SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 24
24 10. október 2010 Í Þjóðleikhúsinu eru það leikstjórar sem velja fólk í sýningar. Þannig hefur það verið í öllum þeim sýn- ingum sem ég hef tekið þátt í og það er fáránlegt að ætla leikstjórum á borð við Stefán Jónsson, Baltasar Kormák eða Gísla Örn Garðarsson að vera svo metnaðarlitlir listamenn að ráða undirmálsfólk í sýningarnar sínar til að þjónusta einhverja fjölskylduhagsmuni. Ég held að þeir leikstjórar sem ég hef unnið með kvitti hiklaust upp á það að þeir kalli mig eða fólk mér tengt til sam- starfs á faglegum forsendum og ekki öðrum. Að öðru leyti nýt ég þess að foreldrar mínir eru lista- menn. Listin er sameiginlegur snertiflötur okkar í til- verunni. Ég hafði áhuga á leikhúslífi frá fyrstu tíð og það er gaman að geta leitað til pabba og mömmu og sótt í þeirra reynslubanka. Og það sama get ég sagt um ömmu Herdísi. Við tölum mikið saman um leikhús og náum vel saman. Þótt hún sé orðin 86 ára er hún í fullu fjöri og vel það. Við erum að leika saman í Íslands- klukkunni og hún er þar að auki að gera heimild- armynd um helsta baráttumál sitt, takmörkun á lausa- göngu sauðfjár á Íslandi, og þar er ég að aðstoða hana.“ Hvert var fyrsta hlutverk þitt? „Mitt fyrsta hlutverk var í sjónvarpsmyndinni Silf- urtunglinu. Þetta var dramatísk rulla, kornabarn sem deyr. Fyrsta hlutverk mitt á sviði var svo í Pétri Gaut. Amma og mamma voru líka í sýningunni sem Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði, Arnar Jónsson lék Pétur eldri og Þorleifur Arnarsson, sem nú er öflugur leikstjóri, var líka í sýningunni svo þetta var sannkölluð fjölskyldu- sýning og þótti ekki verri fyrir vikið. Þá var ég ellefu ára. Þegar kom svo að því að velja starfsvettvang þá fór ég í leiklistardeild Listaháskólans. Eftir útskrift fékk ég svosem ekkert sérstakt að gera en tók að mér að gera leikmyndir fyrir sumarsmelli, Grease og Fame. Eitt sinn hélt ég partí heima hjá mér og þangað kom Gísli Örn Garðarsson, sem ég þekkti úr Listaháskólanum. Hann sagðist ætla að gera sýningu upp úr Rómeó og Júlíu fyrir Borgarleikhúsið og nýta sér þar sitthvað úr fimleikum. Hann bauð mér að vera með. Sex mánuðum síðar vor- um við enn að æfa og stunduðum samhliða fimleika í Ármanni. Við vorum án launa en leikhúsið lofaði okkur sýningarlaunum ef vel gengi. Guðjón Petersen, sem réð ríkjum í Borgarleikhúsinu, var bjartsýnn á að sýningar gætu orðið nokkrar. Ég er búinn að leika eitthvað í kringum 350 sýningar í Rómeó og Júlíu vítt og breitt um heiminn og hef samt ekki leikið í öllum þeim sýn- upp við það að víla hlutina ekki fyrir mér, heldur ganga í það sem fyrir liggur, láta vaða og krafla sig svo ein- hvern veginn að landi. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að koma að leikhúsinu og kvikmyndagerðinni frá ýmsum hlið- um. Þannig öðlast maður ómetanlega innsýn og reynslu. Þegar ég gerði búningana fyrir Myrkrahöfð- ingjann var ég nýútskrifaður úr menntaskóla. Ég hafði verið að vinna í götuleikhúsi Hins hússins í nokkur ár og þar var mikið saumað og meðal annars gerðar brynj- ur úr kóktöppum og hárkollur úr skúringamoppum og svo framvegis. Hrafn vissi af þessu og vildi fá mig í þetta verkefni. Það tók eitt og hálft ár og ég stóð í ströngu, hannaði og saumaði og sútaði og lagðist í alls konar rannsóknir tengdar þessu tímabíli í íslenskri sögu. Myndin var svo tekin upp um fjöll og firnindi um miðj- an vetur og það var eldskírn að komast í gegnum þá vinnu. Allt í kringum þá mynd var magnað ævintýri og efniviður í ófáar góðar sögur.