SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 39
10. október 2010 39 Þ að hefur verið mikið í umræðunni undanfarið að menn séu að sprautusalta fisk með hvítuefnum til þess að gabba kaupendur og eins til að flýta vinnsluferlinu. Víða erlendis eru þessi litarefni bönnuð, en vegna mikils þrýstings frá kaupendum um að saltfiskur sé hvítur hafa íslenskir framleiðendur farið meira í þessar aðgerðir. Og þeir sem leggja metnað sinn í að gera góðan íslenskan saltfisk upp á gamla mátann eigi undir högg að sækja, enda eru þau vinnubrögð mun tímafrekari en sprautusöltun. Það er skelfilegt til þess að hugsa að sú gamla hefð við að salta fisk sé á undanhaldi og það er hreinlega skylda okkar sem höfum áhuga á íslenskum mat og mat- arhefðum að verja þessar gömlu hefðir. Oft þegar talað er um íslenskan mat hugsar fólk um gamlan mat, súran, saltan, reyktan, kæstan og þurrkaðan, fólk sér nútíma mat ekki fyrir sér sem íslenskan. Helsta tískubólan á fínu veitingastöðunum núna er norrænn matur. Þar virðist oft vanta grunnþekkingu á fyrirbærinu, enda tiltölulega ung heimspeki, sumir vilja meina að þarna sé aðeins um að ræða hráefni sem vex í nor- rænum löndum og ég veit dæmi um að slíkir veitingastaðir noti ekki súkkulaði eða ólífuolíu af því að þetta hráefni vex ekki á norrænum slóðum en á sömu stöðum nota menn rús- inur, kanil og múskat sem ekki heldur vex á norrænum slóð- um. Mín skilgreining á íslenskum mat er einfaldlega þessi, hráefnið þarf að vaxa á norrænum slóðum með undantekn- ingu þó, undantekningarnar eru þegar hráefnið á langa hefð í okkar matreiðslu, t.d. rúsínur, kanill, negull og múskat, svartur pipar og súkkulaði sem á bara örlítið styttri sögu í ís- lenskri matargerð en ítalskri, spænskri og franskri. Í þriðja lagi er það nútíminn að maturinn, réttirnir og framsetningin eigi við núna, passi okkur eins og við viljum hafa mat í dag, en þetta er einmitt helsti styrkur ítalskrar og spænskrar mat- argerðar hvernig maturinn ferðast með kynslóðunum, tekur smávægilegum breytingum hjá hverri kynslóð og er þess vegna í stíl við samtímann. Þess vegna finnst mér við hæfi að heiðra alla þá sem salta fisk upp á gamla mátann og gefa nú- tíma uppskrift af klassískum saltfiski með hömsum. Saltfiskur með rófukremi og hömsum 4x 150 gr stk af alvöru íslenskum saltfiski, útvötnuð, bein- laus með roði 1 stór rófa 1 gulrót 1 dl rjómi 1 dl vatn Salt og pipar 10 gr smjör 1 lítil dós hamsatólg Afhýðið rófuna og gulrótina og skerið í grófa bita. Setjið í pott og sjóðið í vatninu við vægan hita í 10 til 12 mínútur. Bætið þá rjómanum saman við og sjóðið í mauk og maukið í mat- vinnsluvél með smjörinu. Smakkið til með salti og pipar. Setjið saltfiskstykkin í pott og látið suðuna koma upp. Setjið þá lok á pottinn og látið standa í 5 til 8 mínútur áður en fisk- urinn er borinn fram með sjóðheitum hömsum (sigtið úr hamsa- tólginni), rófukremi og hugsanlega nýsoðnu kartöflusmælki. Matarþankar Friðrik V. Verjum gömlu hefðirnar! Fullorðna fólkið er séð með augum unglinganna en vonlausir foreldrar eru eitthvað sem flestir kannast við. I ngibjörg Reynisdóttir er menntuð leikkona en settist við skriftir þegar hana vantaði verkefni. Hún er höf- undur bókanna Strákar með stríp- ur og Rótleysi, rokk og rómantík sem hún sameinaði svo í kvikmyndahandritið Óróa. – Hversu stóran hluta bókanna er að finna í handritinu? „Þetta er töluvert mikið af söguþræð- inum en við beygjum út af hér og þar. En allar persónur bókanna eru í myndinni.