SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 17
10. október 2010 17 WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við skýrt þér frá þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 11. – 12. október 2010 í Reykjavík. ROSKILDE: +45 32 52 46 54, Lykkegårdsvej 7, DK-4000 Roskilde Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 1 0 2 5 1 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) þessum degi eftir seinni meðferðina og það gerði biðina í raun lengri.“ Stefnir á hálft maraþon Í dag segist Hjalti vera allur að hressast, orðinn hárprúður að nýju og hefur nú byrjað að safna skeggi til að athuga hvort hárvöxturinn sé ekki sá sami og áður. „Ég er búinn að vera að æfa í mánuð og er rétt að komast í gang. Það hjálpaði náttúrlega til að vera í líkamlega góðu formi fyrir, en þar sem krabbameinslyfin drepa allar endurnýjanlegar frumur þá núllstillist þolið og ónæmiskerfið gjörsamlega. Þar sem maður er ungur og vel á sig kominn líkamlega verður auðveldara að ná sér í sitt fyrra horf.“ Til að koma sér aftur í gott form hefur Hjalti sett sér glæsileg markmið. „Ég ætla að hlaupa í 10 km og 21 km hlaupum næsta sumar og slá út tímana sem ég á í þeim, sem eru nokkurra ára gamlir.“ Aðspurður hvort viðhorf hans til lífsins hafi breyst eftir þessa reynslu segir Hjalti himininn ekkert blárri eða grasið grænna, en óhjá- kvæmilega spáir hann öðruvísi í hlutina í dag og sé orðinn þolinmóðari en áður. Hann segist þó ekki hafa orðið var við nein alvarleg eftirköst nema þá að hann sé orðinn mun skjálfhentari en áður og getur að einhverjum orsökum ekki borðað feta- ost. „Ég missti alveg matarlystina á þessum tíma en píndi mig til að borða því ég vildi missa sem minnst af þyngd. Það eina sem ég get ekki borðað eftir meðferðina er fetaostur. Ég er samt að prófa mig áfram, því mér fannst hann svo góður.“ Engar „stelpupælingar“ „Margir fá rosalegt ógeð á spítölum eftir að hafa verið í svona meðferð og geta varla keyrt framhjá Landspítalanum. Ég er ekki með neitt þannig sem er fínt því ég þarf að fara í blóðprufur reglulega. Ég geri mér grein fyrir því að þó svo meðferðin sé bú- in, þá er ég ekki búinn með mitt ferli. Ég fer í skoðun á tveggja mánaða fresti í eitt til tvö og svo einu sinni á ári eftir það. Það hjálpar mér rosalega að takast á við þetta eins og hvert annað verkefni, þó svo að þetta sé ömurlega leiðinlegt verkefni og ég viti ekki hvenær ég verð kominn í gott andlegt og líkamlegt jafnvægi. Maður verður bara að takast á við þetta, þetta er svo langt í frá einhver dauðadómur. Það er mjög gott að geta verið svolítið svart/ hvítur í hugsun, en ekki hugsa hvað ef þetta og hvað ef svona. Ekki vera með ein- hverjar stelpupælingar eins og ég vil kalla þær,“ segir Hjalti og brosir við. „Það er líka eitt sem ég ákvað að gera þegar ég fékk fréttirnar. Mér datt ekki í hug að hanga á netinu og finna eitthvað um sjúkdóminn. Það er hugsað það vel um mann og fylgst með manni að það er algjör óþarfi að grúska í þessu.“ Krabbameinið vinnur bumbuna Hjalti leggur mikla áherslu á hversu mik- ilvægt það sé að geta talað opinskátt um sjúkdóminn og það hafi gert baráttuna léttbærari. „Ég hef sjálfur ekki átt mjög auðvelt með að tala um marga hluti í gegnum tíðina en hef núna áttað mig bet- ur á því hvað það er gott. Ætli þetta hafi ekki verið hluti af verkefnaplaninu sem ég setti fyrir mig. Ég get alveg trúað því að fólk skammist sín fyrir að fá krabbamein og finnist óþægilegt að tala um það, en ég held samt að það sé að breytast. Mér þótti þetta allavega ekki feimnismál þegar ég greindist. Það skiptir máli fyrir mig og alla þá sem eru í kringum mig að vera svolítið opinn með þetta.“ Hjalti er einstaklega léttlyndur maður og er hugarfar hans aðdáunarvert. Fljót- lega eftir að hann hóf meðferð hét hann því að taka aðstæðum sínum ekki of alvar- lega. „Ég og Kalli bróðir vorum úti að hlaupa fyrsta daginn eftir meðferðina og vorum alveg jafnir. Ég man að hann sagði við mig; „Nú er ég feitur en þú með krabbamein og samt höfum við jafn mikið þol.“ Þarna áttaði ég mig á því hvað mér fannst gott að geta grínast aðeins með þetta. Hann bjóst við að vera í miklu betra formi en ég, en krabbameinið var ennþá að vinna bumbuna. Ég geri mér að sjálf- sögðu grein fyrir því að það hentar ekki öllum að takast á við þetta eins og ég geri, en mín leið hefur reynst mér ótrúlega vel og þess vegna finnst mér gott að segja fólki frá því. Auðvitað verður líka að tala um hlutina á alvarlegu nótunum, en það má ekki alltaf vera þannig.“ Heldur úti ljósmyndasíðu Hjalti hefur verið iðinn við að taka myndir í gegnum árin og má sjá hluta afraksturs- ins á ljósmyndabloggi hans www.Hjalt- isigfusson.com. „Ég reyni að taka mynda- vél með mér hvert sem ég fer og set inn myndir frá því sem ég hef verið að gera þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þrátt fyrir að hafa tekið sér örlítið frí frá sjálfsmyndunum þá segir Hjalti því verk- efni ekki vera lokið. „Ég á örugglega ekki eftir að halda þessu áfram daglega, en ég ætla samt að fylgjast með breytingunni áfram.“ ’ Þegar fór að líða á meðferðina fattaði ég að það hjálpaði mér að taka mynd einu sinni á sólarhring, en allar myndirnar eru teknar á svipuðum tíma, um kvöldmatarleytið. Það var ekki lengur neinn fastur punktur í mínu daglega lífi, en þetta veitti mér einhvern fastan punkt í sólar- hringnum og það skipti merkilega miklu máli. 22. júní17. júní 8. júní8. júní5. júní30. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.