SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Qupperneq 10
10 10. október 2010 V ikan hefur reynst stjórnvöldum erfið. Fyrst fengu þau í hausinn átta þúsund manna mótmæli á Austurvelli á mánudagskvöld, þegar forsætisráðherra flutti stefnu- ræðu sína. Það var eins og mótmælin kæmu ríkis- stjórninni og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra í opna skjöldu. Það sýnir mikið sambandsleysi við þjóðina í landinu. Það getur varla verið að gífurlega hörð viðbrögð og mótmæli hvaðanæva af landsbyggðinni, vegna þeirra niðurskurðaráforma sem fram koma í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2011, hafi komið stjórnvöldum á óvart. Þúsundir landsmanna mótmæltu á Húsavík, Ísafirði og í Reykjanesbæ á fimmtudag. Raunar hlýtur það að teljast furðulegt, að ríkisstjórnin, sem gjarnan kennir sig við norræna velferð, skuli ganga fram með þessum hætti. Ríkisstjórnin sjálf er í rauninni að gefa út yfirlýs- ingu í þá veru að tvær þjóðir byggi þetta land, Ísland; þjóðin á landsbyggðinni og þjóðin á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem blasa við stjórnvöldum við að skera niður opinber útgjöld um 27,7 milljarða króna í fjárlögum fyrir árið 2011. Vitanlega er þar um gríðarlega stórt og erfitt verkefni að ræða, en for- gangsröðunin hjá „norrænu velferðarstjórninni á Ís- landi“, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, hlýtur að vekja margar spurningar og kveikja hug- arelda um land allt, eins og er raunar strax komið á daginn. Ég er þá fyrst og fremst að vísa til þess gífurlega niðurskurðar sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á framlögum til heilbrigðis- stofnana um land allt, sem mun hafa í för með sér stóraukið óör- yggi Íslendinga víða úti á landi og mikla mismunun gagnvart landsmönnum, eftir búsetu. Steingrímur J. Sigfússon lenti í fyrra í miklum ógöngum í eigin flokki, ekki síst í sínu eigin kjördæmi, Norðausturkjördæmi, eftir að hann lúffaði fyrir Samfylkingunni í Evrópusambandsmálum. Fjölmargir flokksfélagar hans sögðu honum þá til syndanna með eftirminnilegum hætti. Nú ætlar fjármálaráðherrann að láta það yfir eigið kjördæmi ganga, að opinber fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga verði skorin niður um rétt tæp 40% á næsta ári eða úr 926 millj- ónum króna í 557 milljónir króna, sem þýðir á mannamáli, eins og forstjóri stofnunarinnar, Jón Helgi Björnsson, orðaði það, að sjúkrahúsrekstur verður lagður niður og eftir stendur heilsugæsla. Ekki eru miklar líkur á því að fjármálaráðherranum verði tekið opnum örmum í kjördæminu, ef hann á annað borð fer þangað í heimsókn. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki fær skerðingu upp á tæp 30%, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja upp á tæp 24%, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23% og Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða upp á rúm 18%. Með þessari gífurlegu skerðingu til heilbrigðisstofnana víða úti á landi er í raun verið að taka um það pólitíska ákvörðun að íbúar þeirra svæða, sem sæta mestri skerðingu, muni búa við stórskerta heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsrekstur verður meira og minna af- lagður og þeir sem verða bráðveikir, jafnvel lífshættulega veikir, verða upp á sjúkraflug komnir. Alla bráðveika og lífshættulega veika skal í hendingskasti flytja til Reykjavíkur eða Akureyrar. Vissulega er ég Reykvíkingur í húð og hár, en það breytir engu um það að mér finnst það vera fyrir neðan allar hellur hvernig rík- isstjórnin ætlar að haga sér gagnvart fólkinu í landinu. Í meðförum þingsins hlýtur að verða breyting á þessari kolvitlausu forgangs- röðun ríkisstjórnarinnar, ekki satt? Það getur varla verið að rík- isstjórnin ætli að kynda undir fjöldaflótta af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, eða það sem enn verra væri, flótta úr landi. Eitt land – tvær þjóðir Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Jóhanna Sigurðardóttir ’ Ríkisstjórnin sjálf er í raun- inni að gefa út yfirlýsingu í þá veru að tvær þjóðir byggi þetta land, Ísland; þjóðin á landsbyggð- inni og þjóðin á höf- uðborgarsvæðinu. 