SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 19
10. október 2010 19 S agt er að margar hendur vinni létt verk og sennilega á það sjaldan jafnvel við og þegar óp- erusýning er sett á svið. Fyrir utan föngulega söngvarana sem láta ljós sitt skína koma ótal aðrir við sögu, sem láta ljós skína á söngvarana, hafa hendur í hári þeirra, sauma búninga, stýra því að hver og einn sé á réttum stað á réttum tíma eða töfra fram glæsilega tónlist neðan úr iðrum Gamla bíós. Yfirbragðið í undirheimum óperunnar er þó lítið í takt við það sem blasir við áhorfendum á sviðinu. Í lág- reistum og gluggalausum kjallara undir sviðinu er fólk á þönum við að greiða hár og mála andlit, máta búninga, lesa yfir nótur, brýna raustina í upphitunarskyni og meðtaka mikilvæg skilaboð frá stjórnendum, hvort sem það varðar leikræna tjáningu, tempó í söngnum eða að muna eftir því að taka stólinn með sér út af sviðinu í fjórða þætti. Úr næsta rými, hljómsveitargryfjunni, hljómar hið undarlegasta tónverk þar sem hver hljóðfæraleikari Grímur Grímsson, umsjónarmaður hljómsveitar Íslensku óperunnar, hef- ur í mörg horn að líta ofan í hljómsveitargryfjunni neðansviðs. Þorsteinn Daði Gunnarsson, ljósamaður á eltiljósi, er varla lofthræddur. Páll Ragnarsson, ljósameistari Íslensku óperunnar og ljósahönn- uður Rigolettos þarf aldeilis að rata um takkaborðið. Úr undirheimum óperunnar Bak við tjöldin Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Fiðluleikararnir Björk Óskarsdóttir og Rósa Hrund Guðmundsdóttir einbeittar á svip þar sem þær munda bogana og hita sig og hljóðfærin upp áður en hljómsveitastjórinn krefst athygli þeirra og hafist er handa við rennsli á allri sýningunni. nýtur þess að spila með eigin nefi og án tillits hver til annars, allt þar til hljómsveitarstjórinn bankar með tónsprotanum á nótnastatíf og krefst athygli spila- manna. Í framhaldinu verður einhver galdur – í stað óreiðukenndra strófa úr öllum áttum ómar þykkur hljómur 44 listamanna sem spila sem einn maður. Smátt og smátt púslast allt saman svo úr verður heild fyrir augum og eyrum áhorfenda. Fæstir þeirra leiða sennilega hugann að því sem að baki býr, enda er þeirra hlutverk fyrst og fremst að njóta útkomunnar. Á hverju sýningarkvöldi koma um 100 manns að sýningu á Rigoletto fyrir utan 15 sem standa að henni með öðrum hætti. Frumsýningin í kvöld, 9. október, er söguleg því hún verður væntanlega sú síðasta í Gamla bíói þar sem Íslenska óperan stefnir að því að flytja í tónlistarhúsið Hörpuna í vor. Hætt er við að einhver eigi eftir að sakna gömlu húsakynnanna – ekki fyrir þrengslin í neðra heldur miklu fremur fyrir einstakt andrúmsloftið sem þar hefur ríkt undanfarin 30 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.