SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 44
44 10. október 2010 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég var að koma frá Ung Nordisk Musik- hátíðinni í Helsinki þar sem ég hlustaði á nýj- ustu strauma í skandinavískri samtíma- tónlist. Það var svo gaman að heyra svona margs konar ólíka nálgun á tónlistina. Þarna voru verk sem vöktu með mér áleitnar spurningar um tónlist. Hvað er tónlist eig- inlega og hvað er málið með gæsaflautuna og að spila á fiðlu með greiðu! Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Þetta er svolítið stór spurning, eiginlega of stór, ég held það sé ekki til nein plata sem getur sóst eftir þessum titli. Kanski er nærtækast að segja að það sé bara sú plata sem við uppgötvuðum síðast, því hún er þá efst í huga okkar, uppljómunin yf- irgnæfir ennþá alla rökræna hugsun. Í þessu tilfelli væri það Innundir skinni með Ólöfu Arnalds. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Fyrsta vínilplatan held ég að hafi verið Listin að lifa með Stuðmönnum og fyrsti geisladiskurinn: Seventh Son of a Seventh Son með Iron Maiden. Fyrsta kassettan minnir mig hins vegar að hafi verið Einn voða vitlaus með Ladda, hiklaust sú besta af of- antöldu. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Ágætis byrjun með Sigur Rós stendur mér nær hjarta en nokkur önnur plata. Með þess- ari plötu fönguðu þeir stemningu sem við þekkjum öll og getum auðveldlega tengt okk- ur við, en enginn hafði komið í tóna áður. Fyrir mína kynslóð var hún líka ákveðinn hápunkt- ur þróunar sem hafði verið í gangi í óræðan tíma, það var ekkert eins eftir að hún kom út. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég hef eytt öllum þessum árum í að móta sjálfan mig sem tónlistarmann og finnst held- ur skítt ef ég á svo að fara að vera einhver annar tónlistarmaður! Hvað væri það eig- inlega!? Hvað syngurðu í sturtunni? Ég syng ekki í sturtu en ég hugsa oft um tónlist meðan ég er í sturtu, en það eru hins vegar bara einhverjar innhverfar hugsanir um tónsmíðar mínar þá stundina. Ég gæti drepið ykkur úr leiðindum ef ég færi eithvað að tjá mig um það hér … Hins vegar er kærasta mín óperusöngkona og stundum heyri ég bar- rokkaríur, eistnesk þjóðlög eða Avril Lavigne (!) berast frá sturtunni. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Nú það er auðvitað iTunes-listinn sem ég hef útbúið og þróað með mér í nokkurn tíma, hiklaust mitt besta DJ-sett hingað til. Svo er sinfónían alltaf með tónleika á föstudagskvöldum kl. 19 hér í Tallinn, þá er gaman að fara og kynna sér eitthvað af blaðsíðum tónbók- menntanna. En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Þættirnir Morgunstund með KK eru í miklum metum hjá mér og þar sem ég hef ekki alltaf tíma til að hlusta á þá í vikunni finnst mér ágætt að hlusta á upptökur frá liðinni viku á net- inu. Í mínum eyrum Páll Ragnar Pálsson tónskáld Eistnesk þjóðlög eða Avril Lavigne!?!? arann Wayne Shorter. Tónlistin er sérstakur hæggengur spunabræðingur með þungum takti og sólóum, stundum jafnvel draugalegur þegar bassaklarinett Bennie Maupin tekur völdin. Rafmagnshljóðfæri voru áberandi, sér- staklega hljómborð, gítar og bassi. Upptökustjórnandi plötunnar, Teo Macero, á ef til vill mestan þátt í útkom- unni þegar hann á nokkrum mánuðum klippti og raðaði saman tónlistinni. Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós að lögin „Pharoah’s Dance“ og titillagið „Bitches Brew“ voru t.d. klippt saman úr margra tíma upptökum niður í 20 mínútna hljóðverk. Innihalda þau hvort um sig 15-20 klippingar. Í tilefni af 40 ára afmæli Bitches Brew plötunnar hefur enn ein viðhafnarútgáfan litið dagsins ljós. Hún inniheld- ur báðar upphaflegu plöturnar á tveimur hljóðdiskum, auk aukaútgáfu af lögunum „Spanish Key“ og „John McLaughlin“, sem og smáskífuútgáfu tveggja laga, en smáskífan var gefin út til að örva sölu stóru plötunnar. Allt hefur þetta efni verið gefið út áður og engin ástæða til að fjárfesta frekar í því, þrátt fyrir ágætis bækling, ef ekki væri fyrir viðbótar mynddisk með tónleikaupptökum af Miles Davis bandinu frá 4. nóvember 1970. Þarna eru samankomnir flestir sömu tónlistarmenn og tóku upp plötuna rúmu ári áð- ur, þ.m.t. Chick Corea, Wayne Shorter, Dave Holland og Jack T ónlist Miles Davis heldur áfram að heilla hlust- endur nýja og gamla, mörgum árum eftir útgáfu bestu platna hans sem margar eru ódauðlegar í tónlistarsögunni. Óhætt er að fullyrða að Bitc- hes Brew sem kom út í apríl 1970 hafi valdið straum- hvörfum í djasstónlist og víðar, því platan sneri öllu á hvolf á sínum tíma. Upptökutæknin og hljóðvinnslan voru alveg sér á parti, en einnig lengd plötunnar sem teygði sig yfir tvær breiðskífur (í fyrsta sinn hjá Davis). Útlit plötualbúmsins var einnig frábrugðið flestu á sinn súrrealíska, dökka og framandi hátt. Ljóst var að Miles sjálfur taldi tónlistina ekki vera djass (og þoldi raunar ekki það orð sem hann tengdi þrælahaldi) því á framhlið plötualbúmsins, yfir titlinum, stóð Directions in Music by Miles Davis. Hljóðfæraskipan var einnig óvenjuleg þar sem Miles tvöfaldaði hina venjulegu hljómsveit sína og léku því fjórir á trommur og slagverk, tveir á hljómborð, tveir á bassa, auk tveggja saxófónleikara og John McLaug- hlin á gítar og Miles á trompet. Hæggengur spunabræðingur Upphaflegu upptökurnar fóru fram þrjá daga í ágúst 1969 og bar platan þá vinnutitilinn Listen To This. Lögin sex á Bitches Brew eru öll eftir Miles Davis að undanskildu „Para- oh’s Dance“ eftir hljóm- borðsleikarann Joe Zawinul sem platan hefst á og „Sanc- tuary“ eftir saxófónleik- DeJohnette. Nú gefst loksins tækifæri til að sjá og heyra Miles Davis leika margbrotinn djassbræðing sinn á sérlega frjóu tímabili á hans tónlistarferli. Hljóð og mynd er í óvenju háum gæðaflokki miðað við aldur upptökunnar. Það er sannarlega hægt að mæla með nýju útgáfunni, tón- listin sem fyrr ómótstæðileg og mynddiskurinn er ómiss- andi fyrir aðdáendur. Seldi Miles sálu sína? Útkomu Bitches Brew var ekki tekið fagnandi af öllum gagnrýnendum á sínum tíma og enn síður af gömlum djassstofnunum sem töldu Miles hafa selt sálu sína rokk- tónlistinni og tónlistariðnaðinum. Gamlir aðdáendur misstu líka þolinmæðina, fannst meistarinn kominn langt út fyrir normalkúrfuna í djasstónlist. Enda fór svo að Mi- les eignaðist nýja, unga aðdáendur, sem tóku leitandi rokk-fönk-djass bræðingi hans vel. Fljótlega náði platan 500.000 eintaka sölu og langmestri sölu platna Miles Davis. Bitches Brew platan var miklu meira en venjuleg djassplata frá Miles, hún var yfirlýsing um nýja sköpun og krafta, nýjar leiðir í tónlist. Seiðmaðurinn eða galdrakarl- inn Miles Davis hafði með Bitches Brew plötunni, þvert á hrakspár margra, endurskapað djassinn, gefið honum nýtt líf sem var nær tíðaranda frelsis og byltingar. Um leið hafði Miles endurskapað sjálfan sig, tekið sér stöðu með tónlistarhetjum samtímans á borð við Sly Stone og Jimi Hendrix. Í kjölfarið fylgdu plötur einsog Live-Evil, Jack Johnson og On the Corner sem innsigluðu þá stöðu og minntu á orð Duke Ellington sem kallaði Miles Davis „Pi- casso djassins“. Bræðings- bylting Miles Davis Eitt helsta þrekvirki djasssög- unnar, Bitches Brew eftir Miles Davis, átti fertugsafmæli í ár. Af þeim sökum var það endur- útgefið með einkar veglegum hætti. Örn Þórisson orn@mbl.is „Bitches Brew platan var miklu meira en venju- leg djassplata frá Miles, hún var yfirlýsing um nýja sköpun og krafta, nýjar leiðir í tónlist.“ Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.