SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 23
10. október 2010 23 kvöldmatar og þá er fólk orðið alltof svangt,“ segir hún en of svangt fólk borðar of mikið af röngum mat. Hún seg- ir að við þessar aðstæður kalli líkaminn á skjóta orku úr fransbrauði eða súkkulaði. Annað sem hún tekur eftir er að fólk vill ekki eyða tíma í að ná árangri. „Ekki fara af stað í nóvember því þú ætlar að verða svo æðislegur um jólin. Gefðu þér þrjá, fjóra mánuði og taktu því rólega. Fólk vill allt fyrir ekki neitt og helst í gær. Þess vegna eru skyndilausnir og kúrar vinsælir eins og hvítkálssúpuk- úrinn, greipkúrinn og svoleiðis bull.“ Ein frjáls máltíð Nauðsynlegt er að hugsa til lengri tíma ef fólk vill ná árangri. „Þetta verður að vera lífsstíll. Og til þess að vera lífsstíll þarf að vera rúm til að fá sér hamborgara og pitsur. Það er gott að leyfa sér eina frjálsa máltíð í viku,“ segir hún og ítrekar að fólk þurfi samt ekkert að sleppa sér lausu og fara alveg yfir um í átinu. Svo vitnað sé til orða Naglans sjálfs á blogginu: „Það verður til súkkulaði í búðunum aftur um næstu helgi“. Hún segir að konur séu alltaf í megrun. „Af hverju eru konur alltaf í megrun? Það er ekki hægt að vera í megrun allt árið og gefa líkamanum stöðugt of fáar hitaein- ingar. Þá fer hann að berjast á móti. Taktu tímabil inni á milli sem þú ert bara að halda þér við þó þú eigir eftir að missa nokkur kíló. Það þýðir ekki að vera stöð- ugt að neita sér um eitthvað allt árið um kring.“ Ragga þekkir að það er sannleikur að baki orðunum heilbrigð sál í hraustum líkama, að minnsta kosti að sterk tenging er þarna á milli og ætlar að einblína á það í framhaldsnáminu í Kaupmannahöfn. „Eina hindrunin í því að ná árangri er hausinn á þér. Ef þú nærð stjórn á hugs- ununum, þá nærðu árangri. Þessi allt- eða-ekkert hugsunarháttur er svo ríkjandi. Fólk tekur sér tak, byrjar rosa- lega vel en fer svo aðeins út af brautinni og þá er bara sukkað í viku, kókópöffs í morgunmat og hraunbiti í hádeginu. Þá tekur fólk fleiri skef til baka en það fór fram. Mig langar að komast að því hvaða hugsanir eru í gangi þarna og hvað fólk notar sem réttlætingu,“ segir hún en í framtíðinni hefur hún áhuga á að vinna með fólki í yfirþyngd og „tækla þessar hugsanir með hugrænni atferlismeðferð. Þetta snýst allt um hausinn.“ Hún bendir á að fólk megi ekki gleyma því að það taki tíma að koma heil- brigðum lífsháttum í vana. „Skipulagn- ing skiptir miklu máli,“ segir hún og er þá að meina hvað varðar heilbrigðan lífs- stíl. Lifði á samlokum og pitsum Sjálf steig hún sín fyrstu skref inn á lík- amsræktarstöð árið 1999. Þá var hún mun þyngri en hún er nú, um 80 kíló og „lifði á Sómasamlokum og pitsum og reykti eins og strompur“. Ragga er í ein- staklega góðu formi núna og því erfitt að ímynda sér að hún hafi verið marga daga að jafna sig eftir útihlaupin í kringum Tjörnina á menntaskólaárunum. „Ég spáði ekkert í það hvað ég var að borða heldur hugsaði mataræðið bara út frá því hvað mig langaði í þá og þá stund- ina,“ útskýrir hún. „Inni í mér er feit kona sem ég berst við á hverjum degi að halda inni. Ég velti því samt fyrir mér að ef ég hefði verið grönn að upplagi hefði ég eflaust ekki haft hvatann til að halda mér á þessari braut. Fólk sem snýr við blaðinu og stundar heilbrigðan lífsstíl þarf ekkert endilega að vera feitt. Grannt fólk leitar líka til mín, það er hægt að vera innan- feitur, grannur en með háa fituprósentu, of hátt kólesteról eða of háan blóðsykur. Ég legg áherslu á að heilsan sé í lagi. Það er hægt að vera feitur og fitt.