SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 43
10. október 2010 43 Gatan mín Í Faktorshúsinu má finna nið alda og sagan er satt best að segja í hverri vistarveru,“ segir Jóna Símonía Bjarnadóttir á Ísafirði. Hún ólst upp í efri bænum – sem svo er kallaður í höf- uðstað Vestfjarða – og þegar hún fluttist aftur vestur 1992 að loknu háskólanámi syðra settist hún fyrst að þar. Flutti svo sex árum síðar í Neðstakaupstað á Skutulsfjarðareyri. Húsin þar eru fjögur og byggð 1757-1784. Turnhúsið er sjó- minjasafnið, Tjöruhús gegnir nú hlutverki veit- ingahúss en íbúðir eru í Krambúðinni og því húsi sem kennt er við faktorinn. Yfir sumarið er Neðstikaupstaður vinsæll við- komustaður ferðafólks, sem bæði skoðar sjó- minjasafnið og sækir veitingastaðinn sem þekktur er fyrir frábæran fisk. „Það fylgir þegar maður býr í safni að stundum guðar fólk á glugga og langar að vita hvað er innan dyra. Áttar sig ekki á því að þetta er íbúðarhús. Við slíku er ekkert að segja, ég tek þessu af stóískri ró og þegar fólkið er komið inn til mín býður maður stundum upp á kaffi,“ segir Jóna sem leigir Faktorshúsið af Ísafjarðarbæ. Danskir kaupmenn bjuggu á sínum tíma í Fak- torshúsi og seinna íslenskir kaupmenn. Vel þekkt er Ásgeirsverslunin sem starfrækt var frá miðri 19. öld og fram á fyrri hluta þeirrar 20. Einn þekktasti íbúi hússins er án efa Árni Jónsson, faktor Ásgeirs- verslunar til margra ára. Eru þá aðeins fáeinir af fjölmörgum íbúum hússins í aldanna rás nefndir. Þegar kom fram undir 1970 vöknuðu Íslendingar til vitundar um að gömul hús gætu verið gersemar og 1974 ákváðu bæjaryfirvöld vestra að friðlýsa húsin í Neðstakaupstað sem þá voru nokkuð farin að láta á sjá. Fljótlega var hafist handa um end- urgerð þeirra, þau meðal annars tjörguð að utan og ytra byrði fært í sem upprunalegasta horf og eru í dag staðarprýði. „Umhverfið hér á eyrinni er afar skemmtilegt. Krakkarnir eru stundum að busla hér í flæðarmál- inu og sjósund er stunduð hér í Neðsta og nýtur vaxandi vinsælda. Einnig hefur verið komið hér upp aðstöðu fyrir siglingasport, kakak- og skútu- siglingar, sem er íþrótt sem sífellt fleiri stunda. Það er því oft heilmikið líf hér í kaupstaðnum. Gamla skipasmíðastöðin er hér rétt fyrir neðan og hefur hluta þess húsnæðis verið breytt í íbúðir. Vitnar þetta um að Ísafjörður hefur breytt um svip og bærinn byggir ekki lengur allt sitt á fiskvinnslu. Úr Neðstakaupstað er ekki langt upp í bæ; aðeins þægilegur göngutúr. Og fyrir mig er það ágæt morgunganga að fara til vinnu á Gamla sjúkrahús- inu á Eyrartúni sem nú er safnahús okkar Ísfirð- inga. Og þar finn ég það sama og hér heima, sagan kallar til manns og er hvarvetna. Sjúkrahúsið var byggt 1925 og þjónaði sem slíkt í áratugi. Þegar sú starfsemi fluttist síðan í nýtt húsnæði varð að finna húsinu nýtt hlutverk og þá hentaði mjög vel að bóka-, skjala-, ljósmynda- og listasafn fengju þarna inni. Starfsemin fellur vel að húsnæðinu sem er lítt breytt frá því sem upphaflega var,“ seg- ir Jóna Símonía sem veitir bóka-, skjala- og ljós- myndasöfnum forstöðu. „Ég er Vestfirðingur í húð og hár. Ættbogi minn nær sunnan frá Breiðafirði og norður á Horn- strandir. Símoníunafnið sem margir taka eftir kemur sunnan úr Arnarfirði. Ég heiti eftir ömmu minni sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni sem aftur hét eftir afa sínum. Þetta er góð blanda og ég er stolt af uppruna mínum.“ sbs@mbl.is Ljósmynd/Sigríður Guðfinna Í Neðstakaupstað Ísafjörður Su ðu rta ng i 1 2 Sku tuls fjar ðar bra ut Pollgata Ásgeirsgata Njarðarsund Mjósund Fjarðarstræti Hafnarstræ ti Ta ng ag at a Su nd st ræ ti M ávagarðsbryggja 1. Silfurtorg er miðdepill Ísafjarðar og þar hittir maður fólk. Í raun má segja að torgið sé líkast vagnhjóli og göturnar sem að því liggja eru þá teinarnir. Á góðum dögum á sumrin er þarna gjarnan fjöldi fólks; bæði þeir sem eru að reka erindi sín í nærliggjandi stofn- unum og verslunum og margir, til dæmis ferðamenn sem eru í bænum, tylla sér síðan niður við torgið til þess að hitta mann og annan. Ég veit ekki um nokk- urn annan stað á landinu þar sem er jafn vel heppn- aður miðbær og sá sem við Ísfirðingar eigum. 