SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 51
10. október 2010 51 Sýningin Sjónarhorn, með ljósmyndum eftir Vestur-Íslendinginn Wayne Gudmundson, opnaði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 18. september. Á sýningunni fá gestir yfirlit yfir 35 ára feril ljósmyndarans, en Wayne er einn virtasti landslagsljósmyndari Miðvesturríkjanna. Í svarthvítum ljósmyndunum tekst hann á við víðáttur heimahaga sinna á persónu- legan, formhreinan og heillandi hátt. Hann forðast að upphefja landið og það sem hann horfir á, en finnur í raunveruleikanum óvænt sjón- arhorn, og bendir á áhugaverðar staðreyndir og form í landinu. Fegurðin í klassísku ljósmyndaprenti Á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur gefur m.a. að líta myndir af íslensku landslagi, af landi forfeðra Waynes. Meðal annars eru þar ljós- myndir af Herðubreið, frá Grímsey og af tjaldstæðinu við Drekagil. Myndirnar eru svarthvít silfurprent; prentuð á afar vandaðan hátt í myrkraherbergi ljósmyndarans. „Ég er alltaf að átta mig betur á því sjálfur hvað ég kann vel að meta klassíska ljósmyndaprentið,“ segir Wayne. „Mér finnst notalegt að vinna með höndunum í myrkraherberginu, en þetta er tímafrekt ferli. Ef vel tekst til má ná einu eða tveimur góðum sýningarprentum á dag. Í dag má gera mjög góð stafræn bleksprautuprent en vel gerð svart- hvít silfurprent glóa, það myndast svo falleg patína undir yfirborðinu. Stafræn prent ná þeirri fegurð ekki.“ Ferðunum til Íslands fjölgar Wayne kom fyrst hingað til lands sumarið 1993, til að vinna að verkefn- inu Heimahagar, en Guðmundur Ingólfsson vann að því með honum og myndaði í staðinn byggðir Vestur-Íslendinga. Wayne kom aftur sumarið 1995 og ferðunum hefur farið fjölgandi. Hann hefur haldið áfram að mynda íslenskt landslag og þá í tengslum við önnur verkefni sem hann hefur unnið að: Eitt þeirra vann hann með Bill heitnum Holm, ljóðskáld- inu og ritgerðasmiðnum kunna sem átti hús á Hofsósi, en það fjallaði um vesturíslenska kerskniskáldið „Káinn“, Kristján Níels Jónsson. Fyrir tveimur árum kom Wayne hingað til lands með bandarísku sjón- varpsliði, en þá var gerð sjónvarpsmynd um ljósmyndun hans, önnur um ferð hans og dótturinnar Liv, þar sem þau fóru á slóðir forfeðranna, og sú þriðja um Bill Holm, sem lést meðan myndin var enn í vinnslu. Myndirnar hafa allar verið sýndar vestra og hefur sú um Wayne og list hans nú verið tilnefnd til Emmy-verðlauna í Miðvesturríkjunum. Tekst á við víðátturnar umhverfið; þegar þau koma saman í vel lukkuðum myndramma skapa þau dýnamík og samtal. Þessi för eða merki í jörðinni í Norður-Dakóta geta til að mynda verið vegir og vegslóðar, járnbrautarteinar, eða eitthvað óljósara eins og náttúrleg form í landslagi. Þriðji þátturinn sem ég beini sjónum að í myndunum eru ýmiskonar hlutir, ummerki eftir menn. Fjórði þátturinn er óljósari, huglægari: það má kalla að hann gæði eða tilfinningu fyrir stað. Allar myndirnar mínar sem ég tel ganga upp hafa alla þessa fjóra þætti en það er afskaplega mismun- andi hverjir þeirra eru sterkastir í hvert sinn. Þegar ég er að ljósmynda reyni ég að bregðast sjónrænt við stöðunum sem ég er á, án þess að hugsa of mikið út í það hvað ég ætla að sýna. Það svo merkilegt að ég enda mjög oft á því að velja fyrsta myndramman sem ég tek á hverjum stað. Annars er það svo að ef maður skilgreinir mynd alveg niður í kjölinn með orðum er kannski alveg eins gott að skrifa bara um hana en taka hana ekki,“ segir hann og brosir. „En eins og ég sagði þá hugsa ég mest um jafn- vægi þegar ég mynda. Við sem notum stórt format, vinnum á blaðfilmuvélar, njótum fegurðarinnar í því að hafa myndina á hvolfi fyrir framan okkur á bakhlið myndavélarinnar. Ég tel að það geri okkur hæfari í að takast á við spurninguna um jafnvægi. Hendur okkar eru frjálsar og við erum með höf- uðið undir dökku klæðinu þar sem við rýnum í myndbygginguna. Þar er tilfinningin að verki við að ná rétta jafnvæginu í hvern myndramma.“ Það er áhugavert að skoða hvernig Wayne Gud- mundson kom með sína myndrænu tilfinningu, sem er þroskuð í að takast á við sléttur og fjalla- laust landslag Miðvesturríkjanna, inn í dramatíska og margbreytilega íslenska náttúru. Sumir erlendir ljósmyndarar sem hingað koma tapa áttum og gleyma bakgrunni sínum í nýjum myndheimi, en Wayne heimfærir stíl sinn á afar áhugaverðan hátt yfir á íslenska landslagið. Hann er sífellt að leita að einfaldleika, það mætti segja að hann bendi á töfrana í hinu einfalda. „Ég vil að það séu einhverjir töfrar til staðar,“ segir hann. Ferðalag í leit að upprunanum Eftir að hafa ferðast um Ísland með Liv, dóttur sinni, fyrir nokkrum árum, meðal annars á slóðir forfeðra þeirra á Fjöllum og nærri Eyjafjöllum, en bandarískir sjónvarpsmenn gerðu kvikmynd um þá ferð, tók Wayne að vinna af krafti að verkefni sem hann kallar Song for Liv. „Titillinn er tilvitnun í bók Bruce Chatwins, The Songlines, en í þessari dásamlegu bók er fjallað um hugmyndir frumbyggja Ástralíu og hvernig þeir kortlögðu landlagið og staði í huganum. Þeir bjuggu til þessa söngva sem auðvelduðu þeim að rata um landið. Það mikilvægasta fyrir mig í hug- myndum þeirra var að ef söngvarnir væru ekki sungnir þá myndi landið deyja. Þess vegna er það skylda okkar enn í dag að flytja okkar söngva. Ég vinn því að bók og sýningu um forfeður okkar. Þetta verður mín tíunda bók og ég hef einnig skrif- að textann í hana og unnið mikla og fjölbreytilega heimildavinnu í því sambandi. Eru ekki allir Ís- lendingar með áhuga á ættfræði? Þetta ferðalag í leit að upprunanum hefur ekki bara leitt mig til Ís- lands, heldur líka til Færeyja – Grímur Kamban sem nam þar land árið 825 var forfaðir minn, til Englands, Skotlands, Írlands og Noregs. Þetta verk er fyrir Liv, dóttur mína. Það er söngurinn henn- ar,“ segir Wayne Gudmundson. ’ Við sem notum stórt form- at, vinnum á blaðfilmu- vélar, njótum fegurð- arinnar í því að hafa myndina á hvolfi fyrir framan okkur á bak- hlið myndavélarinnar. Ég tel að það geri okkur hæfari í að takast í við spurninguna um jafnvægi. Ein ljósmynda Wayne Gudmundsonar á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur; Verendrye, frá árinu 2005, af yfirgefnum barnaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.