SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 25
10. október 2010 25
ingum sem hafa verið sýndar. Þetta var ótrúlegt æv-
intýri fyrir okkur. Við vorum í miklu og nánu samstarfi
og þarna mynduðust sterk tengsl.
Einhvern tíma þegar ég var krakki spurði ég mömmu
af hverju það kæmu svona fáir í heimsókn til okkar. Þá
hafði ég verið í heimsókn hjá vini mínum og á því
heimili var mjög mikill gestagangur. Mamma svaraði
því til að þau pabbi væru alltaf að vinna með vinum sín-
um og eftir vinnudaginn þá færu þau öll heim til sín en
vissu að þau myndu hittast aftur í vinnunni. Þannig var
þetta svo með okkur sem unnum við Rómeó og Júlíu,
við bundumst miklum vina- og tryggðaböndum. Í dag
gerum við okkur kannski betur grein fyrir því hversu
mikil verðmæti felast í þessum vinskap. Það hefur
hjálpað okkur mikið í samstarfinu að eiga fullkomið
traust og trúnað hvert annars.“
Kvikmyndahandrit að víkingamynd
Þessi hópur sem þú talar um er Vesturportshópurinn
sem hefur sýnt bæði hér heima og erlendis, og vakið
mikla athygli. Hver er lykillinn að velgengni Vest-
urports?
„Gísli Örn er öflugur leikstjóri, drífandi og framtaks-
samur maður og góður vinur og þau Nína Dögg, kjarn-
inn í Vesturporti, eru mögnuð saman. Gísli hefur líka
mikinn sannnfæringarkraft og á auðvelt með að fá
hæfileikafólk til að vinna með sér. Hann gerir ótrúlega
hluti, eins og að hringja í heimsfrægan tónlistarmann
og fá hann til samvinnu við lítinn leikhóp frá Íslandi.
Hvað sýningarnar sjálfar varðar þá fann Vesturport
kokteil sem virkar og gengur upp, en það skiptir líka
miklu máli að vera á réttum tíma á réttum stað með
rétta efnið og þar er Gísli meira en lítið naskur og
fylginn sér.
Þegar talað er um samstarf verð ég líka að minnast á
Baltasar Kormák. Ég hef unnið undir hans handleiðslu
jafnlengi og með Vesturporti, eða síðustu átta árin.
Meðal annars skrifuðum við saman handritið að Brúð-
gumanum og leikgerðina á Gerplu og unnum saman að
uppsetningunni á Ivanov, það var líka fyrir hans at-
beina að ég kom að handritinu á Sumarlandinu sem
frumsýnd var í haust. Þessi átta ár höfum við Baltasar
líka verið að skrifa kvikmyndahandrit að stórri vík-
ingamynd og það er ómetanlegur skóli að vinna með
jafn metnaðarfullum og krefjandi samstarfsfélaga. Fyrir
utan það að Baltasar er listamaður af guðs náð. Í raun
eru átta ár ekki svo langur tími þegar þróun á svona
mynd á í hlut. Auðvitað væri óskandi að þetta færi að
komast í tökur, þó ekki væri nema þjóðhagslega, það er
verið að tala um milljarða gjaldeyristekur ef af verður.
En þetta tekur sinn tíma, Baltasar hefur alltaf klárað
það sem hann tekur sér fyrir hendur og ég held að það
verði ekkert öðruvísi með þetta verkefni. Myndin verð-
ur gerð en allt ferlið í kringum hana verður langt, þetta
er mynd af þeirri stærðargráðu.
Í heild hef ég verið ótrúlega heppinn með samstarfs-
fólk, ég gæti talið svo marga upp sem hafa haft áhrif á
mig og kennt og bent: Stefán Jónsson, Kjartan Ragnars,
Egill Heiðar Pálsson og ég verð eiginlega líka að fá að
þakka Magnúsi Geir fyrir gott samstarf í gegnum tíðina,
hann leikstýrði mér í tvígang í Herranótt og svo lék ég
fyrir hann Fagin í Oliver þegar ég var útskrifaður og
hann orðinn leikhússtjóri á Akureyri. Í kvöld verður
svo frumsýnd leikgerð sem ég gerði úr bók Auðar Jóns-
dóttur, Fólkið í kjallaranum, í Borgarleikhúsinu þar
sem Magnús hefur verið að gera góða hluti.“
Ólæknandi kvilli
Þú ert í starfi þar sem atvinnuöryggið er sennilega
ekki mjög mikið. Hugsarðu stundum um það?
