SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 11
10. október 2010 11 A lternative Copenhagen eða Alt_Cph er jaðarlistahátíð sem í ár var haldin í fimmta sinn. Hátíðin fór fram í Fa- brikken for Kunst og Design sem stað- sett er í rótgrónu iðnaðarhverfi á Ama- ger. Þar kom saman fjöldi listamanna úr ýmsum áttum og tefldi fram mörgu af því ferskasta sem á sér stað um þessar mundir í samtímalist. Sýningin er haldin árlega í samfloti við Art Co- penhagen sem er stærsta samtíma- listahátíð á Norðurlöndum. Íslendingar áttu sína fulltrúa á sýn- ingunni og gafst blaðamanni kostur á að fylgja eftir listahópi frá Gallerí Crymo. Hópinn skipuðu myndlist- arkonurnar Rakel McMahon, Una Björk Sigurðardóttir, Kolbrún Ýr Ein- arsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Þor- gerður Ólafsdóttir, Solveig Pálsdóttir og Harpa Rún Ólafsdóttir. Þetta ku vera í þriðja sinn sem íslenskir lista- menn sýna á hátíðinni en hópur frá Kling og Bang gallerí hefur tvívegis tekið þátt. Listarými verður til Hvert gallerí fékk sitt rými og þurfti að byggja það frá grunni. Síðustu klukku- stundirnar fyrir opnunina voru iðn- aðarmenn í óðaönn að leggja lokahönd á fráganginn. Listamenn hjóluðu vítt og breitt um Kaupmannahöfn í leit að skrúfum, lömpum, heftibyssum og öðru tilfallandi. Þar sem flestir lista- mennirnir voru aðkomnir gátu fæstir ferðast með tilbúin verk. Því þurftu margir að byggja verkið frá grunni þótt hugmyndin væri fædd. Þetta fyrirkomulag skapaði ferskt andrúmsloft þar sem mörg rýmin voru breytileg og sífelldri þróun. Á opn- unardaginn var allt klappað og klárt. Margt var um manninn og sýning- argestir voru kampakátir með afrakst- urinn. Gjörningar hvers konar, innsetningar og ljósmyndir voru í forgrunni. Lista- mennirnir voru sýnilegir og áhorfand- inn varð ósjálfrátt þátttakandi í ferlinu. Gestum gafst tækifæri til að hafa með sér á brott minjagripi, s.s. teikningar sem unnar voru á færibandi í gjörningi sem bar heitið; Made in China, fjölda- framleidd gervitattú eða handtöskur sem endurunnar voru úr gömlum efn- um með áletruninni; Plastic is forever. Börnin fengu líka sinn skerf, gátu spreytt sig í boltakasti eða sest á skóla- bekk. Eins og góðri listahátíð sæmir var boðið upp á óformlegar pallborðs- umræður um list, hvort heldur í fjög- urra manna kúlutjaldi eða við hátíð- arkvöldverð. Umhverfið efst á baugi Þátttakendur hátíðarinnar voru á öll- um aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og komu frá ólíkum menningar- heimum. Þetta skapaði dínamík, fersk- leika og gæti gefið ákveðna vísbend- ingu um þróun jaðarlistar á næstu árum. Leitað var víða fanga í sköp- uninni og nálgunin var ólík en ádeila á neyslusamfélagið og fjöldaframleiðslu var áberandi. Óhætt er að segja að list- in hafi verið tilraunakennd, listamenn- irnir voru óhræddir við að fara út fyrir hinn hefðbundna ramma og gam- algróna málverkið var víðs fjarri. Húsakynni hátíðarinnar hafa ef til vill verið mörgum innblástur en umgjörðin var gömul verksmiðja. Hátíðir af þessu tagi eru mikilvægt innlegg í umræðuna og fyrir framþró- unina. Tekist er á við umhverfið á ann- an hátt, róið er á ný mið í farveginum og upplifuninni. Afstaða listamannsins eða viðhorf hans er í mörgum tilfellum tekið við sem form. Óvissa og óreiða verða einnig að aðferð. Verk þessara listamanna einkennast af háði og höfða oft sterkt til kímnigáfunnar. Útgangs- punkturinn er að afstaða þeirra verði sýnileg með einum eða öðrum hætti. Listamenn að verki á Alt_Cph Listahátíðin Alt_Cph10 in Space fór fram í Kaupmannahöfn dagana 17.-19. september. Blaðamanni Sunnudagsmoggans gafst kostur á að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með sýningunni frá upphafi til enda. Texti og myndir: Ingunn Eyþórsdóttir Let me guide you trough. Verk eftir Þorgerði Ólafsdóttur og Kristínu Rúnarsdóttur. Stik- urnar voru umhverfis verksmiðjuna.Börnin fengu útrás í boltaleik. Harpa Rún Ólafsdóttir spann kóngulóarvef innan í rýminu í verkinu Í þróun. Séð yfir hluta verksmiðjunnar. Allir tóku þátt. Drengur sest á skólabekk. Mannsheili á ruslahaug. Innsetning eftir Unu Björk Sigurðardóttur. Plastic is forever; verk Unu Bjarkar Sigurð- ardóttur. Til áminningar um plastnotkun. Listakonan teiknaði viðstöðulaust og stimplaði myndir sínar með áletruninni; Rakel McMahon: Made in China. Gallerí Crymo er sýningarrými og gallerí sem rekið er af ungum myndlistarmönnum sem hafa áhuga á að skapa sýnilegan og aðgengilegan vettvang fyrir unga og efnilega listamenn, án kvaða um hagnað og gróðastarfsemi. Rýmið er sameiginlega leigt af meðlimum gallerísins og leggjast allir á eitt við að halda galleríinu gangandi. Crymo opnaði þann 17. júní 2009 undir handleiðslu Þorgerðar Ólafsdóttur og Solveigar Pálsdóttur. Síðan þá hefur Crymo vaxið og dafnað og sitja nú fimm í stjórn sem sjá um að halda utan um starfsemi gallerísins. Í byrjun sumars 2010 töldu sýningarnar í Crymo yfir 50 talsins og listamennirnir sem hafa sýnt eru vel yfir þá tölu. Crymo er opið alla daga vikunnar fyrir utan mánudaga, frá 13-18 og er til húsa á Laugavegi 41a. Gallerí Crymo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.