SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 28

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 28
28 10. október 2010 Á standið við þingsetninguna föstudaginn 1. október var fyrirboðinn. Rúður voru brotnar í sjálfri dómkirkjunni og egg og tómatar flugu á fyrirmenn þjóðarinnar sem lögreglan leiddi inn í Alþingishúsið aftanvert. Allt var það hryggilegt mjög. Ekki er með neinni vissu hægt að ímynda sér hvaða hugsanir flugu um heilabú þeirra sem kalla sig af auðmýkt „norræna velferðarstjórn“ og lofað höfðu að slá „skjaldborg“ um heimilin og sýnilegustu merkin um hana virt- ust vera nýju varnargrindur lögreglunnar. Vera má að Steingrímur J. Sigfússon hafi á þessu augnabliki hugsað að hann hefði betur látið ósagt vera: Sú rík- isstjórn sem þarf að fara bakdyramegin inn í Al- þingishúsið á að segja af sér! En hitt kann að vera eins líklegt að honum sé svo sem jafn sama um þessi orð sín og hitt sem hann hefur sagt og lofað áður, og hittir fyrir andhverfu sína í flestum hans- stjórnarathöfnum. En áhorfandi heima sönglaði ósjálfrátt revíuslagara undir myndunum af eggja- göngunni: „Alþýðuvinirnir, öreigasynirnir, allir í sömu lest. Haraldur (Össur) sofandi, sæluna lof- andi, sagði af sér fyrir rest.“ Hvar eru tillögurnar sem Árni Þór lofaði? Og helsta liðþjálfa leiðtogans, Árna Þór Sigurð- arsyni, var augljóslega brugðið. Hann fór í viðtöl við fjölmiðla þennan sama föstudag og sagði „að strax eftir helgi“ yrðu lagðar fram tillögur til að koma til móts við fólkið í hinum mikla vanda. Fjöl- miðlarnir sem tóku viðtölin við Árna hafa ekki spurt hann nokkurs síðan um þetta litla loforð, sem er að minnsta kosti dálítið skrítið. Því það gerðist nefnilega „strax eftir helgi“ að Jóhanna flutti stefnuræðu sína. Þar var afrekum stjórn- arinnar fjálglega lýst og þeim var fagnað. Það er að segja af ræðumanninum sjálfum. En það var ekki gert annars staðar en úr þeim ræðustól það kvöld- ið, því stærsti sjálfsprottni fjöldafundur síðari tíma sögu á Íslandi var úti fyrir og þar var klappað. En ekki fyrir forsætisráðherranum og firringum þeim sem drupu úr púltinu. Heldur voru tunnur barðar og lúðrar þeyttir. Og forystumaður þjóðarinnar, sem enn hafði farið fjarðavillt er hún talaði til þjóð- arinnar, átti ekkert annað úrræði en að skjóta því inn í sitt mál áður en því lauk að hún myndi „til sátta“ boða fund með stjórnarandstöðunni daginn eftir. Þar sátu þau Steingrímur og höfðu ekkert fram að færa. Ekki eitt einasta úrræði. Störðu bara fram fyrir sig á stjórnarandstöðuna og spurðu: Hvað segið þið? Jóhanna hafði ekki einu sinni talað við Árna Þór og fengið að sjá hjá honum tillögurnar sem myndu koma „strax eftir helgi“ sem nú var liðin og gott betur. Þetta var aumkunarverð staða og ljót sjón lítil. Steingrímur bætir í En næstu daga bætti Steingrímur um betur. Hann hóf stórárás á landsbyggðina í framsögu sinni fyrir fjárlagafrumvarpi sínu, gróf undan grunnþjónustu heilbrigðisþjónustunnar og öllum þeim mark- miðum sem í gildi hafa verið um mikilvægi nær- þjónustu við fólkið í landinu, eins og fært og skyn- samlegt sé. Hann setti framhaldsskólana í uppnám og lauk verkinu með því að hella salti í sár atvinnu- lauss fólks á Suðurnesjum.Var þetta boðskapurinn sem Árni Þór átti við, þegar hann sagði að fólkið myndi