2. Höfnin er lífæð sjávarbyggða eins og hér fyrir vest- an. Sjálfri finnst mér gaman að fylgjast með um- svifum við höfnina hér á Ísafirði, hvort sem það er í Sundahöfn eða á Ágeirsbakka. Á frostköldum vetr- arkvöldum þegar freðinn snjórinn marrar undir fót- um manns er gaman að rölta bryggjuhringinn og hlýða á dyn ljósavéla togaranna sem óma um fjörð- inn. Uppáhaldsstaðir Finn nið aldanna í Faktorshúsinu þar sem gestir guða á glugga, segir Jóna Símonía Bjarnadóttir. É g pældi nú ekki í því fyrr en bara nýlega en það gerðist ansi margt hinn 20. apríl árið 1971. Gott og slæmt. Handritin komu til að mynda heim með danska varðskipinu Vædderen, sem var gott. Bækurnar sem Danir höfðu eignað sér komu loksins til síns heima. Undirritaður fæddist svo þennan sama dag. Mörgum finnst það sennilega ekkert svo merkilegt. Nema mömmu náttúrlega. Eða maður svona gengur út frá því. Adolf nokkur Hitler fæddist líka þennan sama dag, sem var slæmt. Og allmörgum finnst það sennilega ekkert svo merkilegt. Nema kannski Klöru Hitler. Henni hlýtur að hafa fundist það merkilegt þegar hann Addi litli fæddist. Eða maður gengur út frá því. Eins og öll ár þá var 1971 ekkert öðruvísi. Það gerist alltaf eitthvað. Idi Amin varð til dæmis forseti Úganda árið 1971. Hann reið nú reyndar ekki feitum hesti frá forsetatíð sinni blessaður eins og kom svo í ljós. Ljótur strákur hann Idi Amin. Öllu meira elskandi náungi að nafni Jim Morrison fór í bað í París árið 1971 og dó. Þá grétu margir. Óli Jó fór líka í bað árið 1971 en dó ekki og varð forsætisráðherra. Nú Disney World opnaði dyr sín- ar í fyrsta sinn suður á Flórída árið 1971 og „restin er saga“ eins og Kaninn segir. Sama dag var reyndar röðin fundin upp. Árið 1971 fæddist líka górilla að nafni Koko. Koko vann sér það til frægðar að læra tvö þúsund táknmáls- orð. Sko utanbókar. En af hverju lærði hún ekki fleiri orð, fyrst hún var byrjuð? Það eru til allavega fimmtíu þúsund orð í táknmáli. Koko var greinilega löt górilla. Á þessu herrans ári vann líka maður að nafni Pablo Neruda Nóbelinn. Hann orti til dæmis þetta ljóð: Hundurinn minn er dáinn, Ég jarðaði hann í garðinum, Við hliðina á ryðgaðri gamalli vél. Ég veit ekki hvort hann vann Nóbelinn fyrir þetta til- tekna ljóð, en hann orti líka önnur. En manneskja fædd árið 1971, hvaða kynslóð tilheyrir hún? Er það von að þú spyrjir kæri lesandi, því ég er ekki viss. Ég meina hvað er hægt að kalla okkur? Og í framhaldi, hverjar eru hugsjónir okkar? Fyrir hvað stöndum við? Hipparnir voru allavega með málstað. Hver er mál- staður minnar kynslóðar? Bara svona til að finna eitthvað þá mætti svo sem kalla okkur skuldakynslóðina. Svona í ljósi alls þessa dagana. Vegna þess að fólk sem er fætt á árunum 1970- 1979 skuldar eiginlega allt sem það á í dag. Og á í raun- inni ekki neitt. Nema sjálft sig. Og börnin. Og ekki munum við eiga börnin okkar að eilífu. Þau munu yf- irgefa okkur um leið og þau verða búin að mergsjúga okkur að innan og hefja sitt eigið sjálfstæða líf. Og ekki er hægt að kalla okkur krútt. Krúttkynslóðin kom á eftir minni kynslóð. Áhyggjulausu lopapeysu- krúttin sem hafa farið í sjö Interrail-ferðir, fimmtán Airwaves-hátíðir og líta á heiminn sem eitt stórt jurta- tespartí. Og ekki erum við hippar. Við eigum ekkert sameiginlegt með hippunum. Nema jú við vorum mörg hver alin upp af hippum. Og þar setjum við línuna. Ég held að kynslóðin mín hafi gert þau reginmistök að fæðast mitt á milli tveggja kynslóða með sterkan mál- stað. Og svo hefur okkur alltaf vantað einhverja hug- sjón. Við erum meira bara svona fólk sem hefur lagt á sig nám, unnið myrkranna á milli, eignast börn og heimili og svoleiðis. Og nú stefnir í að við munum tapa öllu takk fyrir, vegna þess að við hugsanlega klikkuðum á hugsjóninni. Við erum kynslóð án titils, án hugsjónar. Við getum þó huggað okkur við það að mæður okkar verða sennilega alltaf jafnstoltar af okkur. Kynslóð án titils Pistill Bjarni Haukur Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.