SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 20

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 20
20 10. október 2010 A rngrímur Jóhannsson, flug- stjóri og forseti Flugmálafélags Íslands, óttast að einkaflug leggist af hér á landi í nánustu framtíð vegna óþarfa reglugerða frá Flug- öryggisstofnun Evrópu (EASA) sem tekn- ar hafi verið upp af samgönguyfirvöldum. Þessum reglum fylgir mikill kostnaður án þess að flugöryggi aukist. „Með þessu er gerð gróf atlaga að al- mannaflugi og þetta á ekki bara við um Ísland. Víða um Evrópu er barist gegn þessum reglugerðum sem eru framleiddar í Brüssel undir því yfirskyni að verið sé að auka öryggi. Við teljum svo ekki vera og reglurnar eigi ekki við í almannaflugi á Íslandi. Það má segja að verið sé að jarða þennan hluta flugstarfseminnar,“segir Arngrímur í samtali við Morgunblaðið. Tímafrekt og kostnaðarsamt „Hverri flugvél fylgir viðhaldshandbók frá framleiðanda sem hingað til hefur verið nóg. Nú hafa verið settar fram veru- lega meiri kröfur um viðhaldsáætlanir,“ segir Arngrímur og bætir við að pappíra af svipuðum toga þurfi nú að leggja fram sama hvort um er að ræða svifflugu, litla einkaflugvél eða Boeing 747. Reglurnar frá EASA sem um ræðir tóku gildi í september 2009. Aðalreglugerðin er númer 1592/2002 en einnig vísar Arngrímur til reglugerðar númer 2042/2003, með síðari breyt- ingum og síðast en ekki síst reglugerð 216/2008, þar sem m.a. fram kemur að ekki sé rétt að sameiginlegu reglurnar frá EASA gildi um öll loftför, m.a. þau sem einkum eru notuð staðbundið. Eftirlit með þeim skuli áfram vera í höndum heimamanna. Það sem Arngrímur er einnig ósáttur við er að réttindi sjálfstæðra flugvirkja, sem hingað til hafa séð um viðhald einka- loftfara, hafi nú verið mjög takmörkuð. Nú má t.d einungis yfirfara flugvéla- hreyfla á viðurkenndri viðhaldsstöð. Í kjölfar þessara nýju reglugerða er sú staða komin upp að núna eru engar við- urkenndar viðhaldsstöðvar með réttindi til að yfirfara slíka hreyfla hér á landi. „Hér eru flugvirkjar sem hafa reynslu og þekkingu til þess að yfirfara flugvéla- hreyfla en samkvæmt þessum nýju reglu- gerðum mega þeir það ekki lengur.“ Almannaflugi útrýmt? Flugmálafélag Íslands gagnrýnir mjög nýjar reglur sem teknar hafa verið upp hér á landi. Telur þær óþarfar, tímafrekar og kostn- aðarsamar. Hætta sé á að almannaflug, oft nefnt einkaflug, leggist af verði ekki veittar undanþágur frá þess- um reglum Flugörygg- isstofnunar Evrópu, eins og heimilt er. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Arngrímur Jóhannsson: Ef þetta verður svona áfram hætta menn bara, grasrótin gefst upp. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.