“ Hún bendir samt á að ákjósanlegt sé að halda sig í kjörþyngdarrammanum þó það sé hægt að vera með tíu eða fimmtán aukakíló og vera í hörkuformi. „Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður en samt lifa ekki eins og munkur. Þetta er lífsstíll, þú hefur stjórnina og kemur þér inn á beinu brautina þó þú hafir dottið í snakkpokann í gær.“ Hún vill ekki að fólk einblíni á vigtina heldur eigi það að reyna að finna stað sem því líður vel á. Að einblína á ákveðna tölu á vigtinni í heilsueflingu sé aðeins uppskrift að „óeðlilegum væntingum, örvæntingu og gráti“. Borðaðu venjulegan mat Hún vill að fólk borði allan venjulegan mat, reyni heldur að forðast mikið unnar matvörur enda aðhyllist hún ekki kúra sem hampa eða úthýsa vissum mat. Hún segir að fólk þurfi að gefa sér tíma fyrir líkamsrækt og setja hana í forgang, ef það vill efla heilsuna. Þetta þarf þó ekki að vera einhver óratími í senn. „Gæði fram yfir magn. Ég fer og tek á því og er í augnablikinu en ekki að hugsa um hvað ég eigi að hafa í matinn í kvöld,“ segir Ragga en ferð í ræktina tekur hana um 70 mínútur með upphitun og öllu. Hún bendir fólki á að finna æfingar sem því líkar. Sjálf er hún mikið að lyfta en segir að fólk eigi að finna sér þjálfun við hæfi. „Hreyfðu þig! Blóðflæðið örv- ast, hjarta og æðakerfi styrkist, þér líður betur en endorfínið streymir eftir æf- ingu. Hreyfing fyrirbyggir allskyns sjúk- dóma. Læknar eru meira að segja farnir að skrifa upp á hreyfingu fyrir fólk.“ Þegar Ragga byrjaði fyrst að æfa fór hún í svokallaða Body Pump-tíma sem eru lyftingahóptímar. „Mér hafði alltaf fundist drepleiðinlegt að hreyfa mig en þarna fann ég mig. Þú ert bara að berjast við sjálfan þig en ég fann mig ekki eins í hópíþróttum, þó ég hafi æft handbolta þegar ég var yngri. Ég fann það fljótlega í lyftingunum að ég er sterk í grunninn. Svo bara vatt þetta einhvern veginn upp á sig. Ég fór að færa mig yfir í salinn og lyfta ein og fór til þjálfara um tíma. Svo varð þetta að lífsstíl.“ Hvatinn hjá henni var ekki útlitið til að byrja með. „Ég var vel þétt og of þung fyrir mína hæð en ég pældi ekkert í því og var alveg sama þó ég væri með ein- hver aukakíló.“ Mikilvægt að lyfta Hún segist leggja áherslu á að við- skiptavinir sínir lyfti. „Líkaminn verður skilvirkari með meira kjöti á sér. Vöðvi er virkur vefur. Hann er alltaf að vinna. Þú situr bara heima og horfir á á The Bold and the Beautiful og ert að brenna miklu meira en kardíó-kanínan við hliðina á þér. Þegar þú lyftir lóðum fer líka þessi eftirbruni í gang því vöðvinn er ennþá að vinna.“ Ragga segir að konur séu gjarnan hræddar við lyftingar og séu oft „að luf- sast í einhverjum tvinnakeflislóðum því þær vilja ekki vera massaðar,“ og leggur hún áherslu á að þetta sé óþarfa hræðsla. „Kona sem lyftir fær bara mótaðri skrokk og betri efnaskipti, treystu mér, ég er að reyna að fá stærri vöðva. Þú þarft að éta eins og búrhveli til þess!