SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 33
10. október 2010 33 Örtröðin á Hvannadalshnjúk á vorin nær yfirleitt hámarki á Hvítasunnu þegar mörg hundruð manns leggja leið sína á tindinn. Morgunblaðið/RAX eftir henni því hún var barin inn í hausinn á manni í barnaskóla. Það var því gaman að sjá hana aftur.“ Hann segist ekki viss um að þetta sé tilefni til að breyta landafræðibókunum á ný. „Ég var nú fyrir tilviljun þarna uppi þegar mælingamennirnir voru að taka niður mæl- ingartækin í júlí 2005. Þeir voru með mun nákvæmari GPS-mælitæki en ég og létu þau standa á þrífæti uppi á toppnum í einhverja daga. Hand-GPS-tæki eins og ég er með er miklu ónákvæmara þótt ég hafi látið það liggja í einhvern tíma. Þeir eru því alltaf í betri stöðu með sína 2110 metra en ég með mína 2119.“ Það er samt á Gunnari Atla að heyra að hann hafi gam- an af þeirri tilhugsun að nú geti eldheitir ástríðumenn um fjallahæð aldeilis farið að rífast um hæðina á tind- inum. Og ekki skortir þá hina síðari tíma, þegar æ fleiri Íslendingar hafa tekið það upp sem áhugamál að ganga á fjöll, fjölmargir einmitt með Hvannadalshnúk sem loka- takmark. „Jú, það er mikill áhugi á hnúknum hjá Íslend- ingum, sérstaklega á vorin,“ segir Gunnar Atli sem sjálf- ur starfar við fjallaleiðsögn hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hefur farið með nokkra hópa göngugarpa þangað upp. „M.a. hefur áhuginn verið byggður upp með dagskrá eins og Toppaðu með 66°N þar sem hópar hafa verið í þjálfun hjá fjallaleiðsögumönnum yfir veturinn og gengið á fjöll þar sem lokapunkturinn er að fara á hnúkinn. Og það er gaman að segja frá því að ég held að allir hafi farið þangað upp sem tóku þátt í nám- skeiðinu síðasta vetur. Svo eru fleiri en við í þessu svo traffíkin getur verið töluverð þarna uppi á vorin.“ Hvort ástæða sé fyrir allan þann fjölda að endurmeta afrek sitt, skal hins vegar ósagt látið. Hann er víst 2119 metrar! Ein fyrsta talan sem íslensk skólabörn leggja á minnið er hæðin á Hvannadalshnúk. Í áratugi var hæð hans sögð vera 2119 metrar, allt þar til hann lækkaði skyndilega eftir mælingar Landmælinga Íslands árið 2005. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Heilmikið uppistand var þegar forsætis- og umhverf- isráðherra tilkynntu um að Hnúkurinn hefði lækkað. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Atli Hafsteinsson fór á Hnúkinn sjö sinnum í vor og mældi hæð hans með GPS–tæki í þrjú skipti. ’ Það er auðvitað munur að mæla hann svona á vorin og síðsumars, eins og gert var þarna um árið. Þ eir sem hafa vanið sig á þá tilhugsun að Hvannadalshnúkur sé 2110 metrar á hæð gætu þurft að skipta aftur um gír því séu GPS- mælingar sem fjallaleiðsögumaður gerði í þrí- gang á hnúknum í vor réttar hefur hann náð aftur fyrri reisn. Mönnum er enn í fersku minni þegar Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra blésu til blaðamannafundar fyrir framan Stjórnarráðið í ágústbyrjun árið 2005. Tilefnið var að tilkynna þjóðinni niðurstöður nýjustu hæðarmælinga á þjóðarstoltinu, Hvannadalshnúk. Margir supu hveljur þegar hæð jökulsins var kunngerð enda hafði hún í för með sér að þekking margra kynslóða af skólabörnum á hæð hans var að engu orðin – talan 2119 sem þau svo samviskusamlega höfðu lagt á minnið var úrelt. Tind- urinn hafði nefnilega lækkað um rúma níu metra, og mældist nákvæmlega 2109,6 metra hár. Ekki aðeins hafði hnúkurinn lækkað heldur munaði litlu að hann væri orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Sydtoppen á Kebnekaise, sem mældist á bilinu 2111 og 2118 metra hár allt fram til ársins 2003 þegar nýjar mæl- ingar leiddu í ljós að sænska fjallið er 2.104 metrar. Hvannadalshnúkur slapp fyrir horn. Betri mælitæki Þeir sem hafa orðið svekktir yfir þessari þróun hæsta tinds Íslands geta hugsanlega fundið vonarglætu í ferðum fjallagarpsins Gunnars Atla Hafsteinssonar á jökulinn í vor. „Ég fór sjö ferðir á Hvannadalshnúk í vor og í þrjú skipti mældi ég hæðina með GPS-tækinu mínu. Ég hef áður unnið við mælingar og hef gaman af því að skoða þetta.“ Niðurstöðurnar voru sláandi því í öll þrjú skiptin sýndi tækið hina kunnuglegu tölu 2119 metra. „Það er auðvitað munur að mæla hann svona á vorin og síðsumars, eins og gert var þarna um árið,“ segir Gunnar Atli sem telur skýringuna að finna að einhverju leyti í vetrarsnjóalögum sem enn voru á jöklinum þegar hann var þar í vor. „Það bráðnar eitthvað af snjónum yfir sumarið svo menn mega alveg kýta um það hvenær árs er rétt að mæla hnúkinn. Sjálfum finnst mér þetta aðallega fyndið því í mínum huga kemur út á eitt hvort hann er 2110 eða 2119 metra hár. Talan er samt sem áður skemmtileg og maður tekur Þórarinn Sigurðsson, forstöðumaður mæl- ingasviðs Landmælinga Íslands, var í við- tali í Morgunblaðinu 7. ágúst 2005 vegna hinna sláandi niðurstaðna um hæð Hvannadalshnúks sem þá höfðu nýkomið fram. Taldi hann lækkun hnúksins að mestu leyti tilkomna vegna þess að snjó- hettan á tindinum væri þynnri en árið 1904, þegar hann mældist 2119 metra hár. Sú mæling var gerð af danska liðsfor- ingjanum Johan Peter Koch og aðstoð- armönnum hans en árið 1955 mældu Dan- ir tindinn aftur með annars konar tækni og fundu út að hann væri 2.123 metrar. Mæl- ingar sem voru gerðar vorið 1993, á veg- um Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands og Jöklarannsóknarfélags Íslands, sýndu hins vegar að jökullinn væri 2.111 metra hár. Vegna óvissu í mælingunni var hún endurtekin árið 2004 en útkoman var sú sama. Vegna þessa þótti rétt að end- urmæla jökulinn með enn nákvæmari mælitækjum, og var það gert í júlí árið 2005. Var tindurinn mældur á 15 sek- úndna fresti í tvo sólarhringa með fulltingi fjögurra GPS-tækja, þriggja á jafnsléttu og eins á tindinum, og voru niðurstöður þeirra mælinga sem kunnugt er að tindurinn væri 2110 metra hár. Flöktandi hæð í áranna rás Þórarinn Sigurðsson og Guðmundur Valsson koma GPS-búnaðinum fyrir í júlí árið 2005. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.