06.40 Ég skoða skilaboð og tölvupóst á meðan vatnið rennur í baðið. Síðan er komið að verkefninu sem hófst í síð- ustu viku og mun standa í allan vetur, að fara í gegnum vín- ylhljómplötur heimilisins, hlusta á eina á hverjum morgni. Leyfa sonunum, 16 og 18 ára að kynnast plötusafninu. Langspil Jóhanns G. Jóhanns- sonar, dásamlegt í morguns- árið. 08.25 Haldið af stað í vinnu og skóla. Við erum fimm saman í bílnum eins og iðulega á morgnana; við hjónin, synir okkar menntskælingarnir Óm- ar Egill og Pétur Holger, og Erla Guðrún, kærasta Ómars. Krakkarnir fara í MH. 9.00 Mætt í Háskólabíó. Framundan er fyrsta æfing á Porgy & Bess, það er mörgu að sinna á fyrsta æfingadegi hverra tónleika. Monika, sam- starfskona mín, kemur hlaup- andi, biður mig að finna til raddskrár fyrir hljómsveit- arstjórann alveg eins og skot. Venjulega koma þeir með raddskrár sjálfir, en svo er ekki í þessu tilfelli. Leit að týndum nótum og alls kyns ljósritun er daglegt brauð, þessi morgunn er engin und- antekning. 10.30 Ég er beðin um að útbúa æfingaparta fyrir sellóin af verkunum þremur sem á að spila á tónleikum 28. október. Þá þarf að ljósrita upp úr nót- unum sem notaðar eru á tón- leikunum svo allir geti æft sig heima. Svo vantar tvo bassap- arta, fyrir sömu tónleika. 11.55 Tekið til við að ganga frá nótum sem notaðar voru við upptökur í síðustu viku. Að þessu sinni var verið að hljóðrita fjórða disk hljóm- sveitarinnar með verkum eftir Vincent d’Indy. Verkin eru þrjú. Eitt er nýkeypt inn í safnið, það þarf að skrá inn í kerfið og ganga frá í nótna- hirslukassa. Hin tvö eru leig- unótur sem verða endursendar á tvo staði út í heimi. 14.30 Páll Óskar og Sinfón- íuhljómsveitin halda saman ferna tónleika í byrjun nóv- ember. Útsetjarar eru að skila mér nótunum þessa dagana, yfirleitt á stafrænu formi í tölvupósti. Mikil vinna liggur í því að koma nótunum í það horf sem þarf til þess að hægt sé að spila eftir þeim. Ljósrita, brjóta saman, líma, hefta, skrá og merkja. Láta síðan sjá um að sett séu bogastrok í alla strengjaparta. 16.00 Í lok vinnudags fer ég á kynningu fyrir félagsmenn BHM hjá Veðurstofu Íslands. Þar erum við upplýst um starf- semi Veðurstofunnar, sem snýst um ýmislegt fleira en að spá fyrir um veður, skemmti- leg og fróðleg heimsókn. 17.30 Sæki Ragnar, mann- inn minn, í vinnu og við förum út í búð að kaupa í matinn, það er sagan endalausa. 18.30 Grjónagrauturinn kominn í pott, kanilsykurinn hristur saman, eldhúsið ilmar allt af kanil. Smávegis vatn, mjólk og hrísgrjón soðið saman í klukkutíma þannig að graut- urinn verði hnausþykkur og rjómakenndur. 19.50 Bein útsending frá Alþingi, þar sem forsætisráð- herra flytur stefnuræðu. Aust- urvöllur er stappfullur af mót- mælendum. Ég fylgist með útsendingunni eitthvað fram eftir kvöldi, man síðast eftir mér nokkrum mínútum fyrir kl. 22, ég er að bíða eftir seinni fréttum. En ég sá aldrei frétta- tímann, var s.s. sofnuð áður. Dagur í lífi Kristbjargar Clausen, nótna- og skjalavarðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Morgunblaðið/Golli Á léttum nótum LÆGSTALÁGA VERÐIÐ 2.549,- Höggborvél

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.