„Þær áhyggjur komu snemma á ferlinum. Þegar ég
lék í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Einkalífi, var ég
kominn með vott af skalla. Það er arfgengur og glæsi-
legur skalli í fjölskyldu minni, há kollvik og tilheyr-
andi. En ég var bara átján ára og þetta þótti nokkuð
snemmt. Mér tókst að ljúka við vinnu mína í kvik-
myndinni með sæmilegar lufsur á höfðinu en rakaði
þær svo af og skellti mér í leikfélagið í MR af fullum
krafti. Læknar sögðu mér að ekkert væri við þessu að
gera, þetta væri sjaldgæfur og ólæknandi kvilli, sem þó
lýsti sér ekki í öðru en viðvarandi hárleysi fyrir aldur
fram. Þegar ég var svo í búningavinnu í Myrkrahöfð-
ingjanum féll af mér skegg og aðrar skrokklýjur. Lækn-
arnir sögðu það sama, ekkert væri við þessu að gera. Ég
var vitaskuld miður mín yfir þessu og sjálfstraustið var
ekki upp á marga fiska. Á þessu tímabili hafði ég sótt
um í Leiklistarskólanum og fengið inngöngu. Ég fór á
fund skólastjórans, Gísla Alfreðssonar, og sagðist, fullur
af sjálfsvorkunn, ekki eiga þangað erindi svona nauða-
sköllóttur. Gísli sagðist ekki hlusta á þetta, sagði að í
leikhúsunum væri her manns sem saumaði hárkollur og
tilheyrandi. Og ég tók mark á honum.
Í skólanum blundaði samt alltaf í mér hugsunin:
Hvaða markaður er fyrir leikara með svona sérstakt út-
lit? Það er kannski þess vegna sem ég fór að hugsa til
þess að hafa að öðru að hverfa en leiklistinni. Auðvitað
hefur þetta líklega ýmislegt að segja um það hvaða
hlutverk mér bjóðast, en það búa allir leikarar við í
einni eða annarri mynd. Stundum er þetta mínus,
stundum plús. Sænskur förðunarmeistari sem ég vann
með fyrir nokkrum árum var til dæmis yfir sig hrifinn
af því að hafa svona óskrifað blað, hreinan grunn, til að
vinna með. Í dag lít ég svo á að þessi lífsreynsla öll hafi
að vissu leyti styrkt mig, og það held ég að sé kjarni
málsins, við eigum að eflast af þeim lykkjum sem lífið
leggur á veg okkar. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég
að láta þetta ekki krumpa mig á sálinni, þetta yrði út-
litseinkenni, ekki karaktereinkenni. Ég veit að þeir sem
lenda í þessu eiga erfitt með að ímynda sér að þetta
skipti þá einn daginn ekki miklu máli, sérstaklega þeg-
ar börn eða unglingar eiga í hlut, og þetta er kannski
erfiðara fyrir stelpur en stráka, en svona er þetta nú
samt. Þetta er yfirstíganlegt og í rauninni smámál þegar
frá líður og aðrar stærðir lífsins fara að taka pláss í til-
verunni.
Dóttir mín, Ragnheiður Eyja, sem verður fjögurra ára
í næsta mánuði, var einhvern tíma að velta því fyrir sér
að hún væri með ljóst hár en mamma hennar dökkt, svo
leit hún á mig og sagði nokkuð sátt: „Pabbi, þú ert ekki
með hár, þú ert bara með haus“ og það skiptir meira
máli að hafa hann í lagi en það sem á honum sprettur.“
Þú hefur skrifað kvikmyndahandrit og gert leik-
gerðir, en áttu efni í bók einhvers staðar?
„Já, ég á heilmikið efni. Ég tek þau skrif regulega upp
úr skúffunum, fikta eitthvað við þau, en svo fara þau
aftur ofan í skúffuna. Einhvern tíma var sagt að ein-
ungis væru til sjö sögur í veröldinni, og allar skriftir
snerust um útfærslu á þeim. Þú getur sagt mér góða
sögu og ég sagt þér góða sögu en hvort sögurnar eiga
erindi á svið eða í bíó eða á bók felst í úrvinnslunni,
hvernig sagan er sögð, sett fram. Það er kannski þess
vegna sem það skiptir mig ekki öllu máli að eiga upp-
haflegu hugmyndina. Það veitir mér nógu mikla ánægju
í bili að taka efni og vinna það í dramatískt form.
Þar að auki hef ég meiri ánægju af samstarfi en að
sitja einn og vinna. Ég held að skriftir séu skelfilega ein-
manalegt starf og ég myndi ekki vilja starfa eingöngu
við það, en í bland við leiklistina nærir þetta hvað ann-
að, það er gott að byrja að æfa eða sýna eftir langa törn
við lyklaborðið og öfugt. Þess á milli reynir maður bara
að vera til, og gera það besta úr þessu öllu saman.“
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Egilsson leikari: Ég er alinn
upp við það að víla hlutina ekki fyrir
mér, heldur ganga í það sem fyrir
liggur, láta vaða og krafla sig svo
einhvern veginn að landi.
’
Í dag lít ég svo á að
þessi lífsreynsla
öll hafi að vissu
leyti styrkt mig, og það
held ég að sé kjarni
málsins, við eigum að
eflast af þeim lykkjum
sem lífið leggur á veg
okkar. Á einhverjum
tímapunkti ákvað ég að
láta þetta ekki krumpa
mig á sálinni, þetta yrði
útlitseinkenni, ekki
karaktereinkenni.