SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 55
10. október 2010 55 Þ að er hlýtt heima hjá Auði Jónsdóttur, þó að það andi köldu inn um opinn glugga, sem þó hvergi er sýnilegur. Þannig er veröld mót- sagna og andstæðna, sem Auður leikur sér með í bókum sínum; kannski er það einmitt við núning- inn þarna á milli sem sögurnar verða til. Blaðamaður er kominn í skáldlegar stellingar. Bara nokkuð ánægður með sig. En það er ekkert skáldlegt við upphaf samtalsins. „Það er brúsi á borðinu með kaffi,“ segir Auður. „Ég gat ekki opnað kaffikönnuna. Maðurinn minn er í út- löndum og skrúfaði lokið svo fast á. Þannig að ég er með gamaldags uppáhellingu. Ég vona að það sé í lagi.“ Það má ráða af þessu, sem löngum hefur verið vitað, að rithöfundar taka kaffi mjög alvarlega. Enda er það ein undirstaðan í vinnudegi, sem krefst einbeitingar og er í föstum skorðum. Þegar kaffið er komið í bollana er ekki eftir neinu að bíða. – „… það er enginn guð, bara rolla sem heitir Dollí,“ hugsar Klara með sér í Fólkinu í kjallaranum, skáldsögu sem ratar um helgina á fjalir Borgarleikhússins. Ert þú trúaðri en hún? „Ég held að ég sé bara efasemdamanneskja, en ég er endalaust að velta þessu fyrir mér. Ég er ekki í þjóð- kirkjunni lengur og ekki trúuð á guð, en mér finnst gaman að velta fyrir mér heimsvísindum og trúar- brögðum. Ætli glasið sé ekki stundum fullt, stundum hálft og stundum bara klónuð rolla sem heitir Dollí.“ – Þetta er eins og annað í lífi rithöfundarins – engin endanleg svör? „Og það er svo skemmtilegt! Það væri leiðinlegt að hafa svörin. Þess vegna er gefandi að vinna við skáld- skap. Hann verður trúarbrögð, hlutirnir fá tilgang af því að þeir eru efniviður í sögur og lífið öðlast innri tilgang sem er skáldskapur. Skrifunum fylgir svo mikið vellíð- unarflæði tilfinninga að maður getur orðið háður því.“ – Er maður það ekki? „Jú, og það gerðist hjá mér í blaðamennskunni. Þar kvikna hugmyndir og maður kynnist fólki. Ég vann á DV, þar sem allt var að gerast, og líka á tímaritum, þar sem ég kafaði langt inn í líf fólks. Það var góður skóli að fá hugmyndir og klára þær, losna við verkkvíðann. En svo varð ég að rífa mig upp úr þeim farvegi þegar ég fór í hinar skriftirnar, af því að vinnubrögðin eru svo ólík – bókarskrif eru meiri hugleiðsla.“ – Klara trúir á „John Lennon, Woody Allen og sér- kennilegan satíruhöfund að nafni John Kennedy Toole sem framdi sjálfsmorð um þrítugt.“ „Toole skrifaði Aulabandalagið og saga hans er ótrú- lega sorgleg. Hann bjó hjá mömmu sinni og skrifaði bók sextán ára, sem kom ekki út fyrr en löngu seinna. Svo skrifaði hann Aulabandalagið sem enginn vildi gefa út, þvældist á milli forleggjara árangurslaust og framdi loks sjálfsmorð. Tíu árum seinna fann mamma hans hand- ritið, útatað í kaffiblettum, fór með það til útgefanda, sem hélt ekki vatni yfir því og Toole uppskar Pulitzer fyrir bókina. Það var í fyrsta skipti sem dáinn maður fær verð- launin. Sem höfundur var hann langt á undan sinni samtíð. Ég eignaðist bókina þegar ég var sautján ára, las hana aftur og aftur, en svo rann hún sitt skeið á enda, eins og margar bækur í lífi manns. En hún hafði mikil áhrif á mig. Annað líf er nokkurskonar tilraun til að vinna úr þeim áhrifum, stíllinn þannig að maður veit ekki alveg hvort það er grín eða al- vara.“ – Um foreldra Klöru skrifarðu í Fólkinu í kjallaranum: „Þau voru þrítug með tvær dætur og svo langan skulda- hala að fjölskyldan hefði getað fetað sig eftir honum heim til Íslands.“ Þetta er veruleiki margra. „Það er merkilegt við bækur hvernig atburðarásin í samfélaginu setur söguna í allt annað ljós. Önnur slík bók er Theresa Raquin eftir Zola, um konu sem myrti eiginmann sinn og fær makleg málagjöld, en í dag er hún lesin á allt öðrum forsendum og er hetja femínista.“ – Það má kannski líka segja um Hallgerði? „Já, það er flott hvernig þær verða að hetjum þessar vondu konur, sem auðvitað eru ekkert vondar.“ – Fólk geymir ýmis leyndarmál í kjöllurum. Og það er hlutverk höfunda að róta í þeim? „Maður verður að vera óhræddur við það. Ég man þegar ég hlustaði á Isabel Allende halda erindi í Kaup- mannahöfn. Þá fyrirgaf ég sjálfri mér að hafa haldið upp á hana. Hún var spurð hvort það væri rétt að ættingjar hennar í Chile töluðu ekki við hana. Og svarið var eitt- hvað í þeim dúr að skriftirnar væru hennar helsti vinur í lífinu – þær yrðu alltaf númer eitt. Maður getur ekki alltaf verið að velta öðru fólki fyrir sér, þá gefur maður skrifum sínum of mikla merkingu og gerir of margar málamiðlanir. Höfundar eru alltaf að stela sögum; það er bara spurning hvernig maður dul- býr það, það er kúnstin. Þegar ég var yngri gengu skrifin út á að tjá það sem ég upplifði. Mér fannst það sterkast sem ég upplifði sjálf, ég man að ég talaði um það á þeim tíma, og kannski er það ungum höfundum eðlislægt að ruglast á skáldskap og veruleika – þeir fara að gera lífið skáldlegt. En auðvitað er þetta mikið samansafn, oft renna tveir eða fleiri kar- akterar saman í einn, fólk sem fjallað er um í fréttum ratar í bækurnar og svo framvegis. Þess vegna gefa rithöfundar aldrei upp hverjir eru á bakvið persón- urnar.“ – Hvernig komast rithöfundar að í heimi þar sem fólk „glápir á fréttir um hryðjuverka- menn og sýklavopn, sjálfsmorðsárásir, börn með iðrin úti …“. „Mér óx það kannski í augum þegar ég var yngri, fannst ég aldrei segja nóg eða gera nóg, en maður for- herðist með aldrinum. Sorgin getur líka verið heillandi, ekkert er einhlítt, og höfundar vinna úr andstæðum. Þeir mála sögurnar nokkrum litum, svo heimsmyndin verði ekki svarthvít, um leið og þeir reyna að skilja heiminn í gegnum skriftirnar. Já, kannski maður sé stöðugt að reyna að skilja það sem maður skynjar.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Auður Jónsdóttir ’ Ætli glasið sé ekki stundum fullt, stundum hálft og stundum bara klónuð rolla sem heitir Dollí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.