sjá framan í úrræði sem dygðu strax eftir helgina? Ekki er það ólíklegt svo nærri sem sá lið- þjálfi er leiðtoganum. Þeir sem horfðu á Jóhönnu Sigurðardóttur tala í kapp við fjöldann á vellinum þóttust vita að hálmstráið, útspil óttans, viðræður við stjórnarandstöðuna, hafði sennilega ekkert innihald á því augnabliki, sem því var spilað út. En jafnvel efasemdamenn töldu að fyrst á slíkri ögur- stund hefði verið hrópað til fjöldans loforð um að daginn eftir yrði rétt fram sáttahönd yrði það gert. Því skal jafnvel trúað að á því augnabliki sem þetta var sagt hafi vottað fyrir meiningu í orðunum og þau ekki verið yfirborðið eitt og skellt fram til að bjarga sér heim um kvöldið. Af hverju var sáttaboðið innihaldslaust? En hvers vegna gerðist ekkert daginn eftir, þegar stjórnarandstaðan hitti ríkisstjórnina eins og um var beðið? Svarið virðist liggja í augum uppi. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert fram að færa. Það er ekki aðeins að fólkið í landinu treysti henni ekki lengur. Sjálfstraustið, sem lýsti sér í hroka og hefnd- araðgerðum, griðrofi og gegndarlausum yfirgangi, var líka horfið. Það var því harla eðlilegt og töluverð tíðindi að einn helsti forystumaður Samfylking- arinnar utan þings, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skyldi koma í „Spegilinn“ í lok þessarar miklu viku og krefjast kosninga þegar í stað. Ástæðurnar: Getuleysi þingsins og hin að núverandi ríkisstjórn gerði samninga við aðila eins og þeirra á vinnu- markaðinum og ákvæði einhliða að hafa slíka samninga að engu. Svíkja þá þegar henni hentaði. Þessar yfirlýsingar forseta Alþýðusambandsins voru töluverð tíðindi. Og það segir sína sögu að annar mesti áhrifamaður Samfylkingarinnar utan þings, fast á hæla ASÍ forsetans, Óðinn Jónsson, tók þau tíðindi ekki sem fyrstu frétt þá um kvöldið. Reynd- ar komust tíðindin alls ekki inn í fréttatímann! Það virðist því ríkja annar eins klofningur í forystuliði Samfylkingarinnar utan þings og innan þess. En segjum svo … En segjum nú svo að stjórnendur landsins væru ekki jafn veruleikafirrtir og kom í ljós eftir útifundinn mikla, sem líklegt er að verði aðeins sá fyrsti af mörgum. Og segjum einnig svo að þeir hafi skynjað stærð augnabliksins, ofurþunga útifundarins gegn innihaldslausri stefnuræðu forsætiráðherrans fjarðavillta. Og segjum þá einnig svo að hrópin út til fjöldans um að hann mætti treysta því að rík- isstjórnin myndi daginn eftir rétta fram raunveru- lega sáttahönd til stjórnarandstöðunnar. Ef þetta hefði allt verið fyrir hendi, hvað hefðu þá þau Stein- grímur og Jóhanna getað haft fram að færa þegar þau mættu stjórnarandstöðunni. Þau hefðu auðvit- að getað tilkynnt afsögn sína þá þegar og fært þinginu valdið til að ákveða hvort gengið yrði til kosninga eða mynduð ný ríkisstjórn. Það er auðvit- að rétt hjá forseta ASÍ að þessi stjórn er búin, gagns- laus og rúin trausti. Þau hefðu einnig getað kyngt því að það úrræði, sem byrja hefði átt á í október 2008 um að mynda þegar í stað þjóðstjórn, sem væri að vísu ekki jafn upplagt nú og þá var, skyldi þó reynt í ljósi þeirrar ólgu sem væri enn undirliggj- andi í þjóðfélaginu, nú tveimur árum síðar. Reykjavíkurbréf 08.10.10 Enn fer forsætisráðherrann fjar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.