“ Heilsumenningin í Kaupmannahöfn Hver skyldi helsti munurinn vera á Dön- um og Íslendingum í heilsumálunum? „Kaupmannahafnar-Danir eru grannir. Hjólamenningin er mikil, sumir hjóla meira en klukkutíma á dag í og úr vinnu. Sjálf stíg ég aldei upp í bíl nema á Íslandi, ég hjóla og geng allt. Danir borða frekar hollt með þessi grófu brauð sín en þeir „hugga sig“ líka mikið, drekka bjór og fara út að borða,“ segir Ragga sem játar að vera mikil áhugamanneskja um náungann og hvað hann setji ofan í sig. Hún segir að við hátíðleg tilefni séu Danir meira með brauð og álegg, niður- skorið grænmeti og ávexti frekar en í „rjómatertunum og með majónesið vell- andi“ eins og er í mörgum tilfellum hér- lendis. En hvernig haga Danir sér í ræktinni? „Þeir eru ekki mikið í einkaþjálfun,“ segir hún en öfugt við það sem margir halda skilar hjólamenningin sér inn á líkamsræktarstöðvarnar. „Þeir hjóla í ræktina, fara í spinning og hjóla svo heim,“ segir hún og bætir við að oft og tíðum sé Tour de France-gallinn ekki langt undan. Er engin ofurkona Henni finnst hreyfingin hjá Dönunum fléttast vel inn í daglegt líf, sem er stórt atriði. Það þarf skipulagningu og að skapa vana. „Ef ég fer ekki í ræktina finnst mér ég vera skítug. Mér líður eins og ég hafi ekki burstað tennurnar. Þetta er svo eðlilegur hluti af mínum degi að þetta er jafn venjulegt og að baða sig. Ég sleppi ekki æfingum ef ég fer til útlanda. Ég er búin að æfa á líkamsræktarstöðvum í hverri einustu borg og krummaskuði sem ég hef farið til. Ræktin er alltaf í for- gangi,“ segir hún og hún segir að þessi forgangsröðun sé samt ekki alltaf auð- veld. „Ég þoli ekki þegar einhver heldur því fram að ég sé einhver ofurkona. Ég er ekki alltaf í stuði. Eins og aðra langar mig í súkkulaðiköku. Ég er algjört átvagl og borða sverustu karlmenn undir borðið. Ég hef ákveðnar bremsur á sjálfri mér því ég vil hugsa um heilsuna og líta út á ákveðinn hátt. Ef ég tek stóran nammi- dag finn ég líka hvað mér líður illa á mánudeginum, eins og ég sé þunn. Þannig vil ég ekki lifa. Þá finn ég hvað sykurinn gerir. Hann hefur áhrif á skapið svo ekki sé minnst á heilsuna.“ Hún segist ekki búa yfir neinni töfra- lausn, vinna búi að baki árangri. „Stund- um koma dagar sem mig langar frekar til að ganga á glóandi kolum en fara í rækt- ina en ég fer samt því ég veit að mér líður betur á eftir,“ segir Ragga, sem tekur sér alltaf frí einn dag í viku, yfirleitt á sunnudegi, þó hún sitji ekki í sófanum allan daginn. Á blogginu sést að Ragga notar gjarnan orðið niðurskurður. „Ég þoli ekki orðið megrun og reyni að forðast að nota það. Niðurskurður er kominn beint úr fit- ness-heiminum þar sem fólk talar um „að skera“. Að skera er í raun bara fínna orð yfir megrun. Ég nota líka orðið fitu- tap. Mér finnst megrun hafa fengið á sig neikvæðan stimpil í gegnum tíðina. Að vera í megrun þýðir að vera alltaf í ein- hverjum kúr eða átaki. Þetta er lífsstíll.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Af hverju eru konur alltaf í megrun? Það er ekki hægt að vera í megrun allt árið og gefa líkamanum stöðugt of fáar hitaeiningar. Það þýðir ekki að vera stöðugt að neita sér um eitt- hvað allt árið um kring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.