“ – Er myndin ekki talsvert dramatískari en bækurnar? „Jú hún er dramatískari en getur í raun vakið bæði hlátur og grát.“ – Þú samdir bækurnar þegar þig vant- aði verkefni er það ekki? „Jú þetta var eiginlega bara þannig. Ég er leikkona að mennt en hafði áður skrif- að leikrit til að búa mér til leiklistarverk- efni af því að ég lít á mig sem leikkonu fyrst og fremst. Og í kjölfarið á þeirri leiksýningu skrifaði ég Strákarnir með strípurnar. Ég var alltaf með einhver leikhlutverk inn á milli en það var bara ekki nóg. Og þegar maður fær svona hugmyndir á maður bara að kýla á þær og sjá hvert þær leiða mann. Þetta er búið að vera frábært, hefur aldeilis undið upp á sig.“ – En hvernig gerist það svo að bæk- urnar verða að bíómynd? „Júlíus Kemp las fyrri bókina og hafði samband við mig strax og sagðist hafa mikinn áhuga á því að gera kvikmynd. Þá fór ég að skrifa handrit en heyri svo í út- gefandanum sem vill endilega að ég skrifi framhald. Þannig að ég lauk við hand- ritið, skrifaði bók númer tvö og þá vildu framleiðendurnir endilega blanda bók- unum tveimur saman þannig að ég henti fyrra handritinu.“ – Og þið Baldvin hjálpuðust eitthvað að við handritið er það ekki? „Jú, mér fannst mjög erfitt að setja bækurnar saman í eina heild, af því að það verða þarna skipti á milli, þau eldast og nýjar persónur koma inn í seinni bók- inni. En Baldvin tók báðar bækurnar og kom svo með lista yfir 120 atriði sem hann vildi að kæmu fram í myndinni og ég tók þennan lista og skrifaði handritið. Svo þegar það var komið fórum við yfir þetta saman.“ – Og þú ferð að sjálfsögðu með hlut- verk í myndinni. „Já. Ég sagði við Baldvin að ég hefði skapað þessa persónu Huldu, mömmuna, og ég ætla bara að leika hana! Takk fyrir! (Hlær) Þetta er svo lítill markaður hér á Íslandi og maður er heppinn ef maður leikur í einni bíómynd annað hvert ár. Og það er eins með leikhúsin, það er ekkert auðvelt að komast að hjá þeim. Mig dreymdi fyrst um að vera í leikhús- unum en ég hef fjarlægst þann draum. Mér líður vel að vera svona laus og liðug og geta róterað á milli. Ég sakna þess stundum að vera á sviði en örlögin hafa leitt mig í þessa átt.“ – Þú fékkst aðstoð hjá dóttur þinni er það ekki? „Jú. Hún var alveg með mér í fyrstu bókinni. Það var voða gott. Við erum báðar titlaðar höfundar af því að við vor- um saman í allri hugmyndavinnunni. Svo skrifaði ég og hún las yfir. En þetta gerð- ist svolítið hraðar með seinni bókina þannig að ég var meira ein í henni.“ – Nú spyr ég þig eins og ég spurði Bald- vin, heldur þú að íslenskir unglingar eigi eftir að getað speglað sig í persónum Óróa? „Já pottþétt. Þeir eiga alveg að kannast við þessi foreldravandamál og alla þessa komplexa sem fylgja þessum aldri. Ásta- mál og annað. Við erum algjörlega að spegla samtímann. Og við fengum líka hjálp frá krökkunum sem leika í mynd- inni, ef þeim fannst eitthvað ekki virka þá tóku þau það bara í sínar hendur, sem gerir þetta ennþá meira sannfærandi. Þau eru öll mjög hæfileikaríkir krakkar.“ Rithöfundur í hjáverkum Ingibjörg Reynisdóttir er fjölhæf. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.