjónvarpsins, CCTV í Peking að máli og segir Ágúst Freyr viðræður um samstarf hafnar. Íþróttaálfurinn (Dýri Kristjánsson) og Solla stirða (Unnur Eggertsdóttir) skemmta ungum og öldnum á Evrópusviði Skjótt skipast veður í lofti eins og þessi blómarós fékk að kynnast. Hraðinn í borginni getur verið mikill á háannatíma. Fólkið er upp til hópa alúðlegt og kurteist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.