SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 41
10. október 2010 41 N yrst í Búrgundarhéraði er að finna þorpið og víngerðarhéraðið Chablis sem að öðrum ólöstuðum er líklega þekktasta hvítvínsnafnið í heimi. Chablis- vínin hafa líka haft langan tíma til að byggja upp orðspor sitt. Nafnið hefur líka verið rækilega misnotað af framleiðendum í nýja heiminum sem klíndu því á vín sín þótt að þau ættu ekkert skylt við hin göfugu vín Chablis. Rétt eins og önnur hvít Búrgundarvín eru Chablis-vín hrein Chardonnay-vín. Það er hins vegar margt sem er ólíkt með norður- og suðurhlutanum. Loftslagið er svalara, hér er frost verulegt vandamál fyrir vínbændur. Árið 1957 var heildarframleiðsla svæðisins einungis örfáir kassar vegna frostskemmda en síðan hafa verið notaðar margvíslegar aðferðir til að draga úr þeirri hættu sem frostið veldur. Þá er jarðveg- urinn ólíkur. Hann skiptir hins vegar öllu máli varðandi stíl vínanna rétt eins og í suð- urhlutanum. Í suðurhlutanum hafa myndast einstakar aðstæður við það að jarðskorpuhreyfingar hafa þrýst jarðveginum upp. Ekrur Chablis hafa hins vegar mótast af jarðvegseyðingu. Annars vegar vegna jöklaruðnings á síðustu ísöld og hins vegar vegna fljótsins Serein sem í gegnum árþúsundin hefur mótað landslagið á þessu svæði og flett ofan af göml- um kalksteinslögum. Bestu ekrurnar byggjast á svokölluðum Kimmeridgian-kalksteini sem myndast hef- ur úr ævafornum steingervingum frá því er þetta svæði var undir vatni fyrir um 180 milljón árum. Hins vegar eru ekrur úr svokölluðum Portlandian-kalksteini. Lengi vel voru allar meginekrur Chablis á Kimmeridgian-svæðum en þau úr Portlandian voru flokkuð sem Petit Chablis. Þessu var breytt árið 1970 og er enn umdeilt. Margir telja að skilgreiningin á Chablis-svæðinu sé alltof rúm. Einfaldasti flokkur Chablis-vína er svokölluð Petit-Chablis-vín en um er að ræða vín frá jaðarsvæðum sem ná ekki skilgreiningunni Chablis. Þau voru lengst af sjaldséð hér á Íslandi en Petit Chablis-vínunum hefur fjölgað hratt í hillunum í kjölfar þess að krónan hrundi og Chablis-vínin snarhækkuðu í verði. Chablis er langalgengasta flokkunin á vínum af þessu svæði og flestar ekrurnar í kringum smábæinn Chablis bera hana. Þetta eru yfirleitt traust og örugg kaup. Nokkr- ar betri ekrur – einar fjörutíu talsins – hafa hins vegar verið hækkaðar í tign upp í Pre- mier Cru og er þar um að ræða um fjórðung af heildarframleiðslusvæði Chablis-vína. Í þeim vínum eru að jafnaði bestu kaupin, t.d. Fourchaumes, Montmains og Mont de Milieu. Bestu vínin koma hins vegar af stórri hæð er rís skammt frá Chablis. Ekrurnar í suðurhlíðum hæðarinnar eru skilgreindar sem Grand Cru og þaðan koma þekktustu vín svæðisins. Meðal þekktustu ekranna eru Grenouilles og Les Clos en hinar heita Val- mur, Vaudésir, Blanchots, Bougros og Preuses. Chablis-vínin skera sig nokkuð úr hvítvínunum frá suðurhluta Búrgundarhéraðs. Þau eru sýruríkari og hafa skarpara og samþjappaðra bragð, allt að því málmkennt í hreinleika sínum. Þau eru sjaldnast látin eldast í viðartunnum, þó að vissulega séu til