SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 32
32 10. október 2010 S agan segir að loftvarnarflauturnar hafi vælt þegar John Winston Lennon kom í heiminn 9. október 1940 og sprengjum þýska flughersins rignt yfir Liverpool. Lennon hefði því orðið sjö- tugur nú um helgina og þess er minnst víða um heim, þar á meðal á Íslandi með því að kveikja á friðarsúlunni í Viðey. Þetta er reyndar ár afmælanna. Á þessu ári eru 50 ár síðan Bítlarnir komu saman, 40 ár frá því að þeir flosn- uðu upp og 30 ár frá því að Lennon var ráðinn af dögum í New York, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann varð fertugur. Áhrif Lennons verða ekki mæld. Ringo Starr, George Harrison, Paul McCartney og Lennon lögðu heiminn að fótum sér á sjöunda áratug liðinnar aldar. Ef til vill er erfitt að gera sér grein fyrir því í dag, en tónlist Bítlanna var bylting og ekkert sambærilegt hefur gerst í dægur- tónlist síðan. Bítlarnir tóku staðnað breskt samfélag, sem reyndar var aðeins byrjað að trosna upp og láta undan kröfum nýrra tíma, og drógu það í gegnum skil- vindu. Þeir endurspegluðu ýmist það sem var að ger- ast, eða voru aflgjafinn. Kjaftfor og kaldhæðinn Lennon ólst upp í hafnarborginni Liverpool og þar höfðu straumar nýrrar dægurtónlistar í Bandaríkjunum fyrst viðkomu þegar þeir bárust til Evrópu. Hljómsveitin harðnaði síðan í eldi annarrar hafnarborgar, Hamborg- ar, þar sem þeir komu fyrst fram undir nafninu Bítl- arnir. Þeir gerðu í þrígang strandhögg í Hamborg, 1960, 1961 og 1962. Undir lok 1962 kom fyrsta litla platan út með laginu Love Me Do. Fyrsta stóra platan var síð- an tekin upp á nokkrum klukkustund- um í febrúar 1963. Byltingin var hafin og átti eftir að breiðast út um allan heim. Bítlarnir komu oft fram í upp- hafi. Lennon var kjaftfor og hikaði ekki við að draga dár að áhorfendum. Á tónleikum þar sem drottningarmóðirin var viðstödd ásamt öðrum aðli bað hann áheyrendur að leggja sitt af mörkum: „Fólkið í ódýrari sætunum ætla ég að biðja að klappa saman hönd- um … og þið hin skuluð bara hrista skartgripina ykkar.“ Ummæli Lennons féllu ekki alltaf í kramið, en mest urðu lætin þegar hann sagði: „Kristnin mun láta undan. Hún mun hverfa og skreppa saman … Við erum nú vinsælli en Jesús – ég veit ekki hvort mun fara fyrst, rokk og ról eða kristnin.“ Það segir reyndar sína sögu að enginn tók eftir þessum orðum fyrst í stað, frekar en ákveðnum skop- teikningum, sem birtust í dönsku dagblaði nokkr- um áratugum síðar. Það var ekki fyrr en fimm mánuðum síðar að þau voru birt í bandarísku unglingatímariti sem allt fór á annan endann, plötur Bítlanna voru brenndar á báli og Lennon bárust hótanir. Samstarf Lennons og McCartneys var ótrúlega frjótt og áhrifa þeirra mun gæta um ókomna tíð, en álagið var mikið og það gat kastast í kekki. Vin- sældirnar voru yfirgengilegar og hljómsveitin var hætt að heyra í sjálfri sér á tónleikum fyrir öskrum og látum í tónleikagestum. Samstarf Bítlanna var komið í öngstræti löngu áður en hljómsveitin hætti formlega. Hægt er að þræta um gæði platna þeirra og velta fyrir sér hversu mikil merki streitu og ágreinings sjást á síðustu plötum þeirra, en í raun var sama hvað þeir sendu frá sér, Bítlarnir í sínu versta formi voru eins og flestir aðrir í sínu besta. Eins er hægt að taka heilu regnskógana frá til að prenta deilur um þátt Yoko Ono í því að Bítlarnir hættu, en fátt er jafn tilgangslaust. Bítlarnir voru fjórir frjóir einstaklingar í mikilli gerjun og hefðu vísast farið hver í sína áttina þótt Ono hefði aldrei komið til sögunnar. Ono fékk hins vegar að heyra það óþvegið og voru rætin skrif um hana oft með yfirbragði rasisma. Pólitískari og persónulegri Lennon hafði ætlað að hætta í Bítlunum en féllst á að bíða með að segja frá því. Honum gramdist því þegar McCartney stal af honum glæpnum, lýsti yfir því að hann væri hættur í hljómsveitinni og gaf um leið út sólóplötu. Lennon hélt áfram að gefa út plötur eftir að Bítlarnir hættu saman. Lög hans urðu mjög persónuleg og hann notaði tónlistina til að gera upp líf sitt allt frá barnæsku til full- orðinsára. Um leið varð tónlistin pólitískari en áður og beittari eins og heyra mátti í lögum á borð við Working Class Hero og Woman Is the Nigger of the World. Lennon og Ono gerðu málstað friðar að sínum. Lögin Give Peace a Chance og Happy Xmas (War is Over) voru sterkt ákall og urðu óhjákvæmilega tengd andófinu gegn Víetnamstríðinu. Richard Nixon var svo hræddur um að áhrif Lennons myndu koma í veg fyrir að hann næði endurkjöri árið 1972 að hann ákvað að reyna að láta vísa honum úr landi. Lennon stóð í stappi við bandarísk yfirvöld í fjögur ár og það var ekki fyrr en Gerald Ford komst til valda eftir að Nixon hafði sagt af sér sem brottvísunar- tilskipunin var dregin til baka. Lennon fékk síðan græna kortið í tíð Jimmys Carters. Það er til marks um það and- rúmsloft tortryggni, sem ríkti í forsetatíð Nixons, að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hélt skrá um Lennon. Hún var ekki birt fyrr en 1997 og reyndist vera tæpar 300 síður. Nokkrum skjölum var hald- ið eftir og fengust ekki birt fyrr en 2006. Í þeim var ekkert sem gaf til- efni til þessa eftirlits. Tónlist Lennons einkennist þegar best lætur af bjartsýni og trú á mann- kynið. Í viðlaginu We All Shine On í laginu Instant Karma býr einhver óút- skýrður andi lýðræðis og lofgjörð til einstaklingsins – öll látum við ljós okkar skína og hver og einn hefur á valdi sínu að láta að sér kveða. Lagið Imagine er hans magn- aðasti söngur og hefur vonandi ekki verið spilað það oft að það sé orðið merkingarlaust. Þar býður hann stórveldastjórnmálum raunsæis byrginn, hann kunni að vera draumóramaður, en hann sé örugglega ekki sá eini og sá dagur muni koma, sem heimurinn muni lifa í friði. Sá dagur er ekki runninn upp, en Lennon lagði sitt af mörkum og breytti heiminum með tón- list sem ögrar, eflir og lifir. Draumóramaðurinn sem breytti heiminum John Lennon hefði orðið sjötugur 9. október. Hann skildi eftir sig djúp spor í tónlistarsögunni og áhrif hans eru enn sterk þótt brátt séu 30 ár frá því hann var ráðinn af dögum. Karl Blöndal kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.