“ Hvernig var að vinna með Hrafni? „Okkur Hrafni gekk vel að vinna saman. Hann er auðvitað goðsögn í lifanda lífi, stór og mikill karakter með sterkar skoðanir og það eru vissulega á honum horn og jafnvel hali líka, ef svo ber undir, en hann á líka til mýkri hliðar og í skapandi hugsun og dirfsku komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Sameiginlegur snertiflötur Nú eru foreldrar þínir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, mjög þekktir, það sama á við um Hrafn, móðurbróður þinn, og ömmu þína, Herdísi Þorvalds- dóttur. Hafa þessi tengsl einhvern tíma valdið ein- hverjum vandræðum á þínum ferli? „Nei, almennt séð ekki. Eftir að mamma gerðist þjóðleikhússtjóri fóru einhverjir að hnýta í það að ég og spúsa mín Esther Talía, sem er líka leikkona, störfuðum þar. Sú gagnrýni er kannski bara í takt við tíðarand- annn og stemninguna þessi síðustu ár þar sem menn sjá alls staðar samsæri og spillingu. En í þessu er því til að svara að við Esther höfum unnið í öllum atvinnuleik- húsum á Íslandi og fjölmörgum frjálsum leikhópum og ég starfaði við Þjóðleikhúsið áður en mamma tók við embætti, við mamma náðum því meira að segja að leika saman í Svartri mjólk sem Kjartan Ragnarsson leik- stýrði og þótti ekki takast verr til en svo að ég á verð- launastyttu uppi í skáp merkta þeirri sýningu. Ó lafur Egilsson fær feiknagóða dóma fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brimi í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Vesturport kom að gerð kvikmyndarinnar, en á ferli sínum hefur Ólafur átt ríkulega samvinnu við þann hóp. Spurður um góða dóma segir Ólafur: „Eigum við ekki að segja að ég taki hæfilega mikið mark á gagnrýni, hvort sem hún er góð eða vond. Það geta verið alls kyns forsendur fyrir því hvernig til tekst, kannski eru þær gagnrýnandanum ekki kunnar, frekar manni sjálfum. Það gildir að gera sitt besta og standa með því. Ég legg ekki lengur jafnmikið upp úr því að fá jákvæða dóma. Auðvitað er það ánægjulegra að hafa meðbyr, sér- staklega þegar maður er sáttur við útkomuna sjálfur, en það fer ekkert endilega alltaf saman.“ Gagnrýnendur hafa farið góðum orðum um Brim, sem gerist að stærstum hluta um borð í skipi. „Upp- tökur voru um borð í gömlu skipi, Jóni á Hofi. Það skip fór reyndar í brotajárn strax eftir myndatökur, sem voru á Faxaflóanum, svo þetta var lokatúr Jóns,“ segir Ólafur. „Ég á sjóara í föðurlegginn, afi minn og nafni, Ólafur Egilsson, var á sjó frá því hann var tólf ára gamall og langafi og langalangafi, Egill og Ólafur, voru sjó- sóknarar í Njarðvíkunum. Það átti vel við mig að vera á sjó og ég slapp algjörlega við sjóveiki sem hrjáði nokkra samstarfsmenn mína. Gunni Færeyingur, sem var vél- stjóri hjá okkur, uppnefndi mig sjóarann síkáta þegar ég skellti í mig þriðja kjötsúpudiskinum í hressilegri brælu.“ Alinn upp við að láta vaða Þú ert ekki gamall maður en hefur komið mjög víða við. Þú gerir leikgerðina fyrir Fólkið í kjallaranum sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu, hefur sinnt bún- ingagerð, meðal annars í Myrkrahöfðingjanum, og ert leikari og leikstjóri. Þú ert greinilega mjög fjölhæfur. „Kannski er ég bara svona óskammfeilinn! Með bún- ingana og leikmyndirnar þá höfum við systkinin alltaf verið miklir föndrarar. Ætli það sé ekki bara í genunum. Mamma og pabbi eru mikið handverksfólk. Það hefur alltaf verið mér mikill innblástur. Þegar ég var krakki saumaði mamma til dæmis föt á okkur bræðurna, for- láta leðurfrakka sem voru fóðraðir með gömlum sæng- urverum. Þau stóðu svo í því alla mína uppvaxtartíð að gera upp gamla timburhúsið þar sem við bjuggum, þannig að stöðugt var verið að dytta að og laga, kítta og sparsla, mamma parket- og flísalagði, og ég er alinn Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lífsreynsla sem styrkti mig Ólafur Egilsson sýnir stjörnuleik í kvikmyndinni Brimi. Hann gerir leikgerðina í Fólkið í kjallaranum sem frum- sýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Einnig er hann að vinna að kvikmyndahandriti að víkingamynd ásamt Baltasar Kormáki. Hann ræðir í viðtali um listina og ólæknandi kvilla sem hann lifir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.