undantekningar frá því, ekki síst þegar Grand Cru-vín eru annars vegar. Raunar hefur það löngum verið heitt deiluefni hvort eikin spilli Cha- blis-vínunum og kæfi hin eðlislægu einkenni þeirra eða opni nýjar vídd- ir. Verð Chablis-vína er tiltölulega hagstætt, ef þau eru borin saman við vín í sambærilegum gæðaflokki og yfirleitt eru þau bestu kaupin í hvítum Búrgundarvínum. Alla jafna eru Chablis-vínin mjög þægileg og aðgengi- leg fyrstu tvö til þrjú árin en síðan lokast betri vínin, herpa sig saman og gefa lítið sem ekkert af sér. Eftir nokkur ár til viðbótar opnast þau aftur en hafa þá breytt um eðli, full af hunangi og hnetum. Góð Chablis-vín ná oft hámarki sínu eftir tíu til fimmtán ára geymslu. Það á hins vegar nær einvörðungu við um Grand Cru vín bestu árganganna. Alla jafna eru þetta vín sem best er að njóta fyrstu 2-5 árin. Chablis-vínin eru frábær matarvín og henta með öllum góðum sjáv- arréttum og ekki síst humarréttum og feitum fiski á borð við lax. Það er ágætis úrval Chablis-vína í vínbúðunum. Þessi þrjú eru ágætis dæmi um þá stíla sem í boði eru. Það er eiginlega ekki hægt að minnast á Chablis án þess að nefna vínsamlagið La Chablisienne. Alls eiga um 300 bændur aðild að La Chablisienne sem framleiðir um fjórðung allra Chablis-vína, allt frá einföldum Petit Chablis upp í frábær Grand Cru. La Chablisienne Chablis 2006 er óeikað og hefur ferska sítrusangan ásamt sætri mel- ónu og steinefnum. Milt og milliþungt í munni með mjög mildri og ferskri sýru. Hreinn og beinn Chablis. 2.698 krónur. William Févre Chablis Le Fourchaume 2007 er af Fourchaume- ekrunni, sem er ein stærsta og þekktasta Premier Cru-ekran. Þetta er lágstemmt vín í fyrstu, mjög míneralískt og þurrt með skarpri blóma- og sítrusangan. Það rís hins vegar hratt eftir að flaskan hef- ur verið opnuð, þéttriðið og flókið með mikilli dýpt. 4.683 krónur. Laroche er einn af fremstu framleiðendum Chablis og þetta vín er nefnt í höfuðið á verndardýrlingi Chablis-héraðsins Saint Martin sem var jarðsettur á níundu öld í L’Obédiencerie þar sem Domaeine Laroche hefur nú skrifstofur sínar. Domaine Laroche Chablis Saint Martin 2008 er stílhreint Chablis-vín. Stíft og eleg- ant í munni með löngu og fersku bragði. 3.599 krónur Næst: Tveir stílar í Rioja. Chablis – fyrirmynd og fórnarlamb Vín 101 29. hluti Steingrímur Sigurgeirsson „Við lögðum upp með það að nota ekkert nema það kæmi frá Norður- löndunum en svo komumst við að því að yfir níutíu prósent af því hráefni sem við erum að nota er íslenskt, enda skarar það fram úr í gæðum.“ Meðal þess fáa sem flutt er inn eru ol- íur frá Danmörku og truflur og epli frá Svíþjóð. Ólafur nefnir sérstaklega að allt grænmeti sem borið er fram á Dilli sé íslenskt, enda standi það er- lendri vöru fyllilega á sporði og al- gjörlega út í hött að flytja það inn. „Ég hef nú líka til dæmis sagt að eitt af því undarlegasta sem er flutt inn hér á landi er fiskur. Þú ferð á veit- ingastað og færð túnfisk frá Indóne- síu. Er ekki eitthvað skrýtið við það að búa á eyju eins og Íslandi og flytja inn fisk?