SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 38
38 10. október 2010 F östudaginn 15. október næst- komandi verður ný, íslensk unglingamynd, Órói, frum- sýnd. Myndin byggist á tveim- ur bókum eftir leikkonuna, rithöfund- inn og handritahöfundinn Ingibjörgu Reynisdóttur, Strákarnir með stríp- urnar og Rótleysi, rokk og rómantík. Það er Kvikmyndafélag Íslands sem framleiðir en Baldvin Zophoníasson leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hann sat fyrir svörum um mynd- ina. – Það er orðið dálítið síðan það var gerð unglingamynd hér á landi er það ekki? „Jú, það hefur ekki verið gerð ung- lingamynd hérna síðan Gemsar kom út. En munurinn á Gemsum og Blossa og öllum þessum myndum og þessari er að núna eru þetta unglingar sem eru að leika en ekki einhverjir 25 ára leikarar að herma eftir unglingum.“ – Og þau eru flest að leika í fyrsta skipti? „Jú, flest. Þau eru að leika í kvikmynd í fyrsta sinn en aðalleikarinn, hann Atli Óskar, lék í stuttmyndinni Smáfuglar, sem var margverðlaunuð.“ – Hvernig gekk að vinna með krökk- unum? „Þetta gekk bara æðislega og þetta var frábær tími. Það tók dálítinn tíma að finna réttu krakkana en í staðinn fyrir að hafa opnar prufur setti ég mig í sam- band við fólk sem var að vinna með krökkum í leikhúsunum til dæmis og bað það um að benda mér á klára krakka. Svo fékk ég lista með ein- hverjum fimmtíu nöfnum sem ég kallaði í prufurnar sem voru í fjórum stigum. Þetta var mjög skemmtilegt ferli og að lokum endaði ég með ellefu manna hóp sem fer með stærstu hlutverkin en fimm eða sex þeirra eru í burðarhlutverkum.“ – Geturðu sagt mér um hvað myndin fjallar, með þínum orðum? „Já. Ég myndi segja að Órói væri um hóp af unglingum sem væru að stíga sín fyrstu skref inn í heim fullorðinna. Þau eru 16 ára og að byrja í framhaldsskóla og sagan gerist í lok sumars, rétt áður en skólinn byrjar og svo þarna þegar hann er byrjaður. Myndin er í raun fyrst og fremst um þennan brothætta tíma þegar hver dagur er eins og síðasti dag- urinn í lífi þínu og hver ákvörðun er síðasta ákvörðunin sem þú tekur. Þetta er alltaf svo dramatískur aldur og maður sér einhvern veginn ekki alveg fram á veginn. Það eru þrjár aðalpersónur, Gabríel, Gréta og Stella, sem eru öll að takast á við líf sitt en gera það á mjög mismunandi hátt.“ – Nú hafa verið sýndar stiklur og trai- ler úr myndinni á netinu og hún virðist vera mjög dramatísk. „Hún er það. Hún hefur kröftugan undirtón. Og það hefur ekki verið gerð svona unglingamynd á Íslandi áður, þar sem unglingarnir eru teknir alvarlega. Gemsar og Blossi til dæmis máluðu eig- inlega afskræmda mynd af því hvernig það er að vera unglingur. En í þessari mynd horfum við á fullorðna fólkið í gegnum augu unglinganna og það verð- ur eiginlega hlægilega fólkið. Án þess að það verði eitthvað fáránlegt.“ – Maður fær það stundum á tilfinn- inguna að oft fái krakkar bara kjánahroll við það að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir sem eiga að endurspegla raunveruleika þeirra. Heldur þú að ís- lenskir unglingar eigi eftir að finna sig í persónum Óróa? „Já, ég er nokkuð viss um það. Við er- um búin að sýna nokkrum unglingum myndina, bæði strákum og stelpum, hörðustu töppum og væmnasta fólki og þeir hörðu eru bara rosalega hrifnir, sögðu einmitt að þeir fengju aldrei þennan kjánahroll. Og stelpurnar yf- irleitt grétu sem er voða fallegt. Myndin snertir viðkvæma strengi á tímabili en þetta er samt engin jarðarför, hún er líka uppfull af gríni, einhverju sem hittir alveg í mark en er ekki absúrd.“ – Það er dálítið gróft tungumálið í henni á einhverjum stöðum. „Já, en það er ekki gegnumgangandi. En það er dálítið öðruvísi tungumálið þegar krakkarnir eru að tala hver við annan en þegar þeir eru svo að tala við foreldra sína. En þegar ég lagði af stað með þetta verkefni ætlaði ég að gera unglingamynd fyrir fullorðna og þar af leiðandi hafa líka unglingar sem hafa séð myndina nefnt það hvað þeir eru fegnir að það er verið að gera alvöru mynd um þá en ekki einhverja uppskrúfaða vit- leysu.“ – Hver er markhópurinn? „Við höfum ekki sýnt neinum yngri en 16 ára myndina en ég gæti trúað því að yngri aldurshópar ættu eftir að fíla hana líka. Þetta er líka breiður aldurs- hópur sem hefur lesið bækurnar hennar Ingibjargar og bíður eftir að sjá mynd- ina.“ – Ætlið þið að kynna myndina eitt- hvað erlendis? „Jú, ég vona það. Ég held að reynslu- heimur unglinga eigi sér alþjóðlega skír- skotun. Sérstaklega af því að við erum ekki að fjalla um dóp eða ofbeldi heldur snýst myndin meira um þetta tilfinn- ingalega og fjölskylduna og vinina. Og ég held að það eigi alls staðar við.“ „Myndin er í raun fyrst og fremst um þennan brothætta tíma þegar hver dagur er eins og síðasti dagurinn í lífi þínu. Þetta er alltaf svo dramatískur aldur.“ Styttist í Óróa Órói er ný, íslensk unglingamynd sem verður frumsýnd í komandi viku. Í henni er fjallað um heim unga fólksins á raunsannan hátt og ekkert skrumskælt eða dregið undan. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Baldvin Z vinnur nú að heimildarmynd í fullri lengd um Reyni sterka. Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.