“ Ólafur tekur undir það að nýnorræn matargerð sé að verða að nokkurs konar tískufyrirbæri en leggur áherslu á að hún byggist á ákveðnum hug- sjónum og það sé sorglegt að sjá ein- hverja veitingastaði grípa til hennar í markaðs- og söluskyni. „Þetta snýst um að nota ferskt hráefni sem til- heyrir svæðinu í kring. Það sem við erum að gera er að nota allt þetta hrá- efni sem við eigum til hér og búa til eitthvað nýtt úr því, á sama hátt og þeir gerðu með nýja franska eldhúsið á sínum tíma. Þá tóku þeir allt þetta fína hráefni og gerðu léttari og nú- tímalegri mat úr því,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að í stað þess að bjóða upp á klassíska síld með rúg- brauði bauð staðurinn í fyrra upp á síldarís með rúgbrauðskurli. Hann segist annars ánægður með þá þróun sem hefur orðið í matarmenn- ingunni hér á landi og að fólk sé að vakna til meðvitundar um ágæti ís- lensks hráefnis. Það sé löngu tíma- bært. „Það var einhver sem orðaði það þannig að það væri dálítið und- arlegt að hér á landi væri að vaxa upp heil kynslóð sem ætti í engum vand- ræðum með að búa til endalausa pastarétti og lasagna en kynni síðan ekki að elda plokkfisk eða borða síld. Þannig að þetta snýst líka um það að uppgötva gamlar matarhefðir, þó að við snúum þeim dálítið á hvolf.“ Fyrir 4 Gæsabringur 2 bringur 25 g smjör til steikingar 1 kvistur blóðberg salt Brúnið bringurnar á pönnu með smjöri og blóðbergskvisti. Hitið ofn- inn í 160°C og setjið bringurnar inn í í fjórar mínútur, takið þær út og látið hvíla. Svo þegar á að bera þær fram, gefið þeim þá aftur fjórar mínútur í ofninum og þær eru klárar. Gæsalæri 2 læri 1 gulrót 1 laukur ¼ sellerírót 5 einiber 5 svört piparkorn 3 lárviðarlauf 2 lítrar vatn 10 g smjör 2 kvistar blóðberg salt Hitið pönnu með olíu og brúnið lærin vel. Skerið gulrót, sellerírót og lauk og setið í pott ásamt kryddi og tveimur lítrum af vatni. Lærin eru soðin í minnst þrjá tíma eða þar til þau eru alveg meyr inn að beini. Ríf- ið svo kjötið af beinunum. Soðið af lærunum er tilvalið í sósuna með. Setjið svo kjötið af lærunum í pott með einum desílítra af soðinu og smjörklípu. Hitið upp, saxið smá- blóðberg út í og berið fram. Rauðrófumauk 3 meðalstórar rauðrófur salt eplaedik Skrælið rauðrófur og skerið í bita. Sjóðið í vatni þar til þær eru mjúkar. Setjið í blandara og blandið þar til mjúkt mauk myndast. Smakkið til með salti og eplaediki. Gljáðar rauðrófur 2 stórar rauðrófur 2 matskeiðar hunang 1 dl kirsuberjaedik 0,5 l nautasoð Skerið rauðrófurnar í bita, ca ten- ingsstærð. Hitið olíu í potti og létt- steikið þær. Hellið kirsuberjaedikinu í og látið krauma þar til edikið er næstum gufað upp, bætið þá hun- angi og nautasoði við og sjóðið við vægan hita þar til vökvinn er orðinn eins og síróp. Fylgist með að rauð- rófurnar eldist ekki of mikið, takið þær þá upp og hitið svo aftur fyrir notkun. Gott er að gera sósu úr soðinu af gæsalærunum og setja helling af krækiberjum út í. Morgunblaðið/Ómar Steikt bringa og hægelduð læri af heiðagæs með rauðrófum og gæsasósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.